en já... helgin...
helgin var massa fín...
Elvar Logi og Guðný kærastan hans voru hérna í Köben um helgina í rómó ferð og hittum við þau auðvitað á föstudaginn og vá hvað var gott að sjá friendly faces af klakanum! við skelltum okkur á vaxmyndasafnið sem var rosalega gaman fyrir utan það að myndavélin varð batteríslaus þegar við vorum rétt svo hálfnuð! :(
eftir það var bara tekið smá rölt og sest inn á kaffihús þar sem kjaftað, fenginn sér öl og kjaftað ennþá meir... gerist ekki skemmtilegra ;) heheheh...

Ottó með besta vini sínum ;)

Elli og Guðný :)
Set restina af myndunum inn á myndasíðuna við tækifæri!
Laugardagskvöldið var okkur svo boðið í mat til Villa og co. í Hróaskeldu í þriggja rétta máltíð og alles! klikkað gott allt saman og rosa skemmtilegt kvöld :) fengum að sjá svona sónarmynd af litla bumbubúanum og er þetta orðið rosalega spennandi... við ottó verðum væntanlega þau fyrstu sem sjáum litla peyjann í janúar enda önnur stórfamilían á Íslandi og hin í Póllandi! en þetta er voða spennó... og sá verður sko dekraður, enda fyrsta ömmubarnið hennar mömmu! ;)
Annars er allt að verða crazy í skólanum... smá mórall kominn í bekkinn, líður smá eins og ég sé aftur komin í grunnskólan en vonandi að þetta leysist bráðlega... neyðarfundur á morgun... Hahaha danir eru svo dramatískir!! :D
Þessi vika verður rosaleg fyrir danskar löggur, allavega að þeirra mati enda eru þeir löngu byrjaðir að lýsa áhyggjum sínum í fjölmiðlum! en ástæðan er sú að það er svaka leikur hérna á miðvikudaginn (FC Köben - Manchester United) og MTV music awards á fimmtudaginn... og öryggisgæslan hefur víst aldrei verið svakalegri...
svo verður víst svaka skjár á Ráðhúsplássinu sem sýnir beint frá athöfninni eða eitthvað svoleiðis ef ég man rétt...
Fékk fyrsta afmælispakkann sendan á laugardaginn í pósti og hefur þeim farið fjölgandi síðan og man, er ég orðin spennt að opna! :P en ottó heldur sko algjörlega auga með mér þannig að ég verð að gjör og svo vel að bíða til morguns... :) skrýtið samt að eiga afmæli hérna svona langt frá öllum sem ég þekki... ég hef ALLTAF haldið upp á það, sér hitting fyrir familíuna og svo annan hitting fyrir vinina en núna eru bara allir my beloved í alllllt öðru landi þannig að það verður eitthvað minna umstang í kringum afmælið mitt þetta árið...
Ottó kallinn ætlar reyndar að dekra eitthvað við mig á morgun og er dagurinn víst alveg planaður... svo ætlar hann að bjóða mér út að borða á fimmtudaginn þegar við erum komin í helgarfrí! can't wait! ;)
annars er bara allt ljómandi að frétta! :P bið að heilsa ykkur í bili....
-ciao-