mánudagur, október 30, 2006

vá hvað við erum komin með nóg af þessu lélega neti sem heima hjá okkur... hefur alltaf verið rosalega lélegt og núna síðustu vikuna hefur barasta EKKERT net verið hjá okkur og inspektörinn hefur ekki hugmynd um hvenar við fáum það aftur! ýkt lélegt enda er bara skólalið þarna á kolleginu sem þarf væntanlega að nota netið nauðsynlega... þakka bara fyrir að netið var ekki alveg dottið út síðustu helgi þegar ég var að skrifa mínar tvær stóru ritgerðir... þurfti að nota ansi mikið net fyrir þær nefnilega... svo erum við gjörsamlega búin að vera úr sambandi við umheiminn!! en allavega!! nenni ekki að pirra mig meira á nettengingum, legg samt ekki í að pæla út í það ef skólarnir hérna biðu ekki upp á net...

en já... helgin...

helgin var massa fín...

Elvar Logi og Guðný kærastan hans voru hérna í Köben um helgina í rómó ferð og hittum við þau auðvitað á föstudaginn og vá hvað var gott að sjá friendly faces af klakanum! við skelltum okkur á vaxmyndasafnið sem var rosalega gaman fyrir utan það að myndavélin varð batteríslaus þegar við vorum rétt svo hálfnuð! :(
eftir það var bara tekið smá rölt og sest inn á kaffihús þar sem kjaftað, fenginn sér öl og kjaftað ennþá meir... gerist ekki skemmtilegra ;) heheheh...


Ottó með besta vini sínum ;)


Elli og Guðný :)

Set restina af myndunum inn á myndasíðuna við tækifæri!

Laugardagskvöldið var okkur svo boðið í mat til Villa og co. í Hróaskeldu í þriggja rétta máltíð og alles! klikkað gott allt saman og rosa skemmtilegt kvöld :) fengum að sjá svona sónarmynd af litla bumbubúanum og er þetta orðið rosalega spennandi... við ottó verðum væntanlega þau fyrstu sem sjáum litla peyjann í janúar enda önnur stórfamilían á Íslandi og hin í Póllandi! en þetta er voða spennó... og sá verður sko dekraður, enda fyrsta ömmubarnið hennar mömmu! ;)

Annars er allt að verða crazy í skólanum... smá mórall kominn í bekkinn, líður smá eins og ég sé aftur komin í grunnskólan en vonandi að þetta leysist bráðlega... neyðarfundur á morgun... Hahaha danir eru svo dramatískir!! :D

Þessi vika verður rosaleg fyrir danskar löggur, allavega að þeirra mati enda eru þeir löngu byrjaðir að lýsa áhyggjum sínum í fjölmiðlum! en ástæðan er sú að það er svaka leikur hérna á miðvikudaginn (FC Köben - Manchester United) og MTV music awards á fimmtudaginn... og öryggisgæslan hefur víst aldrei verið svakalegri...
svo verður víst svaka skjár á Ráðhúsplássinu sem sýnir beint frá athöfninni eða eitthvað svoleiðis ef ég man rétt...

Fékk fyrsta afmælispakkann sendan á laugardaginn í pósti og hefur þeim farið fjölgandi síðan og man, er ég orðin spennt að opna! :P en ottó heldur sko algjörlega auga með mér þannig að ég verð að gjör og svo vel að bíða til morguns... :) skrýtið samt að eiga afmæli hérna svona langt frá öllum sem ég þekki... ég hef ALLTAF haldið upp á það, sér hitting fyrir familíuna og svo annan hitting fyrir vinina en núna eru bara allir my beloved í alllllt öðru landi þannig að það verður eitthvað minna umstang í kringum afmælið mitt þetta árið...
Ottó kallinn ætlar reyndar að dekra eitthvað við mig á morgun og er dagurinn víst alveg planaður... svo ætlar hann að bjóða mér út að borða á fimmtudaginn þegar við erum komin í helgarfrí! can't wait! ;)

annars er bara allt ljómandi að frétta! :P bið að heilsa ykkur í bili....

-ciao-