laugardagur, maí 15, 2004

Jújú það er alveg MJÖG ljúft að vera búin í prófum ! :P Við Annika kíktum aðeins á bæjarlífið í gærkveldi, svona til að fagna próflokunum og svona, og var bærinn mjög skrýtinn eitthvað... það vantaði ekki að það var hellingur af fólki, en þrátt fyrir mannfjöldann var bærinn frekar rólegur eitthvað... Röltum bara eitthvað og enduðum svo bara á sólon í tjilli... þetta var samt stuð þrátt fyrir rólegheitin... sáum fullt af spes fólki niðrí bæ og svona, bæði var það á rúntinum og svo aðra á sólon.... en já, nóg um það...
Svo vaknaði ég ELDspræk í morgun og skellti mér í suðræna sveiflu með Dóru eftir að Gugga talaði svona lofsamlega um það... :D og þetta var FREKAR athyglisverður tími sko, kannksi höfðu tæknilegir örðugleikar sitt að segja en annars var þetta alveg stuð og fjör ! :D
Eurovision mun vera í kvöld og í tilefni af því liggur leiðin í eurovisionpartý í Hafnarfjörðin til hennar Anniku og má búast við BRJÁLUÐU fjöri ! Þar sem ég er nú ekki alveg beint eurovision fan #1 hef ég ekki lagt það á mig að hlusta á hin lögin sem taka þátt en hef nú samt heyrt okkar... og það verður nú athyglisvert að sjá hvað það nær langt... Svo er spurning hvert förinni verður heitið seinna um kvöldið en það kemur bara í ljós... ;)

fimmtudagur, maí 13, 2004

Það vantar sko ekki dugnaðinn á minni núna .... eða þannig sko ! ég get bara engan vegin einbeitt mér að lestrinum, enda eðlis og efnafræði ekki beint mitt favorite, og eftir nánast hverja einustu blaðsíðu tek ég mér pásu ! ein alveg að meika það ! :D þýðir samt ekkert annað en að reyna að bögglast í gegnum þetta, þegar þetta er búið getur maður farið að plana helgina að vild :) er reyndar byrjuð nú þegar á því, en svona ýtarlegra þá ;)

miðvikudagur, maí 12, 2004

Vá bara gjörsamlega búið að breyta blogger... þetta lítur samt ekkert illa út, bara skrýtið á meðan maður er að venjast þessu !
en já... þá er komið að því að ég geti sagt að nú sé bara eitt próf eftir og er það mikil gleði ! sem verður þó ENN meiri á föstudaginn þegar ég er ALVEG búin með þau ! ég er samt alveg búin að fá að vita um nokkra áfanga sem ég hef náð og er ég MJÖG sátt við það sem komið er....
svo verður klárlega djammað um helgina takk fyrir, annað kemur bara ekki til greina ! svo verða bara flottheit á manni á sunnudaginn en þá er manni víst boðið út að borða á Þingvöllum ! ekki slæmt það ! :)