mánudagur, september 04, 2006

Þá er dótið okkar komið inn í íbúðina og er það mikill léttir að það skuli vera komið inn! þó að við höfðum þurft að bíða í rúma 5 tíma eftir því í tómri íbúð... alger bjöllusauður sem keyrði út dótið okkar!! við áttum semsagt að fá það á milli 10 og 12 þannig að við vorum mætt í íbúðina um 10 og fórum svo aðeins út í búð... um 12 hringdi ottó í samskip til að spyrjast fyrir um það og fékk hann þá að vita að það myndi seinka aðeins og við myndum fá það um eittleytið... við ekkert voða hress með það en ok, lítið sem við gátum gert við því þannig að það var farið út í bakarí þar sem við keyptum okkur smá í gogginn og fórum við bara með það í tóma íbúðina og borðuðum matinn á gólfinu eins og innfæddir kínverjar!! ;) en já, e-ð eftir eitt var bíllinn heldur ekki kominn þannig að ottó hringir í aftur niðureftir og fær þá að vita að það sé eftir að sækja dótið í vöruhúsið og það gæti tekið um klukkutíma þangað til dótið kæmist til okkar!! um hálf þrjú kom svo loksins bíllinn!! allur dagurinn nánast, farinn í akúrat ekki neitt! en ég er samt fegin að vera búin að fá dótið, alltaf að reyna að horfa á björtu hliðarnar, ekki satt?! :P

hlakka svo til að fá að koma öllu dótinu okkar fyrir á miðvikudaginn, það verður sko gaman! ;) svo eru það bara svefnsófa innkaup á næstu dögum...

annars hef ég bara voða lítið að segja.... ekki ennþá komin með danskt númer, get ekki gert það fyrr en ég fæ miða með dönsku kennitölunni minni senda í pósti þannig að við verðum víst að bíða róleg... ottó er í skólanum núna, á fáranlegum tíma sko... tíminn hans byrjaði 5 og er hann til sjö í skólanum... og er svo eftir að koma sér hingað til hróaskeldu í rigningunni... öfunda hann ekki mikið og hef ég það bara rosa huggó inni að hlusta á rigninguna úti og horfa á tellíið!

vona að ég finni hina myndavélasnúruna einhver staðar í kössunum á næstu dögum svo ég geti loksins farið að setja inn nýjar myndir!! :)