miðvikudagur, janúar 11, 2006

Hola! Þá er maður komin heim á klakann eftir tveggja vikna dvöl í paradís... heheh aðeins að missa mig yfir þessari ferð en hún var bara svo æðisleg að annað er varla hægt! hefði alveg viljað sólríkari daga en get varla kvartað yfir veðri þar sem hitinn fór held ég aldrei undir 22 stig á daginn og við fengum bara einn rigningadag og það var síðasti dagurinn...
Hótelið sem við vorum á var alls ekki á heimsmælikvarða og verðum við ekki aftur þar.. svo mikið er víst... en núna þegar maður er búin að sjá hin hótelin þarna í kring með berum augum verður auðveldara að velja úr næst, svona miðað við hvað manni leist vel á og hvað ekki...
Svo var farið út að borða á hverju kvöldi og vorum við alveg einstaklega heppin með matinn, fengum eiginlega bara einu sinni vondann mat, hitt var allt ótrúlega gott og sluppum við við allar hugsanlegar matareitranir ;)
Rúmið á hótelinu var ekkert smá óþægilegt og er maður enn að ná sér eftir það... svo var bara örþunnt lak sem maður átti að hafa yfir sér en það hafði akúrat bara ekkert að segja því þarna er svakalega kalt á nóttunni! vorum reyndar með eitt lítið teppi yfir okkur bæði en meira var það ekki... þannig að rúm og sæng var eitthvað sem ég var farin að sjá í hyllingum síðustu dagana þarna úti :)
Fórum í tívolí, lágum í sólbaði, tókum hjól á leigu í tvo daga og hjóluðum út um allt sem var alveg æðislega gaman, fórum í flest öll "mall" á svæðinu sem við gátum fundið( mér til mikillar ánægju ;) ) og svo gerðum við svo margt annað skemmtilegt! reyndar einn svartur blettur í ferðinni, taskan mín týndist með myndavélinni minni... ottó nýbúinn að kaupa 1 gb kort í vélina og við vorum búin að taka um 350 myndir og þær glötuðust allar... ömurlegt að missa eitthvað svona... er svosem alveg sama um vélina sjálfa, finnst bara verst að missa myndirnar :( við keyptum nýja daginn eftir, alveg eins og mín gamla, bara nýrri gerð með fleiri fídúsa og svona, og keyptum svo annað svona risakort þannig að við náðum að taka eitthvað um 200 myndir minnir mig.. það er nú miklu skárra að hafa þær en engar finnst mér... set þær inn á næstu dögum :)
Annars var þessi ferð bara frábær í alla staði og langaði mig varla að yfirgefa 25 stiga hita og sól vitandi það að það væri mínus 2 gráður hérna á klakanum sem biði okkar! :)

Annars byrjar skólinn hjá mér á þriðjudaginn og ætla ég að prófa félagsfræðina og sjá hvernig hún leggst í mig... ég náði ekki almennunni þannig að ég ætla bara að skipta yfir í félagsfræðina þetta hálfa ár, mér líst bara vel á fögin þannig að þetta verður vonandi spennandi önn :)

Jæja ætlaði bara aðeins að láta heyra í mér, reyni að vera duglegri að skrifa á næstunni en læt þetta duga í bili :)
adios elskurnar!