Mikið rosalega eru dagarnir fljótir að líða frá manni! Ný vika að byrja strax á morgun, fannst eins og það var mánudagur síðast í gær... magnað alveg :Þ
Annars erum við bara hress eins og alltaf, búin að vera brjálæðislega dugleg að laga til í dag... vaska upp, þvo, sortera og raða, fara í gegnum skápana, þurrka af og setja í kassa... nú er eiginlega bara eftir að ryksuga og skúra áður en stelpurnar koma á miðvikudaginn! Við Ottó erum búin að liggja sveitt (kannksi aðeins að ýkja, eeen..) yfir að planleggja dagana meðan þær eru hérna, það er svo margt sem þeim langar að sjá og gera en svo stuttur tími þannig að við þurfum að nýta hann vel! En núna erum við komin með ágætis plan yfir dagana, þannig að við ættum að geta gert margt skemmtilegt :)
Við fórum út að borða á rosalega flottum restaurant í gærkvöldi þar sem var svo mikið að gera að auðvitað okkar matur gleymdist! Alveg típiskt... en svo þegar hann loksins kom, var hann svo góður að maður var ekkert að pirra sig lengur á hinu ;) heheh við lentum hliðiná pari sem var alveg kolkreisílí madly deeply in love og var ekkert smá fyndið að fylgjast með þeim... bæði á milli 30-40 ára og hann með millisítt hár og klæddur eins og crockodile dundee takk fyrir! SMART!!! :D hann var svo alltaf að laga á henni hárið (þau sátu á móti hvort öðru nota bene), máttu varla vera að því að borða því þau þurftu alltaf að haldast í hendur og hann helti fullu vínglasi sínu um koll þegar hann beygði sig fram til að kyssa hana í fimmtugasta skipti á einum tíma, alveg spes... heheh!
Gaman að þessu!
Svo erum við tvisvar á einni viku verið spurð hvort við værum finnsk! Hehe, vissi ekki að íslenska og finnska væru svona lík tungumál... en það hlýtur greinilega að vera!
Men.... ha’det godt folkens!