búin að komast að því að ég get ekki bloggað þegar ég er heima hjá mér... það kemur alltaf eitthvað rugl og eyðist allt og bara alger vitleysa og steypa... afturá móti þegar ég er heima hjá ottó eða í skólanum gengur þetta eins og í sögu, hvaða rugl er það?!
en já þá er ég loksins búin að láta fylla í rótina á hárinu mínu, þó fyrr hefði verið segi ég nú bara! en já ég semsagt lenti á hárgreiðslukonu sem talaði eins og ég væri að borga henni fyrir það og fékk ég sko allar slúðursögurnar beint í æð! ég komst varla að til þess að svara henni, en mér er nú eiginlega bara nokk sama um það :P svo vorum við bara tvær eftir á stofunni og þá kemur alger töffari á mínum aldri og átti hann greinilega pantaða klippingu en þar sem hún var ekki alveg búin með mitt hár þá sagði hún honum bara að koma og setjast hjá okkur... svo er hún búin að tala heil ósköp um hitt og þetta og er loksins að verða búin með hárið mitt, greinilega stolt af því sem hún var búin að gera við það og spyr gæjann: "jæja hvernig líst þér á hana?" og horfir á hárið mitt og hann svarar actually: "þetta er flott, eins og hún sjálf... fallegt hár á fallegri stelpu" hahah ... mér fannst þetta nú bara frekar fyndið og skellti uppúr en sagði samt takk þegar ég sá á honum að þetta átti víst ekki að vera fyndið og þá bara glotti hann þvílíkt til mín! talandi um hözzler á hárgreiðstofu! híhí já það er sko gaman að þessu lífi ;) en ég er allavega mjög sátt við hárið :P
annars horfði ég á prison break í gærkvöldi og dísus!! það ætti nú bara að banna svona góða þætti! fúlt að þetta sé bara 16 þátta sería því það þýðir að það eru bara 2 þættir eftir... :(
ég er alveg að tapa mér yfir þessum þáttum eins og hefur varla farið framhjá nokkrum manni, en annað finnst mér eiginlega bara ekki vera hægt sko! fyndið samt hvað lost hefur algjörlega fallið í skuggann á þessum þáttum... síðan ég byrjaði að horfa á prison break finnst mér lost hafa misst sjarma sinn og finnst þeir eiginlega bara orðnir svona lala... oft lítið að gerast í þeim og stundum finnst mér eins og þeir viti ekki alveg hvert þeir eru að stefna með þessa þætti...en auðvitað mun maður ekkert hætta að horfa á þá, bara að vona að þeir verði ekki langdregnir ;)
búin að fá heimaprófið í geðheilsufélagsfræði afhent og mun vinna í því eins og ég get næstu daga! langar að fá gott á þessu prófi og það sem ég er búin að skoða á prófinu kann ég ekki nógu vel... ætla að lesa mig betur til og massa þetta fyrir miðvikudaginn :) þá er fyrsta lokaprófið mitt búið og bara fjögur eftir í apríl og maí...
well well... gott í bili... sjáumst sykurpúðarnir mínir!! ;)
fimmtudagur, mars 23, 2006
miðvikudagur, mars 22, 2006
síðasta helgi var ein sú besta í langan tíma! hefði sko alveg viljað vera lengur í bústaðnum en svona er þetta víst...
allavega, þegar ottó var búinn í skólanum á föstudaginn fórum við að versla í matinn og keyrðum svo bara austur... föttuðum svo þegar við vorum komin í bústaðinn að við hefðum gleymt hinu og þessu en það er alltaf svoleiðis í svona ferðum! maður bara reddar því einhvern veginn :)
elduðum svo lambakjötið okkar sem bragðaðist bara nokkuð vel með rauðvíninu sem við höfðum mikið fyrir að opna með skærum þar sem karlar leita eins og þeir leita og ottó fann ekki tappatogarann sem var svo bara efstur í skúffunni... en anyways.. ;) fórum svo södd og sæl að spila og eitthvað að dunda okkur bara! voða rólegt og huggulegt... vorum svo bara að eitthvað að slæpast á laugardeginum, kíktum í bíltúr sem endaði reyndar á selfossi mér til mikillar gleði (komst semsagt í búð ;) hehe ), svo kíkti famílian aðeins í kaffi til okkar og þegar þau voru farin fór grillmeistarinn af stað með kjötið :P svo var bara horft á sjónvarp, spilað og kíkt í pottinn sem var ææææði :)
lítið sem ekkert lært þessa helgina en hún var bara svo yndisleg að mér er eiginlega nokk sama... verð bara duglegri að læra núna í vikunni ;)
þetta var þvílík afslöppun og eitthvað sem allir hafa gott af, allavega var þetta gott fyrir okkur og það sem okkur vantaði núna... mæli með þessu! :P
annars er ég aftur kominn með djö.... hósta!!! nefið líka orðið stíflað sem er ekki alveg til að bæta þetta allt! Veit ekki alveg hvað er málið, ég verð sjaldan sem aldrei lasin og svo verð ég veik núna tvisvar á stuttum tíma… er nýbúin að vera lasin, var sett á pensilín sem ég tók mjög samviskusamlega og svo bara nokkrum dögum eftir fæ ég þetta aftur! er sko ekki sátt... :(
en ég er á leiðinni í hair-do í dag þannig að það bætir kvefið smá upp ;) er búin að fá nóg af þessari rót minni og nú er semsagt kominn tími til laga hana... þetta verður ábyggilega næst síðasta skiptið sem ég fer í hárlagningu hérna á klakanum í bili, fer í sumar áður en við förum út og svo eru það de danske frisörer sem fá að sjá um hárið mitt! :)
talandi um danmörk... fékk bréf í fyrradag frá einum skólanum af þremur sem ég sótti um í, staðfesting á því að umsóknin mín sé komin og hún sé komin á skrá... gleði!! :)
kollegi málin ganga vel... erum númer 92 á biðlista hjá einu og svo númer 100-200 á hinum, sem er mjög gott sko... og þar sem alltaf er sagt að það sé erfiðara að fá húsnæði í danmörku en að komast inní sjálfa skólana þá erum við rosalega bjartsýn í augnablikinu og lítur þetta mjög vel út:)
svo er ég að byrja að æfa aftur… er búin að vera í smá pásu en nú er það líka orðið gott og nú er tíminn til að koma sér í form fyrir sumarið! no exuse ;)
það er komið nett stress í mig… fæ afhent heima/lokapróf í einu fagi á eftir sem ég á svo að skila eftir viku og ég er enn eftir að lesa svo mikið… maður fær reyndar alveg mun meiri tíma til að ákveða svörin sín á svona heimaprófi en æjh samt alltaf þægilegri tilfinning að vera vel undirbúin fyrir próf… en þetta próf mun semsagt ganga fyrir hjá mér næstu vikuna… og þá er einu fagi lokið! ljúft :)
ætla svo að reyna að horfa á prison break í kvöld, það verður eiginlega bara sett í algeran forgang enda frekar vonsvikin að geta ekki horft á það í gær… eins gott að það verði eitthvað varið í þennan þátt… sem er nú alveg mjööög líklegt ;)
en já, segjum þetta gott i bili... :)
allavega, þegar ottó var búinn í skólanum á föstudaginn fórum við að versla í matinn og keyrðum svo bara austur... föttuðum svo þegar við vorum komin í bústaðinn að við hefðum gleymt hinu og þessu en það er alltaf svoleiðis í svona ferðum! maður bara reddar því einhvern veginn :)
elduðum svo lambakjötið okkar sem bragðaðist bara nokkuð vel með rauðvíninu sem við höfðum mikið fyrir að opna með skærum þar sem karlar leita eins og þeir leita og ottó fann ekki tappatogarann sem var svo bara efstur í skúffunni... en anyways.. ;) fórum svo södd og sæl að spila og eitthvað að dunda okkur bara! voða rólegt og huggulegt... vorum svo bara að eitthvað að slæpast á laugardeginum, kíktum í bíltúr sem endaði reyndar á selfossi mér til mikillar gleði (komst semsagt í búð ;) hehe ), svo kíkti famílian aðeins í kaffi til okkar og þegar þau voru farin fór grillmeistarinn af stað með kjötið :P svo var bara horft á sjónvarp, spilað og kíkt í pottinn sem var ææææði :)
lítið sem ekkert lært þessa helgina en hún var bara svo yndisleg að mér er eiginlega nokk sama... verð bara duglegri að læra núna í vikunni ;)
þetta var þvílík afslöppun og eitthvað sem allir hafa gott af, allavega var þetta gott fyrir okkur og það sem okkur vantaði núna... mæli með þessu! :P
annars er ég aftur kominn með djö.... hósta!!! nefið líka orðið stíflað sem er ekki alveg til að bæta þetta allt! Veit ekki alveg hvað er málið, ég verð sjaldan sem aldrei lasin og svo verð ég veik núna tvisvar á stuttum tíma… er nýbúin að vera lasin, var sett á pensilín sem ég tók mjög samviskusamlega og svo bara nokkrum dögum eftir fæ ég þetta aftur! er sko ekki sátt... :(
en ég er á leiðinni í hair-do í dag þannig að það bætir kvefið smá upp ;) er búin að fá nóg af þessari rót minni og nú er semsagt kominn tími til laga hana... þetta verður ábyggilega næst síðasta skiptið sem ég fer í hárlagningu hérna á klakanum í bili, fer í sumar áður en við förum út og svo eru það de danske frisörer sem fá að sjá um hárið mitt! :)
talandi um danmörk... fékk bréf í fyrradag frá einum skólanum af þremur sem ég sótti um í, staðfesting á því að umsóknin mín sé komin og hún sé komin á skrá... gleði!! :)
kollegi málin ganga vel... erum númer 92 á biðlista hjá einu og svo númer 100-200 á hinum, sem er mjög gott sko... og þar sem alltaf er sagt að það sé erfiðara að fá húsnæði í danmörku en að komast inní sjálfa skólana þá erum við rosalega bjartsýn í augnablikinu og lítur þetta mjög vel út:)
svo er ég að byrja að æfa aftur… er búin að vera í smá pásu en nú er það líka orðið gott og nú er tíminn til að koma sér í form fyrir sumarið! no exuse ;)
það er komið nett stress í mig… fæ afhent heima/lokapróf í einu fagi á eftir sem ég á svo að skila eftir viku og ég er enn eftir að lesa svo mikið… maður fær reyndar alveg mun meiri tíma til að ákveða svörin sín á svona heimaprófi en æjh samt alltaf þægilegri tilfinning að vera vel undirbúin fyrir próf… en þetta próf mun semsagt ganga fyrir hjá mér næstu vikuna… og þá er einu fagi lokið! ljúft :)
ætla svo að reyna að horfa á prison break í kvöld, það verður eiginlega bara sett í algeran forgang enda frekar vonsvikin að geta ekki horft á það í gær… eins gott að það verði eitthvað varið í þennan þátt… sem er nú alveg mjööög líklegt ;)
en já, segjum þetta gott i bili... :)