Sunnudagspistill Auðar ætti þetta blogg að heita... :Þ
Dansinn gengur rosalega vel og eru þetta ekkert smá skemmtilegir tímar og erum við Skafti ekki lengi að ná sporunum... :D
Vinnan gengur líka rosalega vel... reyndar búið að vera fáranlega mikið um veikindi en ég er eini starfsamaðurinn á okkar deild sem hef ekki orðið lasin... á mánudaginn mættu heil 4 börn af 20 en á föstudaginn var talan komin upp í 8... þannig að vikan er búin að vera mjög róleg :) svo var þorrablót og læti á föstudaginn en krakkarnir voru samt mishrifin af því en það er bara eins og gengur og gerist... :D
Kíkti aðeins í bæinn á föstudaginn en eins ótrúlega og það má virðast var ég heima í gær! á laugardagskvöldi nota bene! var eitthvað ekki alveg með sjálfri mér.. en það kemur víst líka fyrir að meiri að segja Auður sé ekki alveg sem hressust... i'm only human, you know...! en maður lítur þá bara á björtum hliðarnar í lífinu sem eru sem betur fer MUN fleiri en þær dökku :)
Idolið já... hef ekkert skrifað um það, þannig að það er kannksi pæling að tala smá um það... allavega held ég að þetta verði rosalega jöfn keppni... finnst allavega margar mjööög góðar... sjálf "held ég með" Heiðu... reyndar eru Lísa og Hildur Vala líka mjög góðar og spái ég þeim í topp 3... en eins og ég segi þá spái ég jafnri keppni núna :) var alveg sáttt við úrslit síðasta þáttar, reyndar ekki alveg með að þessi í gula kjólnum lenti þarna á botninum því mér fannst hún nú alls ekkert slæm en svona er þetta misjafnt....
Svo er handboltinn að byrja á fullu og mun maður fylgjast spenntur með mótinu enda er annað bara bull! ;) hehhehe... er einmitt að horfa/hlusta á leikinn núna með öðru auganu enda er ég svo svakalega fjölhæf sjáið til :)
Svo má viðkomandi sem skrifaði síðast á tagboardið, endilega skrifa aftur það sama en bara sleppa íslensku stöfunum... langar að sjá almennilega hvað stendur... þarna kemur einmitt forvitnin fram sem ég minntist á um daginn... :)