miðvikudagur, febrúar 07, 2007

vúhú! helgarfrí!! eða svona... "læri"frí :) ég er nefnilega aldrei í skólanum á fimmtudögum og svo núna á föstudaginn fellur eini tíminn minn niður þannig að það er ekki meiri skóli þessa vikuna! samt er alveg ótrúlega fínt að vera byrjaður aftur... finnst ekkert voða gaman að hanga og gera ekki neitt að viti í svona langann tíma!

mér líst ágætlega á flesta tímana mína þannig að það er plús, núna fara svo munnlegu prófin að byrja þannig að það verður svolítið öðruvísi að prófa það! er einmitt í voðalega skemmtilegum tal áfanga sem ég er að fýla í tætlur, hehe :P svo þarf ég að vera með einhverja kynningu þaræsta mánudag um bara hvað sem er... tala örugglega bara eitthvað um ísland... en allar hugmyndir er vel þegnar! :) en já, þannig að þetta lítur allt ágætlega út bara, eins og er allavega! það voru alveg þónokkrir sem hættu í mínum hóp núna um jólin og ég var jú í svipuðum hugleiðingum en ætla að gefa þessu séns út þetta skólaár allavega...

svo er ottó búinn að vera lasinn heima síðustu tvo daga en fór nú í skólann í dag þar sem hann er að hressast... ég er alveg að vona að ég fái ekki eitthvað kvef núna... nenni ekki að standa í einhverju svoleiðis vitleysu! sérstaklega ekki þar sem að það er núna bara vika í að Edda systir, Ásta Lára og Eyrún Inga koma í heimsókn til okkar...
vá hvað það verður gaman :) svo fæ ég loksins hjólið mitt hingað út og sjæse hvað það verður ljúft! can't wait!

öss.. svo gengur ekkert að ná í nýjasta prison break sem er náttúrlega bara skandall miðað við hvað þetta er spennandi! netið hérna hjá okkur er nú ekki þekkt fyrir að vera hraðvirkt því miður þannig að það tekur oft NOKKRA daga að sækja einn þátt!! Vildi óska að ég hefði jafn hraða tengingu og þú þarna svíaskvísa! ;)
en já það er barasta allt að gerast...

yessí.... en ætla að fara að skella í eitt bananabrauð sem er uppáhaldið hans ottó þessa dagana...!