laugardagur, nóvember 25, 2006

vó... minna en mánuður í jólin!! hversu óraunverulegt er það....

hlakka samt ýkt til enda finnst mér desember mánuður einn af skemmtilegustu mánuðum ársins... hlakka til að fara í jólatívolí, baka æbleskiver, kaupa jólagjafir, skrifa jólakortin, kaupa brændte mandler, baka smákökur, hlusta á jólalög og fá snjó!! án snjós er miklu erfiðara að komast í jólagírinn finnst mér... en ó hvað ég hlakka til!

veit reyndar ekki alveg hvenar ég að finna mér tíma til njóta desembers þar sem það verður madness að gera í skólanum þá en ég verð bara að reyna að vera dugleg að skipuleggja mig svo að ég hafi pláss fyrir jóladunds...

hérna er frekar haustlegt en vetrarlegt... 11 stiga hiti og allt minnir frekar mikið á haust bara... það er reyndar byrjað að skreyta á nokkrum stöðum og þá áttar maður sig á því að það senn líður að jólum og þau verða komin og farin áður en maður veit af...

er ekki byrjuð að versla jólagjafir ennþá, en ég ætlaði að vera rosa dugleg og byrja á því helgina sem Annika og Karó voru hérna en einhvern veginn tókst mér það ekki... það bara gleymdist somehow enda var sú helgi svo rosalega fljót að líða... time flies when you're having fun... þannig að ég á allar jólagjafirnar eftir, en það reddast ;)

svo er planið bara að kíkja út að borða í kvöld á Cafe Felix... var víst búin að lofa Ottó að bjóða honum borgara þar þannig að þangað er stefnan tekin í kvöld... en þangað til eru það víst ritgerðarskrif á milljón...

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Ekki var ferðin í Bauhaus ferð til fjár... þar sem þessi búð er alveg huge vorum við heillengi að dútla okkur eitthvað þarna inni til að reyna að finna eitthvað sem við gætum kanski notað en við fórum náttúrlega út með ekki neitt í höndunum... frekar svekkjandi þar sem þetta var nú eiginlega eina búðin sem okkur dettur í hug að finna eitthvað til að hengja myndina upp... en leitin heldur bara áfram... þýðir ekkert að gefast bara upp!! ;)

Annars er maður búin að næla sér í eitt stykki kvef... :( mátti svosem búast við því þar sem hinn helmingurinn er búinn að vera frekar slappur undanfarið, með hálsbólgu og allt sem því fylgir...
nú er það bara c-vítamíns át á fullu þangað til ég kem heim því ekki langar mig að eyða þessum fáum dögum sem við stoppum heima í einhver veikindi... no thanks!

Svo er það aðalatriði dagsins....

...aðalsykurpúðinn minn á afmæli í dag og er hún orðin hvorki meira né minna en 21 árs skvísílíus!







Tillukku sætust... :* hringi í þig þegar skóladagurinn er búinn....

sunnudagur, nóvember 19, 2006

hahah! einn góður...

Stelpa spyr kærastann sinn um að koma heim til sín á föstudagskveldi og borða með foreldrum sínum. Þar sem þetta er nokkuð stór viðburður, þá tilkynnti stelpan kærastanum sínum að eftir matinn myndi hún vilja fara og hafa samfarir í fyrsta sinn.

Jæja, strákurinn er himinlifandi, en hann hafði aldrei áður haft samfarir, svo hann gerir sér ferð til lyfjafræðings til að ná sér í nokkra smokka. Hann segir lyfjafræðingnum að þetta sé hans fyrsta skipti þannig að lyfjafræðingurinn tekur sér klukkutíma í að fræða strákinn um allt sem hann veit um smokka og samfarir.

Þegar kemur að því að panta, þá spyr lyfjafræðingurinn strákinn hversu marga smokka hann myndi vilja kaupa: 3 í pakka, 10 í pakka eða fjölskyldupakka. Strákurinn vildi gjarnan kaupa fjölskyldupakka því hann taldi að hann yrði frekar upptekinn, þetta væri fyrsta skiptið og nóg yrði að gera hjá þeim.

Um kvöldið mætir strákurinn heima hjá foreldrum stelpunnar og kærastan tekur á móti honum.
"Vá, ég er svo spennt yfir því að þú hittir foreldra mína" segir hún og býður honum inn.

Strákurinn gengur inn og er vísað til borðs þar sem foreldrar stelpunnar eru sest niður.
Strákurinn býðst skyndilega til að fara með borðbæn og hneigir höfuðið.

Mínútu seinna er strákurinn enn við bæn með höfuðið hneigt niður.

10 mínútur líða og ennþá örlar ekki á hreyfingu frá stráknum.

Eftir 20 mínútur hallar stelpan sér að kærastanum sínum, sem enn virtist í djúpri bæn, og hvíslar að honum "Ekki vissi ég að þú værir svona trúaður!"

Strákurinn snýr sér við og hvíslar til baka: "Ekki vissi ég að pabbi þinn væri lyfjafræðingur!!!!"

Hehehehe... pínu vandræðalegt... ;)