miðvikudagur, ágúst 08, 2007

jæja hvernig væri nú að henda eins og einni færslu hérna inn... þó að ég efist um að einhver lesi þetta bull enn :Þ en já... sumarið er búið að vera alveg óvenju rólegt enda hefur þessi litla í bumbunni ákveðið að vera soltið fyrirferðamikil og valda mömmu sinni 9 mánuða flökurleika sem er ekki beint vinsælt á þessum bæ!! en þar sem meirihlutinn er búinn þá hljóta síðustu 3 mánuðirnir að verða piece of cake! ;)

annars erum við alltaf að láta okkur dreyma um íbúð en það verður víst aðeins að bíða þangað til Ottó er búinn í skólanum á næsta ári... þá fyrst getur maður farið að pæla í þessu af alvöru! þó að við séum að sjálfsögðu að spara og safna núna þá fer ábyggilega megnið af því í litla krílið þannig að íbúðarkaup verða því miður aðeins að sitja á hakanum.. Ottó er búinn að vera í ótrúlega mikilli yfirvinnu undanfarið sem er gott fjárhagslega séð og það lítur út fyrir að það muni halda áfram þannig næstu vikurnar en ég aftur á móti á ekki eins auðvelt með að nálgast aukavinnu þar sem ég er jú á leikskóla en reyni allavega að fá að vera lengur þegar færi gefst á! :) en þetta reddast allt á endanum ;)

svo er ég ansi mikið farin að sakna DK, verð nú bara að viðurkenna það... en það verður bara að hafa það enda hugsuðum við þetta líka þannig að við getum alltaf flutt aftur út seinna meir ef okkur langar...

en já... ætlaði bara að láta vita að ég sé á lífi... ;)
tjuss