föstudagur, september 12, 2003

Ballið í gær var bara miklu skemmtilegra en við áttum von á... :D semsagt ball sem kom svolítið á óvart.... Var samt ótrúlega mygluð eitthvað í dag í skólanum , en það er nú bara gaman að því ;)
núna er ég víst að fara að passa í nokkra tíma og er ég nú ekkert alltof spennt fyrir því.... útaf því kemst ég líklega ekki í bíó með krökkunum en það skiptir nú ekki öllu, hitti þau bara eftir það og er planið að skella sér á players, getur samt allt breyst.... ;D

fimmtudagur, september 11, 2003

jess.... Sálarballið var um helgina og auðvitað lét maður það nú ekki fara fram hjá sér enda var svo ótrúlega gaman að það hálfa væri nóg.... :D Sálin stóðu sig náttúrlega eins og von var á og tóku meira að segja lagið um Auði :D þetta var nokkuð magnað þó að sumir hafi nú kanski ekki fundið mann.... en það er nú í lagi ;) hefði svo innilega ekki viljað missa af þessu balli!
svo er ball aftur í kvöld og ætlum við stelpurnar að skella okkur á það... botnleðja að spila og alles... ekkert smá fljótt að verða uppselt enda náði ég rétt svo miða.... þarf svo ekki að mæta fyrr en klukkan 11 á morgun... það er sko ljúft ;)

þriðjudagur, september 09, 2003

jæja... já ég get verið asni.... ég ætla svona formlega að biðja einn vissan aðila afsökunar á fyrrum ummælum mínum hér á síðunni sem ég er þó búin að breyta.... smá fljótfærni í mér að fara að ásaka fólk án þess að vita hið rétta.... ég var svolítið ringluð og vissi ekki betur... :S þannig að, fyrirgefðu .... þó að ég hafi ekki hugmynd um hvort viðkomandi muni lesa þetta, en það nær þá bara ekkert lengra...