föstudagur, október 06, 2006

tekið af mbl.is...

Kaupmannahafnarháskóli og Háskólinn í Helsinki eru háskólarnir á Norðurlöndum, sem komast á lista blaðsins The Times Higher Literary Supplement yfir 100 bestu háskóla heims. Listinn byggir á svörum frá yfir 3700 vísindamönnum um allan heim. Harvardháskóli í Massachusetts í Bandaríkjunum er besti háskóli heims að mati vísindamannanna.

jájájájá.... ekki slæmt að vera officially í einum af bestum háskólum í heimi!! ;)

mánudagur, október 02, 2006

úff hvað er alltaf æðisleg tilfinning að skila einhverju verkefnum sem maður hefur setið sveittur yfir að klára! jafnvel þó að maður viti að þetta sé nú ekkert endilega æðislegt hjá manni þá er bara svo mikill léttir að koma þessu frá sér... þá getur maður alveg hætt að hugsa um það verkefni og farið að einbeita sér að einhverju allt öðru !! :) var semsagt að skila síðustu ritgerðinni sem ég þarf að skila í bili og er semsagt núna bara að "hanga" og gera ekkert að viti ;) hef jú heila viku í næstu ritgerð!!! hehe.... annars þýðir nú lítið að slugsa, nóg að lesa hérna þannig að það er lítið um dauða tíma hérna á þessu heimili hjá okkur!

við ottó gerðumst voða menningarleg og fórum í svona bátaferð frá nyhavn á föstudaginn og var það alveg svakalega skemmtilegt að skella sér í svoleiðis... fórum semsagt með bát frá nyhavn og sigldum framhjá helstu kennimerkjum danmerkur og vorum við í rúmann klukkutíma á leiðinni! og það kostaði bara 30 kr!!! :O heheh... en já, okkur fannst þetta rosa gaman :)

fengum okkur svo loksins blockbuster medlemskort um helgina og tókum á leigu heilar tvær dvd í því tilefni! :D tókum flight 93 sem er um byggt á 11. sept. og svo tókum við firewall.... flight 93 fannst mér alveg svakalega átakanleg og erfitt að horfa á á köflum, sérstaklega þegar maður hugsar út í það að þetta er byggt á sannsögulegum atburðum! mæli ekkert svakalega með þessari mynd fyrir þá sem eru smeykir við að fljúga... ;)
firewall... well... ekkert til að hrópa húrra yfir... ágæt á köflum samt!

anyhow... best að fara að gera eitthvað að viti, nóg er allavega eftir að gera... læra, elda, skúra, þurka af og brjóta saman svo eitthvað sé nefnt...! en það er víst svona að flytja af hótel mamma! :P