sunnudagur, desember 31, 2006

Ekki voru nú dagarnir á klakanum lengi að líða! Vorum líka alltaf einhvers staðar að gera eitthvað og hitta einhverja skemmtilega! :P náðum að hitta eiginlega alla, eina sem ég náði ekki að gera var að ég náði ekki að reka nefið inn til Völu og Andra :( en þau eru sem betur fer væntanleg á næstunni ;) annars var tíminn á íslandi alveg æðislegur og höfðum við það eiginlega bara einum of gott en það má alveg svona um jólin... hehe! ;)

Fékk ótrúlega margt og fjölbreytt í jólagjöf eins og pening, föt, náttföt, nærföt, skartgripi, geisladiska, matreiðslubækur, æfingadót, snyrtidót, lopapeysu, ilmvötn, krem, saumadót, krullujárn, bollasett, trefil og fleira sem ég man ekki alveg í augnablikinu! Klikkaðar gjafir, allar með tölu! Enn og aftur bara takk æææðislega fyrir mig :*

Núna erum við komin aftur í baunalandið þar sem er hlýtt, ENGINN vindur og farið að vera lengur bjart :)

Danirnir byrjaðir að sprengja á fullu og verður eflaust mikið fjör í kvöld... förum til villa bró og olgu í hróaskeldu og verðum með þeim! Kannski að við tökum á móti litlum bumbubúa þar sem olga er sett á 6. jan en er farin að finna rækilega fyrir verkjum þannig að kannski bara kemur hann í kvöld eða nýársdag... 01.01.07 - ekki leiðileg kennitala fyrir gæjann! ;)

Fórum í gær að skila peysu sem ég fékk í jólagjöf þar sem það var gat á hliðinni og var það eitthvað svaka vesen þar sem ég var ekki með kassakvittun... common, þetta er jólagjöf, það er ekki eins og maður gefi kassakvittananir með í jólapökkunum! Mættu væra aðeins meira líbó svona rétt eftir jólin!! En þetta hafðist þó að lokum, bara mótmæla nóg þá hefst allt ;) hehe!
Stóðst svo ekki mátið og missti mig í barnafötunum, meiri að segja ottó var að tapa sér, þetta var allt svo krúttlegt og sætt :D en keyptum rosa sætan galla á hann, svona gæjalegur íþróttagalli! *** verður alveg brjálaður töffari í honum! ;)

Fórum svo í tívolíð í gærkvöldi þar sem það var síðasti dagurinn sem það er opið í bili... allt voða fínt skreytt og voða kósi að labba þarna um! Tókum nokkrar myndir sem detta inn á myndasíðuna við tækifæri :)

Annars segi ég þetta bara gott í bili og verður þetta síðasta bloggið mitt... á þessu ári ;)

Vona að allir hafi það sem allra allra best í kvöld...

happy new year elskurnar!!

fimmtudagur, desember 21, 2006

vúhú! er komin heim...

klikkað næs að vera komin heim á klakann... svona fyrir utan þetta ömurlega veður!
en allavega...

lentum seint í gærkvöldi og gekk flugið furðulega vel!

týndi símanum mínum kvöldið áður en ég kom heim en hann fannst í fötex rétt fyrir lokun... heppin!

kíktum á bond á þriðjudaginn... rosa góð, mæli með henni... :)

búin að redda nýju símakorti en það tekur allt að sólarhring fyrir það að virka þannig að það er bara hægt að ná í mig 21838769 þangað til einhvern tímann á morgun...

nóg að gera næstu daga, er ansi hrædd um að ég nái ekki að hitta neinn "almennilega" en bíst nú við að sjá allavega flesta þegar jólagjafirnar eru keyrðar út... finnst þetta rosa leiðilegt en þetta verður víst að vera svona þegar maður stoppar svona stutt.. :S förum út í næstu viku strax! ... en allir velkomnir í heimsókn til okkar í dk!!! ;)

förum austur fyrir fjall á morgun... það verður stuð! :)

spáir ömurlegu veðri (surprise?) á þorláksmessu sem eyðileggur allar líkur á laugarvegsrölti! en verðum hvort sem er örugglega enn að versla jólagjafir þarna um kvöldið...

jólakortin koma örugglega frekar seint á áfangastað... (gleymdi ykkur ekki! ;)) fer með þau í póst á morgun...

eeen hugsa að ég bloggi ekki mikið meðan ég er hérna heima þannig að ég segi bara GLEÐILEG JÓL elskurnar!!

:)

laugardagur, desember 16, 2006

oh ég er svo mikill lúði!! ætlaði að geyma íslenska símakortið mitt voða vel á stað sem ég myndi sko pottþétt muna hvar það væri en nú man ég ekkert hvaða staður það er og finn kortið hvergi!! kræst hvað ég er klár! núna verð ég að redda mér nýju korti þegar ég kem á klakann sem mun ábyggilega taka ages... spurning um að geyma það bara á einhverjum einföldum stað næst! ;)

föstudagur, desember 15, 2006

shit hvað ég er ekki að nenna þessari ritgerð! búin að skrifa ritgerðir STANSLAUST frá því í september... i need some break!!! vá hvað ég hlakka til að koma heim og fá smá frí, þó að stutt verði!

annars er netútvarpið að gera góða hluti... íslensk jólalög!! ;) hjálpar okkur algerlega að halda geðheilsunni heilli í þessari lestörn! heheh... ok, við erum kannksi ekki alveg svo illa haldin en þið vitið!

en allavega, bara að láta vita að við séum á lífi þó að við séum að mygla (eins og örugglega allir sem eru í prófum núna!)... vona að öllum gangi ofur vel!! tu tu...

p.s. bara 5 DAGAR!!

þriðjudagur, desember 12, 2006

ó boy ó boy... skilaði líklegast lélegusutu ritgerð sem ég hef nokkurn tíma látið frá mér í gegnum tíðana í dag! þetta fag og ég erum bara ekki að smella... reyndar er þetta fag ekki að smella við neinn sem ég veit um í bekknum þannig að margir frekar svartsýnir á þessa lokaritgerð! en jákvæða hliðin á þessu er að kennarinn ætlar að leyfa þeim sem falla að skrifa hana aftur og skila í byrjun janúar... er samt SVO að vona að það komi ekki til þess þar sem ég þarf að vera að einbeita mér að öðru tveimur fögum í janúar! en þetta kemur bara í ljós...

ætlaði svo að fara í smá jólagjafaleiðangur eftir ritgerðaskilin en endaði einhvern veginn bara með að kaupa eina flík og hún var handa mér... góð auður! en þetta var klikkað fín "jóla"skyrta sem ég fann í ZARA þannig að ég bara keypti hana! :)

var svo utan við mig í dag að ég gleymdi að klippa af klippikortinu áður en ég tók lestina frá kbh. OG fattaði að ég hafði líka gleymt því morgun á leiðinni í skólann! alger sauður! lestarverðirnir hérna eru nefnilega fáranlega strangir á þessu og ef þeir koma og maður er ekki með miða þá er það 600 kr danskar í sekt takk fyrir! þannig að ég var bara fáranlega heppin að sleppa... (get sko alveg notað þennan pening í eitthvað betra en í svona sekt!) annars held ég að málið sé að við erum vanalega með mánaðar passa sem maður þarf bara að sýna lestarverðunum (=græna kortið í strætó heima) en hann er runninn út og svo stutt þangað til við komum heim að okkur fannst ekki taka því að kaupa nýja strax og keyptum bara klippikort í staðinn... þarf aðeins að venjast því aftur greinilega! ;)

annars hringdi láki kallinn í mig í gær... langt síðan maður hefur heyrt í honum en hann er að koma til DK núna í lok desember þannig að ég næ ekki að hitta hann meðan hann er hér... fúlt er það! annars er alltaf að bætast við fólk sem ætlar að koma í heimsókn til okkar á næsta ári og það er bara rosa gaman! hlakka mikið til :)

fæ ritgerðarefnið fyrir næstu ritgerð í fyrramálið og þá byrjar síðasta törnin hjá mér áður en við komum heim!! ætla að reyna að drífa þetta bara af sem fyrst... (segi þetta reyndar eiginlega alltaf en núna SKAL ég!) ég enda alltaf á að vera að klára ritgerðirnar mínar nóttina fyrir skil... CLEVER? ekki svo..! ég er reyndar ekki ein um þetta í bekknum, þetta er víst voða algengt... einn kláraði ritgerðina sem átti að skila kl.9 í morgun, klukkan 8! annar var að til 6 í morgun og svo veit ég um nokkra sem voru að til svona 3-4 í nótt! þannig að ég er ekki ein um þetta vandamál! ;)

allavega...

...8 dagar í ÍSLAND!

fimmtudagur, desember 07, 2006

það rignir og rignir hérna í danmörkinni, eins og hellt úr fötu og farið að dimma uppúr þrjú... svo er að fólk að kvarta yfir því að búa á íslandi! pff ;)

ég er búin með einn áfanga og er ég meira en glöð með það... var ein af fáum sem náði lokaritgerðinni í þessu fagi þannig að ég er að bara mega sátt! núna eru tvær killer lokaritgerðir eftir hjá mér fyrir jól sem ég er ekki eins bjartsýn á að ná enda mun þyngri fög sem eiga þar í hlut... hlakka bara til 20. des þegar ég er búin að skila seinni ritgerðinni og er loks á leiðinni heim í flugvélinni!!! vei, hlýnar bara við tilhugsinuna ;)

er reyndar ekki búin að kaupa neinar jólagjafir og sé ekki fram á það áður en ég kem heim... svo verðum við ottó ekki í bænum 22-23.des þannig að einhvern veginn verð ég að ná að kaupa allar jólagjafirnar þann 21. sem verður nú ekkert æðislegt þar sem ég er að fara í svaka tannaðgerð þar um morguninn og mun örugglega vera uppdópuð og vel bólgin! en annars ættum við að ná að klára að kaupa þær þorláksmessukvöldið... þetta hlýtur allavega að reddast einhvern veginn, hef enga trú á öðru! :)

annars er lítið nýtt að frétta...

búin að fá tíma hjá ella í klippingu og strípur þegar við komum heim sem er goooood, enda alger tími kominn á það... veit að hann fær sjokk þegar hann sér það :O heheh, þurfum svo að finna einhverja hárgreiðslustofu hérna í nágrenninu fyrir næsta ár... gengur ekki að láta líða svona langann tíma á milli... við erum að tala um að hárið á ottó er að farið að krullast upp að aftan!! hahahahah ;P

en er farin að skrifa...

sunnudagur, desember 03, 2006

Ég bara verð að monta mig á hvað ég á yndislega systir! Við Ottó vöknuðum í mestu makindum í gærmorgun og kíktum í póstkassann eftir að hafa fengið okkur morgunmat... (pósti er dreift út á laugardögum hérna í DK)... í póstkassanum okkar svona póstmiði þar sem stóð að okkar biði pakki úti á pósthúsi... jeii hugsuðum við, enda alltaf gaman að fá sendan pakka ;) við allavega drifum okkur að finna okkur til svo að við myndum ná út á pósthús áður en lokaði... við áttum von á þetta gæti nú varla verið stór pakki þar sem það er jú ekkert alltof ódýrt að senda svona pakka milli landa, en nei... rétti ekki bara póstkallinn mér huge pakka sem var um 5 kíló takk fyrir!!! Við ottó vorum svona eiginlega bara eins og litlir krakkar á jólunum, við vorum svo spennt að sjá hvað þetta væri! ;) það er jú alltaf gaman að fá pakka, sama hversu gamall maður er, ekki satt ;)
Allavega... við opnuðum pakkann og sáum að innihaldinu var skipt í tvennt... eitt áttum við ottó að fá og hitt áttu villi og olga að fá... en þá hafði edda verið að föndra svona pakkadagatal fyrir okkur (eitt fyrir okkur og eitt fyrir V&O) og pakkað inn 48 litlum pökkum með íslensku nammi fyrir hvern dag til jóla!!! Og hver pakki/dagur er með innihaldi fyrir tvo (mig og ottó), klikkað næst! Gæti sko ekki hafa óskað mér betri gjöf! Fengum við þrista þann 1. des (uppáhaldið hans ottó) þannig að gleðin var sko mikil á þessum bæ ;) ekkert smá sætt af henni! tusind tak aftur!!!








Annars skilaði Ottó stóru ritgerðinni sinni á föstudaginn og var það mjög svo ljúft þar sem hann hefur gjörsamlega legið yfir henni daga og nætur.. eða svona næstum! Allavega var mjög erfitt að ná sambandi við hann þessa daga... kíktum svo í Bilka og heim að slappa bara aðeins af... höfum bæði verið á fullu síðustu vikurnar og brjálæðið mun byrja aftur á morgun fyrir næstu törn þannig að þessi helgi var notuð mest í tjill og tiltekt (sem var nú alveg orðið tímabært!)

Ætluðum í bíó í gær á Bond, mig langar svo að sjá hana, en þegar við vorum komin að bíóinu okkar sáum við að það var box í gangi og engar bíósýningar... fúlt... fórum þá útá blockbuster til að tékka á spólum en þar sem við sáum enga spes ákváðum við bara að hoppa í næstu lest og fara í bíóið í Fisketorvet... þar gátum við heldur ekki séð hana þar sem það voru bara lausir miðar fyrir allrafremstu sætin og okkur langaði ekkert voðalega að sitja alveg fremst á þessari mynd! Þannig að við fengum okkur bara að borða þar, fórum aftur á blockbuster og enduðum með að horfa á Pirates of the Caribbean 2…

Yes... en er farin að horfa á Love actually! :)

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

mér finnst alveg klikkað fyndið hvað beverly hills er klikkað vinsælt hérna út í danmörkinni... það er núna nýbyrjað að sýna það aftur alveg frá byrjun og er þetta í áttunda skiptið sem þetta er endursýnt alveg frá byrjun !! lokaþátturinn var á miðvikudegi og á föstudegi byrjuðu þeir að sýna þetta aftur alveg frá upphafi afþví að áhorfið á þessum þáttum er víst met ! sá náttúrlega alla þessa þætti í den en það kemur fyrir að maður detti inní þetta núna á daginn þegar maður hefur akúrat ekkert að gera... gaman að sjá hvað allir eru smart þarna og svona ;)



annars hef ég mikið verið að velta þessu námi fyrir mér og spá hvort ég ætti að hætta í þessu eða hvað... það var smá meeting í gær hjá kennaranum og hópnum mínum (erum þrjú) þar sem við ræddum þetta þar sem að ég er ekki ein um að vera búin að hugsa um þetta... kennarinn náði aðeins að láta okkur íhuga þetta betur og gefa þessu séns en sagði jafnframt að þetta væri ekki óeðlilegt að við værum að hugsa um þetta þar sem að þetta væri voða algeng hugsun hjá fólki á fyrstu önn í þessu... þannig að ég hugsa að ég sjái aðeins til með þetta framyfir jól og svona...

lenti annars í fyndnu atviki í gær, var nefnilega spurð í gær hvort að ég væri gift! haha! ég kom alveg að fjöllum og svaraði stelpunni bara eins og er og sagði nei en spurði líka afhverju hún héldi það... og þá sagði hún að einn strákur í bekknum hefði séð svo flotta mynd af mér og einhverjum strák og ég var í hvítu og hann er þá búinn að spyrja flesta í bekknum um þetta og er þetta víst búið að vera aðalumræðuefnið í bekknum síðustu tvær vikurnar!! það sem þessir danir velta ekki fyrir sér...!! langar samt að sjá þessa mynd sko... sagði við hana að þetta væri ábyggilega ekki ég á þessari mynd en hún var alveg 100% viss um það! fannst þetta frekar fyndið að þetta lið væri virkilega búin að velta þessu svona mikið fyrir sér útaf einni mynd ;)

anyways...

...ciao í bili...

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

próf fyrir þá sem nenna... fyrir þá sem finnst gaman að prófum... ;)

prófið

...

sunnudagur, nóvember 26, 2006

hehehe... verð bara að setja þetta hérna inná...

mér finnst alveg rosalega þægilegt þegar einhver er að róta í hárinu mínu og ottó veit allt um það og hann var eitthvað að róta í því, reyna að búa til fléttu og fleira... heheh... en allavega... eftir ekki meira en tvær mínútur var bara komið þvílíkt hair-do! greinilega meðfæddur hæfileiki... hann var svo stoltur af árangrinum að þetta var auðvitað fest á filmu ;)







haha mér fannst þetta alveg magnað... sérstaklega þar sem hann notaði ekki neitt eins og spennur, teygjur eða neitt svoleiðis og þetta sat alveg fast !! alveg magnað...

spurning hvort hann hefði ekki bara átt að fara út í hárgreiðslugeirann í staðinn fyrir viðskiptafræðina...?! ;)

laugardagur, nóvember 25, 2006

vó... minna en mánuður í jólin!! hversu óraunverulegt er það....

hlakka samt ýkt til enda finnst mér desember mánuður einn af skemmtilegustu mánuðum ársins... hlakka til að fara í jólatívolí, baka æbleskiver, kaupa jólagjafir, skrifa jólakortin, kaupa brændte mandler, baka smákökur, hlusta á jólalög og fá snjó!! án snjós er miklu erfiðara að komast í jólagírinn finnst mér... en ó hvað ég hlakka til!

veit reyndar ekki alveg hvenar ég að finna mér tíma til njóta desembers þar sem það verður madness að gera í skólanum þá en ég verð bara að reyna að vera dugleg að skipuleggja mig svo að ég hafi pláss fyrir jóladunds...

hérna er frekar haustlegt en vetrarlegt... 11 stiga hiti og allt minnir frekar mikið á haust bara... það er reyndar byrjað að skreyta á nokkrum stöðum og þá áttar maður sig á því að það senn líður að jólum og þau verða komin og farin áður en maður veit af...

er ekki byrjuð að versla jólagjafir ennþá, en ég ætlaði að vera rosa dugleg og byrja á því helgina sem Annika og Karó voru hérna en einhvern veginn tókst mér það ekki... það bara gleymdist somehow enda var sú helgi svo rosalega fljót að líða... time flies when you're having fun... þannig að ég á allar jólagjafirnar eftir, en það reddast ;)

svo er planið bara að kíkja út að borða í kvöld á Cafe Felix... var víst búin að lofa Ottó að bjóða honum borgara þar þannig að þangað er stefnan tekin í kvöld... en þangað til eru það víst ritgerðarskrif á milljón...

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Ekki var ferðin í Bauhaus ferð til fjár... þar sem þessi búð er alveg huge vorum við heillengi að dútla okkur eitthvað þarna inni til að reyna að finna eitthvað sem við gætum kanski notað en við fórum náttúrlega út með ekki neitt í höndunum... frekar svekkjandi þar sem þetta var nú eiginlega eina búðin sem okkur dettur í hug að finna eitthvað til að hengja myndina upp... en leitin heldur bara áfram... þýðir ekkert að gefast bara upp!! ;)

Annars er maður búin að næla sér í eitt stykki kvef... :( mátti svosem búast við því þar sem hinn helmingurinn er búinn að vera frekar slappur undanfarið, með hálsbólgu og allt sem því fylgir...
nú er það bara c-vítamíns át á fullu þangað til ég kem heim því ekki langar mig að eyða þessum fáum dögum sem við stoppum heima í einhver veikindi... no thanks!

Svo er það aðalatriði dagsins....

...aðalsykurpúðinn minn á afmæli í dag og er hún orðin hvorki meira né minna en 21 árs skvísílíus!







Tillukku sætust... :* hringi í þig þegar skóladagurinn er búinn....

sunnudagur, nóvember 19, 2006

hahah! einn góður...

Stelpa spyr kærastann sinn um að koma heim til sín á föstudagskveldi og borða með foreldrum sínum. Þar sem þetta er nokkuð stór viðburður, þá tilkynnti stelpan kærastanum sínum að eftir matinn myndi hún vilja fara og hafa samfarir í fyrsta sinn.

Jæja, strákurinn er himinlifandi, en hann hafði aldrei áður haft samfarir, svo hann gerir sér ferð til lyfjafræðings til að ná sér í nokkra smokka. Hann segir lyfjafræðingnum að þetta sé hans fyrsta skipti þannig að lyfjafræðingurinn tekur sér klukkutíma í að fræða strákinn um allt sem hann veit um smokka og samfarir.

Þegar kemur að því að panta, þá spyr lyfjafræðingurinn strákinn hversu marga smokka hann myndi vilja kaupa: 3 í pakka, 10 í pakka eða fjölskyldupakka. Strákurinn vildi gjarnan kaupa fjölskyldupakka því hann taldi að hann yrði frekar upptekinn, þetta væri fyrsta skiptið og nóg yrði að gera hjá þeim.

Um kvöldið mætir strákurinn heima hjá foreldrum stelpunnar og kærastan tekur á móti honum.
"Vá, ég er svo spennt yfir því að þú hittir foreldra mína" segir hún og býður honum inn.

Strákurinn gengur inn og er vísað til borðs þar sem foreldrar stelpunnar eru sest niður.
Strákurinn býðst skyndilega til að fara með borðbæn og hneigir höfuðið.

Mínútu seinna er strákurinn enn við bæn með höfuðið hneigt niður.

10 mínútur líða og ennþá örlar ekki á hreyfingu frá stráknum.

Eftir 20 mínútur hallar stelpan sér að kærastanum sínum, sem enn virtist í djúpri bæn, og hvíslar að honum "Ekki vissi ég að þú værir svona trúaður!"

Strákurinn snýr sér við og hvíslar til baka: "Ekki vissi ég að pabbi þinn væri lyfjafræðingur!!!!"

Hehehehe... pínu vandræðalegt... ;)

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Ég hugsa að ég hafi aldrei nokkurn tímann skrifað jafn margar ritgerðir á einni önn eins og ég er að gera þessa önnina! þetta er svo hryllilega tímafrekt... :(

Studyweek hjá mér núna sem þýðir ekki neinir venjulegir tíma heldur eigum við að nýta þessa viku í undirbúningsvinnu fyrir ritgerð sem við eigum að skila á mánudaginn... þurftum að finna allar heimildirnar í hópum og hittist minn hópur á mánudaginn og í gær til að finna það sem við þurftum að finna og get ég núna loksins byrjað að skrifa ritgerðina mína... vei...!

Ottó er byrjaður í prófunum sínum, hugsa að hann sé búinn að lesa yfir sig í bókstaflegri merkingu, hann er búinn að missa tölvuna sína tvisvar í gólfið á 5 dögum! án djóks! held að honum sé bara farið að langa í nýja tölvu... ;)

Finnst ég ekki hafa séð nægilega vel með linsunum mínum undafarnar vikur þannig að ég fór í síðustu viku útí gleraugnabúð til að tékka hvort ég þyrfti ekki sterkari linsur og vá hvað kallinn gerði þetta ítarlega... fór í þrjú mismunandi tæki og svo skoðaði hann augun svaka vandlega... hef aldrei lent í svona svakalega nákvæmri mælingu á íslandi og er ég mjög sátt við þetta hjá dönunum! allavega, kallinn lét mig svo fá linsur sem ég átti að prófa í viku og svo átti ég að koma og tala við þá aftur í gær semsagt. Mætti svo í gær, sátt með linsurnar og sagði að þær pössuðu og allt það en hann hélt nú ekki að ég gæti dæmt um það, þannig að hann sendi mig í tvö tæki til viðbótar meðal annars til að sjá hvort að linsurnar hreyfðu sig rétt og eitthvað svoleiðis bla bla... og þetta var semsagt a perfect match :) finnst bara fyndið hvað þeir vanda sig hérna við allt svona, og það er jú nátturlega bara rosalega jákvætt... heima er þetta ekki nær um því svona vandað, allavega ekki því sem ég hef kynnst...

Aftur á móti er annað sem danir mættu vinna aðeins í, allavega í mínum skóla, og það er öll skipulagning! mér finnst alltof margt sem er svo óskýrt, svo vita kennararnir ekkert í sinn haus þegar þeir eru spurnir útí eitthvað sem tengist einhverju sem er "langt" í... þeir eru semsagt bara með á hreinu hvað er að gerast næstu tvær vikur í senn eða svo! BÖGG! ok, ég er nú langt frá því að vera skiplagaðasta manneskja í heimi en ég vil fá að vita hvenar jóla/janúar prófin eru svo að ég geti pantað far heim og aðeins planað smá í kringum það... en nei, fékk það svar að ég og allir aðrir í deildinni fáum að vita með tveggja vikna fyrirvara! TVEGGJA VIKNA! sem þýðir að ég fæ að vita það 16. des ef ég þarf að fara í próf 2. janúar sem mér finnst fáranlega lélegt... svo eru þeir alltaf að breyta því hvort að lokaverkefnin verða próf eða hvort þau verði ritgerðir þannig að ég veit ekkert lengur í minn haus hvað þetta varðar! o well...

... en að jákvæðri hugsunum...

...það styttist óðum í að við komum heim... can't wait!! :P

mæli með þessum ef fólk er í "lærupásu" en varúð: hann er hættulega ávanabindandi! við Ottó eigum það til með að gleyma okkur completely yfir honum sem er jú ekkert alltof gott ;)

laugardagur, nóvember 11, 2006

vá hvað er orðið kalt hérna í danmörkinni! giska nú samt á að það sé ennnþá kaldara þarna heima á klakanum þannig að ég ætti kannski bara að vera kvarta sem minnst um kulda... :P en það er allavega orðið rosalega kalt hérna hjá okkur og ekki bætir að ég er ekki enn búin að kaupa mér vetrarflík þannig að ég er enn í sumarjakka bara! jájájá.... en ég bara finn engan veginn úlpu sem mig langar í... sá reyndar klikkaða kápu um daginn en þá var hún auðvitað fáranlega dýr! ætla aðeins að melta þetta, annars verð ég bara að kaupa mér einhverja ódýra úlpu þó að ég finni enga spes því ekki ætla ég mér að krókna úr kulda!! það er alveg víst ;)

var í hópverkefni áðan og vá hvað það var waste of time... 3 tímar í ekki neitt! er semsagt með tveimur öðrum í hóp að finna heimildir fyrir mikilvæga ritgerð sem við eigum svo að gera í sitthvoru lagi og ákváðum við að hittast í dag til að geta byrjað vinna í sjálfri ritgerðinnni en einhvern veginn enduðum við bara á því að ákveða að hittast aftur á mánudaginn þar sem við fundum ekkert þar sem annar kauðinn var bara ekki að nenna þessu og nennti ekkert að vera gera þetta... þannig að við hefðum nú alveg geta eytt þessum þremur tímum af laugardeginum í eitthvað skemmtilegra! :) en allavega... það er búið og gert þannig að lítið hægt að breyta því núna... bara vonandi að við verðum dugleg á mánudaginn annars föllum við í þessari ritgerð!!

george michael er með tónleika hérna í parken í kvöld... einmitt tónleikana sem við ottó sátum sveitt yfir að reyna að kaupa miða á í gegnum netið í vor en nei, þegar við vorum komin með miða og vorum bara eftir að borga þá og setja nöfn okkar þá fraus fokking tölvan og allir miðar náttúrlega uppseldir þegar við reyndum aftur! held að við höfum sjaldan verið eins pirruð! :D en maður verður víst bara að sætta sig við það... lítið annað hægt!

ottó er svo bara á fullu að læra núna fyrir fyrsta loka/jólaprófið sem er hjá honum strax í næstu viku... og ég er eitthvað að hangsa bara :/ kem mér bara ómögulega í að læra... það er nefnilega ALLT skemmtilegra en lærdómur á laugardegi! ;)

góða helgi! eða það sem er eftir af henni allavega... :P

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Ég átti alveg svakalega góðann afmælisdag í síðustu viku og bara takk fyrir allar kveðjurnar! ekkert smá mikið sem ég fékk af upphringingum og þvílikt og annað eins sms flæði hef ég bara ekki upplifað áður, semsagt gaman gaman!! ;) gaman líka að fólk sem ég átti nú ekki beint von á að myndi eftir afmælisdeginum mínum hafði samband og það var náttúrlega alveg æði!
Annars var dagurinn rosalega góður þökk sé Ottó, vorum bæði búin fyrir hádegi og síðan vorum við bara að tjilla og hafa það huggulegt (EKKERT lært þennan dag, heheh ) ! fékk meiri að segja köku og alles ;)
Fékk líka alveg slatta af pökkum þó að maður sé í allt öðru landi en allir sem ég þekki og er það greinilegt að ég á bestu vini og fjölskyldu í geimi! væmið væmið en satt :P hehe...
Nenni ekki að telja upp allt sem ég fékk en allavega var þar á meðal peningur, skartgripir, handadekursett og svo auðvitað þessi gæðagripur:




Fórum svo út að borða fimmtudagskvöldið þar sem við vorum bæði komin í helgarfrí þá og fórum á ítalskan stað í Frederiksberg sem við höfum farið nokkuð oft á og sem stendur sko alltaf fyrir sínu! Kíktum aðeins á MTV lætin á Ráðhúsplássinu en fannst þetta ekkert merkilegt þannig að við bara beiluðum þaðan!

Um helgina komu Annika og Karó til okkar og vá hvað var gott að fá þær hingað! Þær eyddum mestum tímanum hérna í búðum og gátu sko aldeilis bætt í fataskápinn þar sem þær keyptu svo mikið... heheh ;) gaman að því... þannig að helgin fór mestmegnis í búðarrölt með skvísunum þó svo að Annika hafi verið klikkað kvefuð, maður lætur nú ekki eittthvað kvef stoppa sig í búðunum! ;) kíktum út að borða í Fisketorvet laugardagskvöldið á stað sem heitir THE PRESIDENT hehe, ekta amerískur staður... maturinn sem ég fékk var nú ekkert æði en það getur nú alveg hafa verið bara pjúra tilviljun, örugglega ágætisstaður...
En já, klikkað næs helgi í alla staði! vill endilega fá fleiri svona heimsóknir!!! :P
Þær lentu reyndar í þvílíkri seinkun sunnudagskvöldið, áttu flug 22.20 en komust ekki í loftið fyrr en rúmlega þrjú útaf brjáluðu veðri þarna á Íslandi... oj bara! Hef sem betur fer aldrei lent í svona svakalegri seinkun og vona bara að ég þurfi aldrei að upplifa það... nenni því ekki alveg ;)

Við Ottó erum búin að kaupa okkur miða heim og komum við 20.des um kvöldið og förum tilbaka 28.des um miðjann dag... fáranlega stutt stopp!!!! :( en svona verður þetta víst að vera og verður maður bara aðgera gott úr því...
Verðum svo um áramótin í Hróaskeldu hjá Villa og Olgu...

Yes... ætlaði nú bara aðeins að láta vita af mér... best að koma sér í lærdóminn, það hefur nú ekki mikið verið lært á þessu heimili í nokkra daga og má maður víst ekki við því... mikilvægar ritgerðir hjá okkur BÁÐUM á döfinni og próf að byrja hjá Ottó þannig að maður verður að reyna að nýta tímann vel ( þó að við séum ekkert alltof dugleg við það...)

-adios-

P.S. nýjar myndir dottnar inn ;)

mánudagur, október 30, 2006

vá hvað við erum komin með nóg af þessu lélega neti sem heima hjá okkur... hefur alltaf verið rosalega lélegt og núna síðustu vikuna hefur barasta EKKERT net verið hjá okkur og inspektörinn hefur ekki hugmynd um hvenar við fáum það aftur! ýkt lélegt enda er bara skólalið þarna á kolleginu sem þarf væntanlega að nota netið nauðsynlega... þakka bara fyrir að netið var ekki alveg dottið út síðustu helgi þegar ég var að skrifa mínar tvær stóru ritgerðir... þurfti að nota ansi mikið net fyrir þær nefnilega... svo erum við gjörsamlega búin að vera úr sambandi við umheiminn!! en allavega!! nenni ekki að pirra mig meira á nettengingum, legg samt ekki í að pæla út í það ef skólarnir hérna biðu ekki upp á net...

en já... helgin...

helgin var massa fín...

Elvar Logi og Guðný kærastan hans voru hérna í Köben um helgina í rómó ferð og hittum við þau auðvitað á föstudaginn og vá hvað var gott að sjá friendly faces af klakanum! við skelltum okkur á vaxmyndasafnið sem var rosalega gaman fyrir utan það að myndavélin varð batteríslaus þegar við vorum rétt svo hálfnuð! :(
eftir það var bara tekið smá rölt og sest inn á kaffihús þar sem kjaftað, fenginn sér öl og kjaftað ennþá meir... gerist ekki skemmtilegra ;) heheheh...


Ottó með besta vini sínum ;)


Elli og Guðný :)

Set restina af myndunum inn á myndasíðuna við tækifæri!

Laugardagskvöldið var okkur svo boðið í mat til Villa og co. í Hróaskeldu í þriggja rétta máltíð og alles! klikkað gott allt saman og rosa skemmtilegt kvöld :) fengum að sjá svona sónarmynd af litla bumbubúanum og er þetta orðið rosalega spennandi... við ottó verðum væntanlega þau fyrstu sem sjáum litla peyjann í janúar enda önnur stórfamilían á Íslandi og hin í Póllandi! en þetta er voða spennó... og sá verður sko dekraður, enda fyrsta ömmubarnið hennar mömmu! ;)

Annars er allt að verða crazy í skólanum... smá mórall kominn í bekkinn, líður smá eins og ég sé aftur komin í grunnskólan en vonandi að þetta leysist bráðlega... neyðarfundur á morgun... Hahaha danir eru svo dramatískir!! :D

Þessi vika verður rosaleg fyrir danskar löggur, allavega að þeirra mati enda eru þeir löngu byrjaðir að lýsa áhyggjum sínum í fjölmiðlum! en ástæðan er sú að það er svaka leikur hérna á miðvikudaginn (FC Köben - Manchester United) og MTV music awards á fimmtudaginn... og öryggisgæslan hefur víst aldrei verið svakalegri...
svo verður víst svaka skjár á Ráðhúsplássinu sem sýnir beint frá athöfninni eða eitthvað svoleiðis ef ég man rétt...

Fékk fyrsta afmælispakkann sendan á laugardaginn í pósti og hefur þeim farið fjölgandi síðan og man, er ég orðin spennt að opna! :P en ottó heldur sko algjörlega auga með mér þannig að ég verð að gjör og svo vel að bíða til morguns... :) skrýtið samt að eiga afmæli hérna svona langt frá öllum sem ég þekki... ég hef ALLTAF haldið upp á það, sér hitting fyrir familíuna og svo annan hitting fyrir vinina en núna eru bara allir my beloved í alllllt öðru landi þannig að það verður eitthvað minna umstang í kringum afmælið mitt þetta árið...
Ottó kallinn ætlar reyndar að dekra eitthvað við mig á morgun og er dagurinn víst alveg planaður... svo ætlar hann að bjóða mér út að borða á fimmtudaginn þegar við erum komin í helgarfrí! can't wait! ;)

annars er bara allt ljómandi að frétta! :P bið að heilsa ykkur í bili....

-ciao-

föstudagur, október 20, 2006

Well... kominn tími til að skrifa eitthvað.

Fimmtudagurinn í síðust viku var gleðidagur þar sem að þá hófst efterårsferien hjá okkur Ottó!

Föstudagskvöldið síðasta komu Bjarni og Edda í mat til okkar og komu þau með rósavín og SÚKKULAÐIBJÓR! Jebbs allt er nú til... en gaman að smakka öðruvísi bjór... ;) allavega, eftir mat skelltum við okkur í tívolíið en það var opnað síðasta föstudag og verður opið í viku þar sem það er frí í flestum skólum landsins! Þar var búið að skreyta allt með graskerum þar sem það er halloween þema í gangi núna og var rosalega huggulegt að labba þarna um þar sem umhverfið var öðruvísi en venjulega... reyndar er nú alltaf bara gaman að labba þarna um en allavega! ;)
Settumst svo inn á einhvern pöbb þarna rétt hjá, fengum okkur einn kaldann og hlustuðum á trúbadór sem virtist kunna allt bara!

Laugardagurinn fór í lærdóm og LOST sem ég botna b.t.w. EKKERT lengur í og er alveg á mörkunum að hætta að horfa á það ef það fara ekki að koma fleiri svör!
Nóttin fór svo í uppköst! Gaman það.....

Þar sem ég náði afar takmörkuðum svefni laugardagsnóttina sváfum við frameftir degi og vöknuðum þegar við sáum fram að það að það þýddi enga meiri leti þar sem Villi og Olga voru boðuð í mat þarna um kvöldið...
Okkur tókst að töfra fram rosalega góðan mat með ekki síðri eftirrétt að þeirra mati og allir veeel sáttir! :P svo var það bara kósí kvöld! :)

Við höfum ekkert verið í skólanum þessa vikuna útaf þessu haustfríi og er það heví næs að vera bara hérna heima að læra... ekki þurfa að sitja í lestinni í ca. 45 mín til þess að mæta í einn tíma í skólanum og eyða svo jafnlöngum tíma í ferðina heim aftur! Erum búin að vera frekar dugleg að læra, reyndar ansi mikið slugs á mánudag og þriðjudag en tókum okkur svo á, þar sem við höfum eiginlega bara því miður ekki neinn tíma í slugs! :( Ottó þarf að lesa ótrúlega mikið fyrir svona miðannarpróf sem er á mánudaginn og ég þarf að skrifa tvær ritgerðir sem ég þarf að skila eftir fríið... er b.t.w. ekki byrjuð á þessari seinni þar sem þessi fyrri er búin að taka svo fáranlega langan tíma! :( þannig að þessi vika er engan veginn frí fyrir okkur...

Ég get ekki annað en hlegið af þessum dönum hérna... forsíðan á tveimur dagblöðum hérna í gær (og grein um þetta er væntanlegt í næsta danska cosmopolitan) var sú að kona forsætisráðherrans var tekin í því að hafa gengið opinberlega um með falska louis vuitton tösku (svona eins og maður getur keyptt allsstaðar á kanarí fyrir slikkerí!) og hefur þetta vakið upp þvílíkar umæður eins og það að hagnaður sem verður af fölsuðum vörum eins og þessari tösku fari í hryðjuverkastarfsemi og því um líkt! Þannig að ef hún hefur sjálf keypt hana er hún væntalega að ýta undir svoleiðis...! Oh my... Fyrr má nú velta sér uppúr hlutum...!

Karó átti afmæli í gær og varð skvísan 22 ára... enn og aftur til hamingju með það sykurpúði! :* u know I luv ya bönch og mig hlakkar svo til að fá ykkur Anniku hingað til mín! Það verður svooo gaman ;)
Ýkt leiðinlegt samt að Dóra komist ekki með... en þar sem ég er svona ofboðslega skilningsrík eins og ég er, þá eru no hard feelings, but you better come ASAP baby cause I miss u!! ;)

Svo eru Vala og Andri að plana ferð hingað í febrúar...! ekki satt?! ;) hehe það væri allavega stuð!

Ef það eru fleiri á leiðinni, endilega let me know... ;)

Mér er annars alveg óheyrilega farið að langa að kíkja á skvísuna mína í Sverige... miss you sooo! verð að fara að leita að ódýrum lestarferðum og finna góðan tíma fyrir það... upphaflega var jú planið að fara á George Michael í Stokkhólmi núna í lok nóv. en það plan datt upp fyrir sökum fjárhagsskorts og fleira, þannig að ég þarf að plana eitthvað nýtt! :)



Hehehhe! þetta eru víst mínar look-a-likes, allavega með þessari mynd! ;)

Jamms, en ritgerðirnar kalla vist...

Góða helgi kleinurnar mínar! :*

þriðjudagur, október 10, 2006

hahahah...það er bara verið að horfa á eitthvað ALLT annað en í myndavélina sem hann hélt b.t.w. á sjálfur! hehehe... gaman að þessu ;)


föstudagur, október 06, 2006

tekið af mbl.is...

Kaupmannahafnarháskóli og Háskólinn í Helsinki eru háskólarnir á Norðurlöndum, sem komast á lista blaðsins The Times Higher Literary Supplement yfir 100 bestu háskóla heims. Listinn byggir á svörum frá yfir 3700 vísindamönnum um allan heim. Harvardháskóli í Massachusetts í Bandaríkjunum er besti háskóli heims að mati vísindamannanna.

jájájájá.... ekki slæmt að vera officially í einum af bestum háskólum í heimi!! ;)

mánudagur, október 02, 2006

úff hvað er alltaf æðisleg tilfinning að skila einhverju verkefnum sem maður hefur setið sveittur yfir að klára! jafnvel þó að maður viti að þetta sé nú ekkert endilega æðislegt hjá manni þá er bara svo mikill léttir að koma þessu frá sér... þá getur maður alveg hætt að hugsa um það verkefni og farið að einbeita sér að einhverju allt öðru !! :) var semsagt að skila síðustu ritgerðinni sem ég þarf að skila í bili og er semsagt núna bara að "hanga" og gera ekkert að viti ;) hef jú heila viku í næstu ritgerð!!! hehe.... annars þýðir nú lítið að slugsa, nóg að lesa hérna þannig að það er lítið um dauða tíma hérna á þessu heimili hjá okkur!

við ottó gerðumst voða menningarleg og fórum í svona bátaferð frá nyhavn á föstudaginn og var það alveg svakalega skemmtilegt að skella sér í svoleiðis... fórum semsagt með bát frá nyhavn og sigldum framhjá helstu kennimerkjum danmerkur og vorum við í rúmann klukkutíma á leiðinni! og það kostaði bara 30 kr!!! :O heheh... en já, okkur fannst þetta rosa gaman :)

fengum okkur svo loksins blockbuster medlemskort um helgina og tókum á leigu heilar tvær dvd í því tilefni! :D tókum flight 93 sem er um byggt á 11. sept. og svo tókum við firewall.... flight 93 fannst mér alveg svakalega átakanleg og erfitt að horfa á á köflum, sérstaklega þegar maður hugsar út í það að þetta er byggt á sannsögulegum atburðum! mæli ekkert svakalega með þessari mynd fyrir þá sem eru smeykir við að fljúga... ;)
firewall... well... ekkert til að hrópa húrra yfir... ágæt á köflum samt!

anyhow... best að fara að gera eitthvað að viti, nóg er allavega eftir að gera... læra, elda, skúra, þurka af og brjóta saman svo eitthvað sé nefnt...! en það er víst svona að flytja af hótel mamma! :P

miðvikudagur, september 27, 2006

þá eru mamma og pabbi farin og allt komið aftur á fullt skrið... dagarnir sem þau voru hérna voru alveg æðislegir og langaði mig sko helst ekki að sleppa þeim í flugið síðasta sunnudag! en svona er lífið víst... við fórum á strikið á laugardaginn og er ýmist búið að bætast í fataskápinn á okkur hjúin á meðan mamma og pabbi eru búin að vera hérna og erum við alveg rosalega þakklát fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur!! love you! :* en já, við fórum líka í tívolíið þarna um kvöldið þar sem við fengum að borða á "perlunni", skelltum okkur í stærstu tækin og var kvöldið bara alveg rosalega huggulegt í alla staði :)

gleðifréttir: annika og karó eru að koma í heimsókn til okkar í nóvember og dóra líklega líka!! jei jei :P hlakka sko MIKIÐ til! svo er edda systir líka eitthvað plana ferð til okkar þannig að það er bara allt að gerast! líst sko vel á þetta! :)

framundan er annars alveg madness að gera í skólanum... ritgerðir, fyrirlestrar og bara name it!
var að komast að því að prófin mín eru í byrjun janúar (2.-19.) þannig að við ottó stoppum stutt á klakanum þessi jól... grát! við verðum semsagt ekki heima um áramótin... :( en ef við lítum á björtu hliðarnar þá verðum við allavega heima um jólin og finnst mér það skipta miklu...

búin að fá sjötta þáttinn af prison break í hendurnar í seríu tvö og á ég rosalega erfitt með að bíða með að horfa á hann :P fæ líklega ekki að horfa á hann fyrr en annað kvöld þar sem ég á eftir að gera fyrirlesturinn sem ég á að halda á morgun... en kannski maður laumist til að horfa hann samtsem áður í dag... ;)

annars bara aðeins að láta heyra í mér...
take care! :)

föstudagur, september 22, 2006

Núna er íbúðin okkar farin að taka sig nokkuð góða mynd enda hafa mamma og pabbi hjálpað okkur rosalega að koma ljósunum upp, bora hitt og þetta og gefið okkur slatta af dóti sem gerir íbúðina ennþá huggulegri :)
öll ljós eru komin upp og það er alveg hreint ótrúlegt hvað bara það að setja upp ljós í loftið gerir mikið fyrir stofuna! tek bráðum myndir af þessu og set inná :P

á laugardaginn síðasta fórum við ottó í dýragarðinn og út að borða í tilefni dagsins... það var klikkað huggulegur dagur og gaman að fara svona í dýragarð til tilbreytingar :D
lentum í því reyndar að finna lítinn strák (um 1 og hálfsárs) á vappi, aleinn... fylgdumst aðeins með honum í smá fjarlægð enda stóð okkur ekkert á sama að sjá svona lítinn gutta eitthvað að þvælast þarna einn í svona stórum garði... vorum semsagt þeim megin í garðinum þar sem húsdýrin eru og þarna var hann einn og auðvitað klikkað forvitinn eins og svona litlir krakkar eru, svo allt í einu fer hann undir grindverkið þar sem kýrnar eru! ottó tók náttúrlega bara á sprett þegar við sáum hann fara undir og stökk yfir grindverkið og tók strákinn því annars hefði hann bara orðið undir þessum fimm stóru kusum enda algert peð í þeirra augum... ég tók við honum og þarna stóðum við í svona 10 mínútur með greyið strákinn sem var alveg furðu rólegur og lét nú bara fara vel um sig í fanginu mínu... við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera enda stór garður og þorðum við eiginlega ekkert að vera að fara neitt með hann þannig að við biðum þarna eftir að einhver kæmi í öngvum sínum eftir að hafa týnt barninu sínu en nei... eftir 10 mín kom einhver kona bara lallandi þegar hún sá hann og sagði voða tjilluð "ó þarna ertu þá" (á dönsku b.t.w.)... við ottó urðum eiginlega bara orðlaus hvað hún var róleg enda hefði barnið líklega troðist undir kúm ef við hefðum ekki verið að fylgjast með honum!! ohh sumt fólk á bara ekki að eiga börn! ef það nennir ekki að fylgjast með því, þá bara sleppa því að eiga það!

en allavega... eftir þennan mömmu og pabbaleik héldum við áfram að skoða fílana og restina af dýrinum þangað til við fórum til niður í bæinn og fengum okkur að borða á þessum líka brilljant ítalska veitingastað... mmmm... fæ sko bara vatn í munnin af því einu að hugsa um hann ;) hehe...

á mánudaginn komu svo mamma og pabbi og hitti ottó mig niðrí skólanum mínum og tóku við metroinn to the airport... og vá hvað var gaman að sjá þau... ég lýg því ekki, ég táraðist nánast þegar ég sá þau koma labbandi ;) ég er svo rosalega mikið chicken þegar kemur að einhverju svona (og sérstaklega þegar ég er kveðja einhvern sem ég á ekki eftir að sjá í langann tíma) hehe, en svona er bara lífið :P
allavega... við erum búin að vera að stússast rosalega mikið með þeim og þar sem þau eru á bílaleigubíl erum við ottó búin að sjá miklu meira af köben en áður...
en þau fara aftur á sunnudaginn og á laugardaginn verður farið á strikið og svo í tívíolíð þar sem við ætlum að borða á "Perlen" ;)

þannig að það er alveg búið að vera nóg að gera hjá okkur síðustu vikuna....

það er sko alveg búið að vera líka crazy að gera í skólanum og þurfti ég að skila ritgerð síðasta mánudag og þarf að skila tveimur ritgerðum í næstu viku og halda einn fyrirlestur!!! allt í næstu viku :S
þetta nám hérna er sko allt annað en grín... miklu fleiri skil en ég þurfti að skila í HÍ og miklu miklu meiri lestur!! þannig að ég verð að fara að taka mig á enda erum við ekki búin að vera neitt alltof dugleg að læra síðustu vikurnar...! endilega gefið mér spark í rassinn!!! ;)

see you later sugar!

föstudagur, september 15, 2006

yndislegt að vera svona í fríi á föstudögum... þó að maður reyni nú auðvitað að nota hann að einhverju leyti í lærdóm þá er svo mikill munur að þurfa ekki að stressa sig á fætur klukkan 6 og allt sem því fylgir... :)

veðrið hérna úti er búið að vera alveg frábært! í gær til dæmis stóð 25 stiga hiti á mælinum, ekki eitt ský á himni og alveg logn! talandi um steik sko... og september er hálfnaður! hehe alveg magnað ;) og það á víst að vera svona eitthvað áfram... reyndar lítur út fyrir að mamma og pabbi komi með rigninguna með sér því það á akúrat að byrja að rigna á mánudaginn :( vona að spáin breytist!

frekar erfitt að koma sér í að læra þegar maður hefur 9 stöðvar í sjónvarpinu alveg fríar og dagskrá allan daginn á þeim öllum! vorum ekkert smá ánægð þegar við komumst að því að við værum með heilar 9 stöðvar enda hvorugt haft svo margar stöðvar áður :D fyndið samt, við fengum að flytja inn í íbúðina miðvikudagskvöldið sem danmörk-ísland leikurinn var og það fyrsta sem var tekið upp og sett saman var sko ekki rúmið eða neitt svoleiðis, nei... það var sjónvarpið til að gá hvort að við gætum náð leiknum :P klikkað lið! en ekki kvörtum við... náum allri meistaradeildinni ókeypis og ottó er nú ekki lítið ánægður með það!

annars ætla ég að reyna að koma mér í smá lærdóm og kíkja aðeins í city 2 (svona kringla) í pínu búðarrölt :)

það eru komnar nokkrar nýjar myndir inná myndasíðuna hérna til hliðar... eða just press here ;)

og tadaradara... danska númerið mitt sem það vilja er.... 21838769 og muna að hafa 0045 fyrir framan ;)

fimmtudagur, september 14, 2006

Ætli það sé bara ekki kominn tími á nýtt blogg...

Erum bæði byrjuð í skólanum og líkar okkur bara ágætlega. Ottó er reyndar heppnari að því leiti að það eru fullt af íslendingum með honum í hóp meiri að segja e-r æskuvinur Írisar Thelmu, hehe lítill heimur! En já, honum líst alveg vel semsagt á sinn skóla... mínar kennslustundir eru allt öðruvísi upp byggðar en hjá honum. Allir tímarnir sem Ottó fer í eru bara svona stórir fyrirlestrar, semsagt eins og í HÍ bara, ekkert nafnakall eða neitt svoleiðis og mæting er bara upp á eigin ábyrgð. Hjá mér aftur á móti skiptist kennslan í tvennt. Það eru þrír tímar í viku sem eru stórir fyrirlestrar með öllum enskunemendunum og svo fjórum sinnum í viku er bekkjarkennsla (ca. 24 manns) með nafnakalli og alles!! hmm... ekki alveg að fíla það, því að maður má bara missa út EINN tíma í hverju fagi eða maður er fallinn! :S en þetta verður kannksi bara til þess að maður læri betur... finnst þetta bara svo fyndið svona í háskóla, veit ekki um þetta neins staðar annars staðar í háskólum!

En já, í fyrsta fyrirlestrartímanum með öllum bekkjunum semsagt, spurði ég einhverja stelpu sem stóð þarna hliðiná mér um eitthvað og samtalið (sem var á ensku) fór einhvern veginn útí það að ég sagði að ég vissi ekki eitthvað í sambandi við þetta sem við vorum að tala um því að ég væri frá íslandi og tiltölulega nýkomin. Þá kemur frá henni: " ERTU FRÁ ÍSLANDI??" hehe á íslensku! Klikkað fyndið, af svona ca. 180-200 manna hóp eru tveir útlendingar (semsagt við) og við erum báðar frá sama landi og ég fór akúrat að tala við hana! Var einhver að tala um lítinn heim! :D Erum samt ekki í sama bekk en hittumst þó alltaf í sameiginlegu fyrirlestrunum sem er rosa fínt :)

Við erum flutt í íbúðina okkar og erum eiginlega gott sem búin að koma okkur fyrir. Eftir þónokkrar ferðir í húsgagnaverslanir og ikea erum við búin að kaupa allt þetta stóra sem við þurftum að kaupa... stóla, skápa og svoleiðis. Keyptum líka svefnsófa í síðustu viku og áttum að fá hann sendann heim fimmtudagskvöldið síðasta en þá var hringt í okkur sama dag og okkur tilkynnt það að hann væri ekki til neinstaðar í Danmörku og gætum við ekki fengið hann fyrr en semsagt síðasta mánudag sem. Við nátturlega urðum bara að sætta okkur við og vorum tilbúin að taka við honum á mánudaginn... en nei, ekki kom sófinn! Ottó hringdi alveg foxillur á þriðjudaginn og fengum við þá þær upplýsingar að við gætum ekki fengið hann fyrr en NÆSTA mánudag! og þá kom sko skammarræðan frá reiðum Ottó, hehe! léleg þjónusta og blabla... en hann náði að fá sendingarkostnaðinn endurgreiddann allavegana enda hefði annað nú bara verið lélegt af búðinni þar sem við erum löngu búin að borga sófann og áttum nátturlega upphaflega að fá hann í síðustu viku!

Eins gott að sófinn komi næsta mánudag, því sama dag eru mamma og pabbi að koma í heimsókn og ekki látum við þau sofa á gólfinu ;) en já, þau eru semsagt að koma til DK og ætla að gista allar næturnar hjá okkur nema eina, þ.e. þegar þau fara til Sverige. Okkur er ekki lítið farið að hlakka til að fá þau heimsókn enda er mér farið að þyrsta í gesti! hehe... hint hint til ykkra allra! :P

Erum loksins búin að fá bankareikning og dönsk símanúmer... man reyndar ekki alveg símanúmerið mitt í augnablikinu þannig að ég verð að fá að setja það hérna inn þegar ég er heima, með blaðið fyrir framan mig :)

Nettengingin hjá okkur í íbúðinni er ekki upp á marga fiska þannig að það verður því miður eitthvað takmarkað hversu mikið maður kemst á msn og skype, en það verður sko reynt og reynt! töluðum við kallinn yfir kollegiinu og sagði hann að þeir væru búnir að reyna að redda hraðari nettengingu en það sé núna komið yfir ár síðan beiðnin fór fram og ekkert ennþá gerst... danirnir ekki beint að drífa sig í hlutunum... en við skulum samt vona það besta :) einhver nettenging er þó betri en engin...

Er núna í gati í skólanum og gat ég reddað mér netaðgang hérna en þá kemst ég engan veginn inná msn! djös drasl! :( ætla að reyna að redda því líka... hmm... veit nú samt ekki alveg hvernig... :D

Best að fara að kíkja aftur í doðrantana! (bókin sem ég á að vera að lesa núna er yfir 3000 bls!!!!!!! og nokkrar aðrar eru mjög svipaðar! :S)
En ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga héðan frá DK, ekki bara hálfsmánaðarlega ;)

bæ í bili elskurnar!

mánudagur, september 04, 2006

Þá er dótið okkar komið inn í íbúðina og er það mikill léttir að það skuli vera komið inn! þó að við höfðum þurft að bíða í rúma 5 tíma eftir því í tómri íbúð... alger bjöllusauður sem keyrði út dótið okkar!! við áttum semsagt að fá það á milli 10 og 12 þannig að við vorum mætt í íbúðina um 10 og fórum svo aðeins út í búð... um 12 hringdi ottó í samskip til að spyrjast fyrir um það og fékk hann þá að vita að það myndi seinka aðeins og við myndum fá það um eittleytið... við ekkert voða hress með það en ok, lítið sem við gátum gert við því þannig að það var farið út í bakarí þar sem við keyptum okkur smá í gogginn og fórum við bara með það í tóma íbúðina og borðuðum matinn á gólfinu eins og innfæddir kínverjar!! ;) en já, e-ð eftir eitt var bíllinn heldur ekki kominn þannig að ottó hringir í aftur niðureftir og fær þá að vita að það sé eftir að sækja dótið í vöruhúsið og það gæti tekið um klukkutíma þangað til dótið kæmist til okkar!! um hálf þrjú kom svo loksins bíllinn!! allur dagurinn nánast, farinn í akúrat ekki neitt! en ég er samt fegin að vera búin að fá dótið, alltaf að reyna að horfa á björtu hliðarnar, ekki satt?! :P

hlakka svo til að fá að koma öllu dótinu okkar fyrir á miðvikudaginn, það verður sko gaman! ;) svo eru það bara svefnsófa innkaup á næstu dögum...

annars hef ég bara voða lítið að segja.... ekki ennþá komin með danskt númer, get ekki gert það fyrr en ég fæ miða með dönsku kennitölunni minni senda í pósti þannig að við verðum víst að bíða róleg... ottó er í skólanum núna, á fáranlegum tíma sko... tíminn hans byrjaði 5 og er hann til sjö í skólanum... og er svo eftir að koma sér hingað til hróaskeldu í rigningunni... öfunda hann ekki mikið og hef ég það bara rosa huggó inni að hlusta á rigninguna úti og horfa á tellíið!

vona að ég finni hina myndavélasnúruna einhver staðar í kössunum á næstu dögum svo ég geti loksins farið að setja inn nýjar myndir!! :)

föstudagur, september 01, 2006

jæja, þá erum við komin í enn eitt skiptið til hróaskeldu til villa... erum bæði alveg komin með nóg af þessum mikla flækingi enda erum við í öll skiptin sem við förum eitthvað með lest og strætó með þvílíkan farangur með okkur, og að burðast með 2 fartölvutöskur, 8-10 poka af allskonar dóti og svo þungar töskur langar vegalengdir og þurfa að skipta oft um lestir og strætó er sko ekkert grín!! enda erum við bæði að farast úr vöðvabólgu og væri nú ekki leiðinlegt að komast í nuddpott til að ná þessu úr sér en það verður víst að bíða betri tíma!

vorum í byrjun vikunnar í herberginu í lyngby á vindsæng með kertaljós til að lýsa okkur (þar sem bjarni var búinn að flytja allt sitt dót í nýju íbúðina sína) og var það bara alls ekkert slæmt! okkur fannst þetta bara nokkuð kósí þegar allt kom til alls :)

svo í gær fórum við til bjarna og eddu og gistum hjá þeim síðustu nótt í nýja sófanum þeirra! :) fórum út að borða á huggó stað sem er bara í næsta húsi við þau og var það bara klikkað fínt! kíktum svo aðeins á kaffihús sem var þarna rétt hjá og eftir einn öl eða svo héldum við heim til þeirra... vöknuðum svo frekar snemma þar sem nóóóg var eftir að gera (eins og alla hina dagana sem við erum búin að vera hérna!!!) og urðum við því að byrja daginn snemma...
b.t.w. takk aftur fyrir gistinguna!! ;)

á morgun er svo giftingin hans villa og þar sem við þurfum að vera mætt niðrí ráðhús klukkan 11 verður dagurinn á morgun líka tekinn snemma... svo geri ég ráð fyrir að það verði bara haldið heim á leið og veisla taki við... allavega kom fjölskyldan hennar olgu (mágkona mín to be) frá póllandi í dag og komu þau með böns af pólskum mat og rauðum vodka!

við ottó fórum aftur í skólana í dag, ottós til að kaupa bækur fyrir hann og svo í minn til að tékka á stundatöflunni minni... ég er alveg nokkuð sátt með hana bara... er tvo tíma á mánudögum, 3 á þriðjudögum, einum tíma á miðvikudögum, 5 tímum á fimmtudögum og alveg í fríi á föstudögum!! nú er ég bara eftir að kaupa bækurnar mínar, geri það þegar ég fæ listann, og þá erum við alveg set to go... allavega hvað snertir skólana! ottó byrjar svo á mánudaginn í skólanum og ég á miðvikudaginn...

hey já, svo aðalmálið!! fengum lyklana af íbúðinni í gær!! þvílík gleði á þessum bæ að taka við lyklunum og skoða íbúðina og hugsa um hana sem okkar :P okkur líst bara ágætlega á þetta sko, aðeins stærra en ég bjóst við og stefni ég að því að gera hana rosa kósí!! þurfum að kaupa svefnsófa í stofuna fyrir gestina og ætlum við að reyna að drífa í því næstu helgi, ef ekki fyrr...
fáum dótið okkar sent frá samskipsgaurunum á mánudaginn en getum samt ekkert byrjað að innrétta neitt fyrr en á miðvikudaginn því við megum fyrst flytja inn þá... semsagt á miðvikudaginn eftir 14:00! það þarf nefnilega að mála og eitthvað vesen fyrst þannig að við verðum bara að bíða þolinmóð... :)

fékk smá gæsahroll í dag samt... það var maður í albertslund (tilkomandi bænum okkar!!!) sem var heima hjá sér í gær og það var bankað á dyrnar hjá honum og eins og hver annar maður myndi gera fór hann til dyra... sem er ekki frá sögu færandi nema það að þegar hann opnaði hurðina var hann stunginn 8 sinnum með hníf alveg að tilefnislausu!! hafði aldrei séð manninn áður eða neitt... en fyrir kraftaverk lifði þessi gaur af og gat lýst stungugaurnum, þó ekki mjög nákvæmt en hann er allavega eftirlýstur núna... en þetta er ekkert spaug sko, þetta er bærinn sem við erum að flytja í og kannski bara einhver stunguóður kall sem býr hliðiná okkur!!! hehe, kanski aðeins of dramatísk en meina, hvað veit maður... :D samt alveg magnað, af öllum bæjum í danmörku gerist þetta í litla bænum "okkar"!!

vorum að horfa á "sögulegann" leik dana og portúgala þar sem danir unnu portúgala 4-2 og er það jafnframt fyrsta skipti sem danir vinna portúgala... reyndar ekkert merkilegur leikur en ágætis upphitun fyrir leikinn á miðvikudaginn! danir tala einmitt mikið um að það verði sko erfiður leikur þar sem íslenska liðið er orðið svo rosalega öflugt, en vi for se eins og danirnir segja ;)

anyways... þarf að ná smá beauty sleep fyrir brúðkaupið þannig að ég segi þetta gott í bili... :)

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Héðan er allt gott að frétta af okkur í danaveldinu... erum núna hjá villa í hróaskeldu og förum svo örugglega í lyngby á morgun í herbergið hans bjarna ef hann og edda verða búin að flytja :)
það varð smá breyting á plönum því að við komumst að því að við fáum íbúðina okkar líklega ekki fyrr en 5-6 sept sem er ansi fúlt þar sem við ætluðum að reyna að koma okkur fyrir áður en skólarnir byrjuðu á fullu... við erum samt að krossa fingur og vonum að við fáum hana aðeins fyrr... annars komum við aftur hingað til villa á föstudaginn og verðum hér þangað til við fáum íbúðina...

mikið að gera næstu helgi... föstudagskvöldið er eitthvað sem heitir roskilde by night og þá er einhver dagskrá niðrí bæ og búðir opnar langt fram á nótt og einhver skemmtilegheit....
daginn eftir, semsagt á laugardeginum er bróðir minn að fara að gifta sig hvorki meira né minna! og það verður eflaust endalaus gleði! :P hehe, gleymdi fína kjólnum mínum auðvitað heima þannig að mamma sendi hann express í dag þannig að ég vona að hann verði kominn fyrir föstudagin svo ég geti nú verið sæmileg til fara! ;)

get ekki sett inn nýjar myndir strax þar sem snúran gufaði upp á óskiljanlegann hátt..! ef hún kemst ekki í leitirnar þurfum við að bíða eftir að fá dótið sem er í gámnum því þar er hin snúran... en lofa að setja inn myndir um leið og ég kemst í snúru!! :P

á morgun og hinn eru introdagar í skólanum hans ottós og á fimmtudaginn er svoleiðis hjá mér líka og ætlum við að kíkja á þá og kynna okkur þetta allt saman... vona að ég fái bráðum stundatöfluna mína en ottó er búinn að fá sína og lítur hún ágætlega út... á föstudögum er hann bara í kennslu fyrstu þrjár vikurnar og svo engin meiri kennsla á föstudögum hjá honum út þessa önn... sweeet!! vona að mín sé líka svona þægileg :P

veðrið hérna er nú ekki upp á marga fiska, rigning þrumur og eldingar, en maður ætti varla að vera kvarta mikið þar sem ástandið á jótlandi(stóru eyjunni ;)) er muuuun verra! þar er á mörgum stöðum ekki hægt að keyra þar sem allt er bókstaflega á floti! svo fékk gaur sem var í fótbolta eldingu í sig og dó en það tókst víst að lífga hann við eftir smá stund en maður er greinilega hvergi óhultur...

svo var íslendingi ýtt fyrir lestina hérna í köben!! það var víst kraftaverk að hann lifði þar sem hann lenti akúrat á milli teinana!!! what a crazy world...

annars verð ég að þjóta núna...
sakna ykkra allra bönch! :*

laugardagur, ágúst 19, 2006

jæja já... þá er maður fluttur af klakanum...

átti án efa nokkra erfiðustu daga mína þegar ég var að kveðja alla sem standa mér næst!!! my girlies og famílían mín... úff það var mun erfiðara en ég bjóst við enda svo miklir gimsteinar öllsömul og ekki annað hægt en að sakna ykkra allra heví mikið strax! love ya all!!! :*

lífið hérna í danaveldi leggst alveg ágætlega í mig bara, smá spes en þetta hlýtur að venjast... :) erum núna búin að vera hjá villa bró í hróaskeldu í tvo daga og förum svo aftur í herbergið okkar í lyngby á morgun... fáum svo íbúðina okkar í albertslund 1.sept.! fórum aðeins að skoða hana í gær, eða semsagt umhverfið og æjh, þetta er nú ekkert voða spes en þetta verður að duga svona til að byrja með allavega :)
erum búin að fara að sækja um kennitölu fyrir ottó, mín er ennþá í gildi frá því að ég bjó hérna, og erum líka búin að fá lækni þannig að þetta er allt að koma til...

fórum við svo í dag í bilka búð sem er by the way alveg huuuuge og voða gaman að versla þarna... settumst svo inn í bistroen í miðjum innkaupum og keyptum okkur franskar og kaldann öl! heví næs! ;)

framundan er svo bara að koma sér inn í allt þetta hérna úti, þetta zone kerfi í DK er alveg einstaklega flókið finnst mér en þetta er svona að síast inn :D svo þurfum við að kynna okkur skólana okkar og allt sem því fylgir!

veit ekki hvað ég blogga mikið næstu daga en ég er allavega á lífi, ætlaði bara aðeins að láta heyra mér! :P


þriðjudagur, ágúst 08, 2006

er að flytja út í NÆSTU viku takk fyrir!! stress stress og aftur stress er komið í mig núna... við erum ekki byrjuð að pakka, gengur illa að finna íbúð frá 17. ágúst til 1. sept., takmarkaður fjárhagur og svona mætti lengi telja... ég samt er búin að vera svo spennt frá örugglega byrjun janúar og núna er svo spennan farin í bili og einhver ólýsanlegur stressdraugur flogin yfir mig! veit að þetta er ekkert óalgengt en langar samt að losna við þennan kvíðnispúka aftur sem fyrst þar sem hann er bara að gera illt verra... en þetta hlýtur að róast bráðum :)

síðasti þriðjudagsvinnudagurinn í dag... úff hvað það er stór hluti af mér sem langar ekki að hætta þarna, en svona er þetta víst og verður að vera... :( fæ að hætta á mánudaginn í staðinn fyrir þriðjudaginn sem er nokkuð þægilegt enda margt sem ég þarf að gera áður en ég fer út... er að pæla í að hafa smá "goodbye kaffi" á þriðjudaginn í næstu viku, veit það reyndar ekki alveg ennþá en mér finnst nauðsynlegt að hitta sem flesta áður en ég fer þannig að ég ætla að reyna allavega...

svo þarf dótið okkar að fara í gám næsta þriðjudag þannig að eins gott að við verðum dugleg að nota kvöldin og helgina í að pakka, enda ekki byrjuð á þessu nördarnir við! við tökum alveg frekar mikið með okkur, mömmur okkar beggja eru alltaf að gefa okkur eitthvað í búið og svo förum við með rúmið, sjónvarp, videó, eldhúsborð, sófaborð, sjónvarpsborð, hillur, kommóður og miklu fleira... ottó pró var búinn að reikna út að það yrði ódýrara að taka þetta allt með okkur út heldur en að kaupa þetta þó að gámaplássið kosti sitt, þannig að ég vona að það passi enda þvílíkar pakkningar framundan hjá okkur....

svo er pabbi að fara út á sjó á morgun þannig að ég sé kallinn semsagt ekkert meira áður en við förum út, þannig að ég ætla að vera bara heima í kvöld og reyna líka að nýta tímann í að pakka einhverju heiman frá mér...

en já, læt þetta duga í bili... :)

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

hehe, vá hvað ég er ekki búin að vera að standa mig í þessu bloggeríi... en anyways :)

ég er komin í skólann í dk þannig að núna er þetta allt að púslast saman... ég komst reyndar ekki inn í félagsfræðina sem ég sótti um númer 1, en ég bjóst nú alveg við því þar sem mig vantaði 2 fög til að uppfylla lágmarkskröfur... en það sakaði ekki að reyna allavega ;) en já, ég komst semsagt í enskuna sem ég sótti um númer 2 og er bara massa sátt við það!! finnst líka bara svo mikill léttir að vera búin að fá að vita hvað ég er að fara að gera í danmörku... er búin að bíða frá því í mars takk fyrir, þannig að núna anda ég aðeins léttar...

núna er reyndar annar hausverkur í gangi hjá manni og það eru húsnæðismálin... það er ekkert smá erfitt að reyna að finna eitthvað bitastætt þarna úti í köben, og sérstaklega þar sem við getum ekki farið að skoða íbúðirnar sem við erum að spyrjast fyrir og þar sem útleigendurnir vilja yfirleitt alltaf hitta fólkið áður en það ákveður sig þá gengur þetta asni hægt hjá okkur...
fengum reyndar tilboð í morgun um kollegi... þetta er bara svo ofsalega lítil íbúð og við fáum hana ekki fyrr en 1. sep... og við förum út 17. ágúst... en við erum reyndar að pælí að segja já við henni samt sem áður bara til að hafa eitthvað til að byrja með, getum svo stækkað við okkur eftir 1 - 2 mánuði...

en já, styttist óðum í að við förum... ég er samt ekki lengur bara spennt... nú er komin smá kvíði í mig líka en vona að það detti upp fyrir sem fyrst... :P býst nú samt alveg við því að þetta verði smá skrýtið svona fyrst og jafnvel erfitt en hugsa að það lagist svo bara með tímanum, það er allavega eins gott, annars kem ég bara heim ef ég er að drepast úr heimþrá!! ;)

góður dagur í dag, útborgunardagur og slatti sem ég fékk tilbaka frá skattinum!! var sko alveg viss um þetta væri einhver vitleysa þar sem þetta var svo mikill peningur en svo var sem betur fer ekki, þannig að ég er vel sátt! ;)

fórum annars í bíó í gær á superman returns og var hún alveg ágæt svosem, skildi lítið eftir sig en jú, er samt sem áður alveg nokkuð góð afþreying :)

lítið búið að vera að gera í vinnunni, ennþá svo mörg börn í fríi og hlakkar mig bara til þegar þau koma öll aftur, svo maður fari nú aftur að vinna eitthvað að viti :) ætluðum að byrja að mála leiktækin úti í síðustu viku en þar sem rigningin hafði vinninginn varð lítið úr því, en ætlum bara að nýta "hitabylgjuna" sem er spáð næstu daga í þetta... sem verður næs... að hafa eitthvað að gera og fá að vera úti í sólinni sem var by the way ofur sweeeet í dag!! :P

við ottó fórum í útilegu síðustu helgi í fljótshlíðinni á stað sem heitir hellishólar... mæli með þessum stað... stórt tjaldsvæði þar sem maður mátti vera hvar sem er, þannig að það voru ekki allir ofan í öllum... hægt að komast í veiði og svo var golfvöllur á svæðinu sem við testuðum auðvitað, þó með misskemmtilegum árangri þar sem það voru mörg vötn sem maður átti að skjóta yfir og þar sem þetta var í fyrsta sinn sem ég spila á svona vatnagolfvelli, fóru alveg þónokkrir ofan í hjá mér ... reyndar var ég nú ekki alveg ein um það!! hehe... en ég var þó skárri í seinna skiptið sem við spiluðum þarna ;)

næstu helgi er verzló... ótrúlegt hvað þetta líður!!! en já, engar eyjar hjá mér þetta árið :( verð að láta góðar minningar frá fyrrum verlsunarmannahelgum duga mér núna í ár og þær eru sko ekki fáar! og flest allar jú óóótrúlega skemmtilegar, enda hef ég alltaf verið með svo æðislegu fólki sem hefur gert þessa helgi ár eftir ár svona eftirminnilega þó svo að ég hafi aldrei farið með sama fólkinu... hehe, gaman af þessu :P

en já...flest allir sem ég þekki eru að fara eitthvað útúr bænum og eru flestir annað hvort að fara til eyja eða norður á akureyri þannig að það er bara róleg helgi í bústað framundan hjá okkur... nóg af bjór, grillmat og heitum potti :P og maybe even heimsókn til hörpu korselettu og einars í bústaðinn þeirra ;)

allavegana... ætla að skutlast í háttinn...
ciao :*

laugardagur, júlí 15, 2006

Hvernig er þetta eiginlega, ætlar maður aldrei að losna við þetta kvef sem situr sem fastast í manni?! er að verða nett pirruð á þessu... hugsa að þetta sé sólarleysi og þar af leiðandi d-vítamíns skortur! ;)

en já, ætluðum austur í bústað að hjálpa mömmu ottós og pabba að bera á bústaðinn en þar sem spáir ömurlegu veðri um helgina þá verðum við líklega bara í bænum enda lítið hægt að mála í rigningu...
svo er ekki eins og maður geti skellt sér á eitthvað tjútt eins og staðan er í dag, ég bara kafna í eigin hósta ef ég hætti mér inná skemmtistað, frekar fúlt! :(

en nóg um neikvæðni og pirring... það dugar skammt! :)

síðasta helgi var alveg til að bæta þessa upp þannig að maður ætti lítið að vera að kvarta...
föstudagurinn var bara tekinn rólegur, kíktum aðeins í pool og rólegheit... samt mjög gaman enda finnst mér svo gaman í pool :P
á laugardeginum fór ég svo til völu skvísu sem var með smá hitting, og þar var horft á leikinn og sötraður bjór... svo þegar mannskapnum tók að fjölga var það hvítvín og ostar! heheh, talandi um stemningu ;) svo var kíkt aðeins í bæinn þó að ég hafi staldrað stutt við en þetta var klikkað kvöld í flesta staði :P

núna er HM jú búið og var ég eiginlega bara frekar sátt við að ítalir tóku þetta... ekki alveg það sem ég bjóst við, en alveg það sem ég vildi :)

kíktum á reykjavik pizza company í gær og vá hvað það eru brjálæðislega góðar pizzurnar þarna... allavega þessi sem við fengum okkur (með hnetum, kalkún, rjómaosti og einhverju fleiru) og hvítlauksbrauðið var alveg til að deyja fyrir :D mæli með þessum stað, eini mínusinn var kannksi að við biðum í alveg 45 mínútur líklega eftir hvítlauksbrauðinu sem átti samt að koma sem forréttur og svo þegar við vorum nýbúin að fá það kom pizzan strax... það var það eina... en annars bara massa staður ;)

ekkert nýtt af DK málum... vona að einhver íbúð fari að detta inn... er búin að hugsa aðeins um skólann sko, ef ég kemst ekki inn þá ætla ég bara að fara að vinna í hálft ár og reyna svo aftur eftir það því að það er víst miklu auðveldara að komast inn í skólana um jólin þar sem aðsóknin er minni... væri nú ekki beint leiðinlegt að vera að vinna í t.d. H&M á strikinu, heheh ;)
en ég vona nú samt að ég komist inn í skólann, bara gott að hafa varaplan :)

en já, ætla að kíkja eitthvað út á útsöluna ;)

og já... til hamingju með daginn íris :)

fimmtudagur, júlí 06, 2006

hmmm... hér er maður búin að bíða og bíða eftir að sumarið og sólin komi og svo bara tilkynnir siggi stormur að næstu VIKURNAR muni verða vætusamar!! hvað er eiginlega málið! mig er alveg ferlega farið að langa í sól og hita... :P

annars er bara mest lítið að frétta...

vala skvísa bauð í mat í gær og bauð hún uppá fajitas... mmm klikkað gott... og svo má ekki gleyma ísnum sem ég gat engan veginn klárað! íssjúklingurinn sjálfur :P heheh en já, skemmtilegt kvöld í góðum félagsskap ;) tíhí!

og já... engin íbúð í köben ennþá komin en við erum alveg að leita á fullu núna... búin að skrá okkur á nokkrar danskar "íbúðarsíður" þannig að núna er eiginlega bara að bíða og sjá... er samt orðin pííínu stressuð að fá ekkert en maður verður bara að vera duglegur að fylgjast með :)
erum farin að skipuleggja þetta allt saman miklu betur núna en við vorum að gera... erum núna virkilega farin að pæla í hvað við þurfum að kaupa og hvað við tökum með og allt í þessum dúr... fórum einmitt áðan á útsölumarkaðinn í húsasmiðjunni og keyptum okkur ódýra en fína eldhúsvikt... heheh allt að koma ;) svo þurfum við að redda hinu og þessu, fá alls konar vottorð og því um líkt... þannig að það er alveg þónokkuð stúss að vera að flytja svona milli landa...

annars er ég ekkert smá fúl yfir að brasilía sé dottin út á HM, það er náttúrlega bara rugl... reyndar voru frakkarnir miklu miklu betri í þeim leik og áttu alveg sigurinn skilið en samt fúlt að brassar komust ekki lengra... er líka pínu fúl að frakkar sendu líka portúgala heim áðan.. langaði að fá þá áfram en frakkar eru greinilega ennþá með svona rooosalega sterkt lið þó að það sé farið að eldast þónokkuð...
en það verður gaman að sjá lokaleikinn þrátt fyrir þetta... :P

ohh er svo með einhvern augnvírus núna, klikkað óþægilegt... búin að vera klikkað rauð í öðru auganu í tvo daga og ótrúlega óþægilegt að horfa með því... reyndar aðeins farið að líta betur út og vona ég að þetta verði orðið gott á morgun... :)

er núna að horfa með öðru auganu á prufurnar sem voru hérna á gauknum fyrir rock star: supernova og er að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að nenna að vaka yfir sjálfa þættinum á miðnætti... væri nátttúrlega alveg gaman að sjá hvernig magni "okkar" stendur sig og hvort hann komist í gegnum fyrsta þáttinn... :D reyndar finnst mér bara ótrúlega flott hjá honum að komast svona langt... og það er nokkuð augljóst að íslendingar eiga gott tónlistafólk enda ekki slæmt hjá svona lítilli þjóð að fá 4 einstaklinga í 50 manna úrslit af rúmlega 30000 manns!!! það finnst mér nokkuð magnað :)

en já, langaði bara aðeins að láta vita af mér... :)

hendi hérna inn einni mynd frá útskriftardeginum hans ottó... grínistinn hann er búinn að skýra hana "bold & the beautiful" myndina! :D hahaha... einmitt... bara ridge og brooke mætt á klakann :Þ







heyrumst elskurnar!

þriðjudagur, júní 20, 2006

vá ég bara á erfitt með að komast yfir það hvað sumarið virðist ætla að vera fljótt að líða... strax kominn 20. júní og minna en tveir mánuðir þangað til maður verður í veldi dana... :S

júnísaumó var hjá anniku síðasta fimmtudag og var þetta ekkert smá flott hjá skvísunni og myndarskapurinn alveg í hámarki... enda ekki við öðru að búast þar sem þetta er nú einu sinni the one and only anikin ;) en já, góð mæting og gaman að sjá alla aftur...

ottó er að fara að útskrifast á laugardaginn og í tilefni þess keypti ég mér nýjan (aaaaltof dýrann!!) kjól og svaka töff hvítan stuttan jakka í smáralindinni í dag... maður verður nú að leyfa sér svona fríðindi annars lagið... reyndar keypti ég þetta ekki alveg því þar sem mamma er þessi gullmoli sem hún nú er, þá langaði henni að gefa mér nýtt dress og þetta var semsagt útkoman þó að ansi dýr hafi verið... :S en min mor er den bedste :) við erum svo að fara útað borða á skólabrú með famílunni hans þarna um kvöldið þannig að maður verður nú að vera smá fínn :P
allavega var ég voða sátt við þetta outfit...

en talandi um ottó þá fékk hann jákvætt svar frá sínum skóla í gær þannig að núna er viss alvara komin í þetta þar sem maður veit fyrir víst að maður er að flytja af landi brott... en er samt fegin að hann fékk svar svona tímanlega því þetta valt allt á hans skóla hvort við færum út eða ekki þannig að núna getur maður virkilega byrjað að leyfa sér að verða spenntur og allt sem þessu fylgir :)

kollegi mál ganga ágætlega... við fengum eitt tilboð um daginn en misstum AUÐVITAÐ af því... alveg okkar heppni! :D en já, þegar við fórum uppí bústað þar síðustu helgi litum við ekkert á meilið okkar áður en við lögðum af stað, enda áttum við ekki von á tilboði svona snemma, þannig að við misstum af því... við áttum nefnilega að láta vita fyrir sunnudaginn hvort við höfðum áhuga eða ekki, sem við höfðum! :( ALGERT KLÚÐUR!! þetta var einmitt eitt af þeim kollegium sem mér leist mjööög vel á... en þetta er víst búið og gert og það þýðir lítið að syrgja það... núna verður maður bara að fylgjast ennþá betur með og vera bjartsýnn :)

ætlum svo að panta flugmiða á eftir þannig að þetta er allt að koma til... :)

á morgun ætla ég svo að splæsa í mig brúnkusprayi á Lancome... hef alltaf verið sátt með útkomuna þaðan... og svo á fimmtudaginn ætla ég að skella mér í strípur og þá verð ég eiginlega bara ready fyrir hvað sem er! ;)

hehe og já... þeir sem eru að pæla í bíóferð þá mæli ég með keeping mum með rowan atkinson í aðalhlutverki... hún kom ekkert smá á óvart og hlógum við mikið yfir henni enda ekkert smá absúrd mynd! :D

laterz...

miðvikudagur, júní 14, 2006

já góðan daginn hér! hehe jújú ég er alveg á lifi þó að það líti út fyrir annað ;)

en já, einhvern veginn alltaf nóg að gera hjá mér og er það barasta fínt því þá leiðist manni þó ekki á meðan... hehe :P

það er klikkað fínt í vinnunni og er ég alveg ótrúlega ánægð þarna og sátt með flest allt sem tengist henni :)
tek reyndar alveg eftir því hvað það tekur mun meira á að vera svona á elstu deild, ótrúlega mikil læti í krökkunum og mörg bara búin að fá nóg af því að vera í leikskóla en það eru þá helst þau sem eru að fara í skóla núna í haust... en þrátt fyrir það eru þau alger yndi :)

og jú... svo er skvísan mín komin til landsins og hennar hefur sko verið sárt saknað! heja sverige hvað! :P en já, hún kom heim á fimmtudagsnóttu þannig að ég hitti hana ekki fyrr en föstudagskvöldið en það var ótrúlegt stuð eins og ávalt þegar við hittumst ;) ætluðum bara að hafa það rólegt, og kannksi kíkja í smá ísbíltúr en svo eftir það langaði okkur bara í einn kaldann þannig að við kíktum aðeins á hressó þar sem annika og karó joinuðu okkur í smá stund :)

hehe ég er ótrúlegt en satt ennþá með neglur á hverjum einasta putta sem hún dóra setti á mig fyrir tæpri viku... jújú það nefnilega telst alveg nokkuð góður tími þar sem ég er náttúrlega þessi svakalega brussa sem ég er og er ég bara nokkuð stolt af þessu hjá mér... heheh! :P reyndar var þetta voðalega vel gert hjá skutlunni þannig að þetta var kannski bulletproof ;)

annars er HM í fullum gangi núna og finnst mér alveg ferlega fúlt að hafa ekki sýn heima til að geta horft á en aftur á móti er sýn í WC þannig að núna fer maður alltaf á tímum þar sem góðir leikir eru í gangi... það væri samt alveg skemmtilegra að horfa á þá með einn carlsberg sér í hönd í staðinn fyrir að vera að púla og svitna á fullu yfir þeim... hehehhe ;)

en talandi um WC... þá hef ég farið, síðan ég byrjaði að vinna, í stöðina sem er í orkuveituhúsinu og er það ótrúlega fínn staður... stutt að fara og bara lítil og þægileg stöð og stundum er maður bara alveg einn með allann salinn... fyndið samt hvað ég er alltaf að hitta einhverja sem ég þekki þarna miðað við hvað þetta er lítið stöð! :D
mæli hiklaust með þessari stöð og ef þið viljið hitta mig þá bara mætiði þangað á réttum tímum ;)

svo bara 17. júní framundan... jibbíjei... ef veður verður skikkanlegt ;)

en skal reyna að halda meira lífi í þessari síðu í sumar...
till next... yours truly ;)

laugardagur, maí 20, 2006

það er laugardagskvöld og ég sit og er að setja saman massa heimildaskrá fyrir kallinn sem þarf helst að klárast í kvöld... hehe hlýt að vera besta kærasta í heimi bara... :P en já, ég er semsagt aðeins að létta undir fyrir honum svo hann geti einbeitt sér að ritgerðinni sjálfri enda fer að styttast í skiladag hjá honum og hann þarf að fara að klára hana... en það eru ekkert smá margar heimildir sem hann er að nota þannig að þetta er alveg hellings vinna að glúgga í allar þessar bækur og á heimasíður til að finna það sem ég þarf... en mig munar nú ekkert um þetta, hjálpa að sjálfsögðu með glöðu geði þegar ég er beðin um eitthvað :)

en já, annars er ég lítið í netheiminum þessa dagana... alltaf nóg að gera hjá mér sama hvað það er, en það er gott þar sem mér finnst nú nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni :)

er búin að vinna í viku á heiðarborg og er á elstu deildinni þannig að það er alltaf nóg fjör og læti í kringum mig :) hehe! en annars er rosa gott að vinna þarna, góður andi, skemmtilegt fólk og allt voða nice bara... finnst líka alveg magnað að það eru heilir þrír strákar á mínum aldri að vinna þarna! vonandi að þetta sé það sem koma skal því mér finnst persónulega vanta fleiri karlmenn til að vinna á leikskólum þar sem bæði þeir og börnin hafa gott af því... en það mun reyndar ekkert gerast fyrr en launin hækka miklu meira! en anyways... ég er semsagt mjög ánægð þarna :)

fylgdist með eurovision á fimmtudaginn og já, ég hef eiginlega bara fátt um það að segja... "sylvia night" var bara langt frá sínu besta, hún var andstutt og virkaði frekar óörugg eitthvað... kannski útaf púinu sem hún fékk á sig en maður veit ekki... hún sneiddi alveg framhjá f-orðinu umtalaða en kom með svo seinna í atriðinu með annað sem var ekki beint barnavænt.. hehe... reyndar ekki eitthvað sem krakkar hafa fattað en samt ansi djarft að bæta einhverju svona inn í atriðið, held að flestir "fullorðnir" hafi tekið eftir þessu sem ég er að tala um...
en var svo að fylgjast með aðalkeppninni áðan með öðru auganu og fannst bara æði að finnar unnu þetta! klikkað flott hjá þeim, þó að þeir séu eins ógeðslegir og þeir eru... hehe!

en ætla að fara að halda áfram að nördast með þessa heimildaskrá... :)

sunnudagur, maí 14, 2006

jæja já.. þá er maður sko loksins búin í þessum blessuðum prófum og bækurnar nánast komnar í kassa undir súð því í þær verður sko ekki gluggað meir á næstunni! ;)
en já, það gekk ekki vel í síðasta prófinu mínu á fimmtudaginn, en það var aðferðafræði þannig að ég bjóst nú ekkert frekar við því og verður það sko algert kraftaverk ef ég næ því... þannig að ég býst alveg við þokkalegu falli í því... en það þýðir ekkert að vera að pæla meira í því, búið og gert og maður verður bara að bíða og sjá... :)

eftir prófið var mér svo létt að ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að fara að gera þannig að ég fór bara eitthvað að tjilla og njóta lífsins á ný... ljúft!

svo á föstudaginn fór ég til tannlæknisins (fékk aðra tíma hjá hinum læknunum þar sem ég nennti ekki að eyða deginum í algert læknastúss enda ekki það brýnt að komast að) og hann sagði mér að hann treysti sér ekki til að klára þessa aðgerð og að ég yrði að komast til sérfræðings! jahá... það er nota bene þriggja til fjögurra mánaða bið hjá þessum sem hann vísaði mér til!! og það þýðir jafnvel það að ég verði að fara til sérfræðings úti í DK frekar ef ég fæ ekki tíma hjá þessum áður en við flytjum út í ágúst...þetta er nú bara vesen sko! en svona er þetta víst og verð ég láta mig hafa það þar sem þetta er aðgerð sem verður að klára...
en já svo þegar deyfingin var farin að mestu hitti ég bara ottó og fengum við okkur að borða....

svo kom kvöldið í allri sinni dýrð og var fólk farið að streyma til mín uppúr níu og var liðið bara hressleikinn uppmálaður enda ekki annað hægt :P vorum við svo bara heima hjá mér að tjútta til svona eitt en þá lá leiðin niður í bæ en þangað hef ég ekki farið á djamm í dágóðann tíma! var eiginlega bara á hressó allan tímann en þar fékk ég alveg nokkur góð compliment sem voru sko alveg að gera sig... hehe alltaf gaman að því ;)
en já, ég gafst samt upp um fjögur leytið, alveg búin á því, eða tærnar voru alveg búnar á því.. hehe, kramdar og aumar og meikuðu ekki meira og greinilega komnar úr allri djamm og dansiæfingu :P
lenti svo á ógeðslegasta leigubílstjóra sem ég veit um þegar ég var að fara heim... án djóks þá hef ég aldrei verið jafnsmeik í leigubíl og var ég farin að búast við hinu versta bara! hvernig hann var og hvernig hann talaði... úff... en ég komst þó heil heim á endanum og það er nú fyrir mestu.. :)

gærdagurinn fór svo bara í tjill... ottó kláraði sín próf í gær og í tilefni þess skelltum við okkur í ríkið og keyptum nokkra ískalda carlsberg og smá rauðvín :) svo var bara farið í smá ísbíltúr og notið sólarinnar... um kvöldið pöntuðum við okkur svo bestu pizzu sem ég hef nokkurn tímann fengið, fengum okkur einn ískaldann og leigðum king kong... veit ekki ennþá alveg hvað mér finnst um hana... hún er nokkuð góð en samt er margt sem er ekki nógu gott og sem gæti verið betra... en núna er maður allavega búin að sjá hana enda hefur mig langað að sjá hana svo lengi :)
svo er bara vinna í fyrramálið, hlakka svo til að fá að vita á hvaða deild ég verð... og svo er ég ekki búin að fá að vita á hvaða tíma ég verð, þannig að þetta kemur allt í ljós á morgun :)
spennó...

miðvikudagur, maí 10, 2006

hehe þar sem ég er í prófum þá er alveg tilvalið að skoða gömul skemmtileg mail sem maður hefur fengið gegnum tíðina og hérna er eitt fyndið sem ég fékk fyrir 4 árum en gildir samt enn þann dag í dag!! hehe ;)

Things guys should know about girls:
1. Don't ever lie to us; we always find out.
2. We don't enjoy talking dirty to you as much as you enjoy listening.
3. Don't say you understand when you don't.
4. Girls are pretty, but yours is the Prettiest!
5. You don't have PMS; don't act like you know what it's like.
6. Saying something sweet might get you off the hook; doing something sweet will always get you off the hook.
7. If you talk about having a big Dick; we know you don't.
8. Size does matter, but only to hoes; not girls that want relationships.
9. We don't like it when you act like Mr. Big.
10. A system in your car only impresses your homeboys not us.
11. No matter what you say, your ex-girlfriend is a hoe.
12. It's good to be sensitive, sometimes.
13. If you did something wrong or even if you didn't, apologize.
14. Be spontaneous; dinner and a movie won't always cut it.
15. We are self-conscious by nature; we can't help it.
16. We are drama queens. Deal with it!
17. Fashion police do exist.
18. Don't ask us to give head; if you are nice you just might get it.
19. We absolutely DO NOT care about monster trucks, car systems, paintball, or anything else you and your friends talk about.
20. Hugs and kisses must be given at all times.
21.We don't shave our legs everyday so get over it.
22. Don't make bets about us; we always find out.
23. Shave; no matter how cool you think your goatee or beard or mustache looks, we hate it.
24. Even if you think it is cool to burp, fart, or emitt other strange gases from your body, it is not.
25. Don't compare our breasts with Pamela Anderson's; hers are fake, just remember that. ( u have a better shot at ours than you ever will with hers)
26. It is not cool to shoot snot rockets.
27. We are beautiful at all times.
28. We will always think we are fat, so humor us and tell us we aren't.
29. You can shoot hoops, score a goal, knock down big fat guys, and hit a little baseball with a stick, so why the hell can't you piss in the toilet and not on
it.
30. Most importantly: we are always right; so don't forget it!
hehe húmor... en já, strákar... hafið þetta í huga ;)

mánudagur, maí 08, 2006

vá hvað ég er ekki búin að standa mig sem skyldi í lærdómnum um helgina... :S ekki gott! fór í næst síðasta prófið mitt á laugardaginn og eftir það bara kom ég mér ekki í gang og fórum við að tjilla eitthvað.. og svo var dagurinn í gær einn sá versti sem ég hef upplifað á allan hátt, totally not my day!! og vill helst aldrei fá svona dag aftur!! :( en já þannig að ekki kom ég heldur mörgu í verk í gær... en það kemur víst dagur eftir þennan dag þannig að maður reynir að koma sér á réttu brautina í dag... enda næsta próf á fimmtudaginn og það þýðir ekkert slugs! :)

svo byrjaði miðasala á george michael í morgun og vá.. það varð uppselt á einum og hálfum tíma!! 40000+ miðar!! ótrúlegt alveg... en maður er semsagt ekki að fara á þá, snökt snökt... en svona er þetta.. kannksi maður kíki bara til osló eða eitthvað... þar er víst eini staðurinn sem er ekki ennþá uppselt :D og jú reyndar er hægt að fá miða í þýskalandi en þá eru þeir orðnir klikkað dýrir alveg... við erum að tala um 14000 kall miðað við 6000 kall í danmörku... þannig að það er ekki alveg að gera sig...

annars byrja ég að vinna á mánudaginn og hlakkar bara til :) stutt vinnuvika þá, byrjar vel... heheh! :)

en já.. frekar tilgangslaus færsla þannig að ég ætla bara að hætta :P

miðvikudagur, maí 03, 2006

mmm... ef ykkur langar í góðann ís skellið ykkur þá á McFlurrys á McDonalds!! hann sko sjúklega góður ef hann er með daim og engu öðru... þetta er bara aðalmálið hjá okkur ottó þessa dagana eftir dagslangann lærdóm... hehe mæli með honum, sérstaklega núna þegar það er að koma sumar og flottheit :P

lærdómurinn gengur ágætlega, einbeitingin á það til að detta niður eins og gengur og gerist bara og þá er nauðsynlegt að taka smá smá pásur og þá er alveg tilvalið að skella sér á einn leik en strákarnir hérna eru ALLTAF í þessum enda er hann rosalega skemmtilegur þegar maður er búinn að setja sig inní hann... tékkið á honum ef ykkur leiðist ;)

próf á morgun, laugardaginn og svo á fimmtudaginn í næstu viku... það verður sko ljúft að labba útúr síðasta prófinu!! ;) er ekkert alltof bjartsýn fyrir prófinu á morgun, ég lærði svo mikið fyrir fyrsta prófið mitt að þetta féll smá í skuggann og það er bara alls ekki nógu gott... þannig að ég verð ekkert voða hissa þá ég fái falleinkunn í þessu en það verður bara að koma í ljós.. :)

við ottó vöknuðum heldur betur við þær gleðifréttir í sjónvarpinu í morgun að George Michael ætlar að stíga á svið í Parken í nóvember og ætlum við að sjálfsögðu að kíkja enda annað ekki hægt þegar maður er einungis í nokkura kílómetra fjarlægð frá staðnum! en þetta verður sko hörku fjör enda hörku söngvari hér ferð :)

en já... kannksi best að kíkja aðeins yfir glósurnar áður en maður fer heim að sofa... :)

mánudagur, maí 01, 2006

Það er alveg ótrúlegt hvað veðrið er búið að leika við mann alveg síðustu daga! þvílík bongó blíða og maður þarf að sitja inn og læra... við erum að tala um að fyrir 8 í morgun var komin þvílík sól og 8 stiga hiti... nú er bara að vona að þetta haldist svona út sumarið... :)

fór í fyrsta prófið mitt á laugardaginn og gekk það eiginlega betur en ég átti von á.. held ég... eða vona allavega ;) allt prófið var 3 stórar ritgerðarspurningar og gat ég svarað þeim öllum ágætlega held ég... nú er bara að bíða og sjá...
en núna er það bara áframhaldandi lestur og svo er ég ekki nógu ánægð með ritgerðina sem ég á að skila núna á fimmtudaginn í prófinu þannig að ég ætla að reyna að líta á hana aftur og laga hana eitthvað...
svo er ég búin að fá að vita úr heima/lokaprófinu í geðheilsufélagsfræði sem ég tók í mars og náði ég því vel, þannig að það eru allavega komnar 3 einingar í hús! mikil gleði það! :P

11. dagar í síðasta prófið mitt... það er jafnframt lengsta prófið mitt og eina prófið sem ég fer í sem byrjar hálf tvö... sem þýðir að ég er búin hálf sex ef ég nota allan tímann... hmm... ekki beint gleðilegt þar sem ég hefði alveg viljað verið búin snemma í síðasta prófinu mínu til að geta nota daginn í eitthvað skemmtilegt en það er víst ekki í boði... maður verður ábyggilega þreyttur as hell og er ekki eftir að nenna neinu nema kíkja í ljós og eitthvað rólegt.. eða nei, ætla að fara í WC og taka vel á því... hef ekkert mætt að viti síðustu vikurnar útaf lestri og lærdóm og er ég barasta farin að sakna þess þannig að ég ætla í ræktina!! svo held ég að það sé alveg kominn tími á að annikan mín fái afmælisgjöfina sína þannig að ætli maður reyni ekki að kíkja til hennar þarna um kvöldið :)

bara mánuður og 3 dagar í að sykurpúðinn minn lendir á klakanum og hlakkar mig ólýsanlega til!!! sakna hennar ekkert smá mikið og verður það endalaus gleði þegar ég flyt til DK því þá verður svo stutt á milli okkar! :) það er einn kostur þess að flytja út, gallarnir eru aftur á móti þeir að ég get ekki tekið alla vini mína og famíliunna með mér út... :( eins gott að þið verðið dugleg að koma í heimsókn!!

annars er ég að pæla í að breyta þessari síðu smá.... ef ég finn út úr því! hehe, er ekki alveg sú tæknivæddasta en maður hlýtur að geta klórað sig einhvern veginn áfram ;)

until next....

miðvikudagur, apríl 26, 2006

hvað er málið með snjóinn síðastliðna morgna?! veit ekki betur en að sumardagurinn fyrsti sé nýliðinn og miðað við það býst maður við að nú sé að styttast í sól og hita en þetta virðist bara ætla að snúast við... byrja að snjóa á fullu á aftur... hehe ok kannsi ekki alveg mjög líklegt en ég vil samt fara að fá almennilegt sumar... :)
er reyndar frekar heppin með það, að ég fæ væntanlega næga sól í ágúst þegar við förum til DK enda alltaf ansi heitt á þeim tíma sem við förum... þannig að ég fæ allavega einhverja sól, get huggað mig við það ;)



mér er annars farið að hlakka ofsalega mikið til að flytja út, kannski aðeins of snemma í því en ég get barasta ekkert af því gert.. tilhlökkunin er alveg svakaleg... :) það spilar kannski líka inní að mér er farið að hlakka til að flytja inn í mitt eigið húsnæði, sama hvort það verður kollegi eða önnur íbúð, mig er bara farið að langa í sér svæði fyrir okkur ottó þar sem við getum staðið á okkar eigin fótum og prófað alvöru lífsins saman... efast samt ekki um að það verði tilbreyting að flytja að heiman þar sem maður býr að hinum ýmsu þægindum en þetta er eitthvað sem er alveg orðið tímabært, allavega í mínu tilfelli :) mig er ótrúlegt en satt farið að hlakka til að sjá um mitt eigið heimili, gera það kosý eftir okkar höfði, þurfa að ákveða hitt og þetta og sjá um okkur sjálf algjörlega af sjálfsdáðum! svona er ég nú að verða gömul.... hehehhe ;)

en yfir í eitthvað annað...

fór með bílinn minn um daginn til að láta skipta yfir á sumardekkin og skildi hann bara eftir á verkstæðinu meðan við ottó vorum í skólanum... allt í góðu með það, en svo þegar ég kom og ætlaði að sækja hann rétt fyrir lokun kom í ljós að þeir vissu ekki um lykilinn að bílnum! fullt af pólverjum að vinna þarna sem skildu ekki bofs í þessum íslensku og vissu ekkert hvað var í gangi... einn gaurinn sagði að lykillinn ætti bara að vera í bílnum eins og þeir gerðu við alla bíla ( hvað er samt málið með það?! ekkert mál að setjast upp í hvaða bíl sem er og keyra í burtu með þessu fyrirkomulagi!!) en hann var þar hvergi sjáanlegur... bíllinn opinn út á plani og þessvegna hefði einhver geta farið inní bílinn og tekið lykilinn, en það er kannski frekar ólíklegt þar sem að viðkomandi hefði þá örugglega frekar bara sest inní bílin og ekið burt... heheh.. en já... eftir frekar langann biðtíma fannst hann sem betur fer, í einhverjum vinnugalla þarna á svæðinu! pælið samt í lélegum vinnubrögðum...

en já... það er alveg ótrúlegt hvað ég er búin að haldast við lærdóminn síðustu vikurnar og botna ég ekkert í sjálfri mér... vissi ekki að ég hefði þetta í mér... heheh ;) ég er semsagt búin að vera lýmd gjörsamlega við bækurnar og hvorki séð famíluna mína né vini í allt alltof langann tíma! :( :( mér hlakkar alveg rosalega mikið til þegar síðasta prófið mitt er búið, þá getur maður loksins farið að lifa aftur en svo er spurning hvort ég hafi ekki gleymt því bara, hehehe... úff nei held að það sé sko engin hætta á því!! :P
en fyndið samt hvað kaffi og eyrnatappar hjálpa manni mikið í þessum próflestri... heheh og já, ég er semsagt farin að kunna að nota eyrnatappa eftir smá leiðsögn ;) bara klaufinn ég sem kunni þetta greinilega ekki... en ég læri mun betur með eyrnatappana og eftir smá kaffi er ég ready fyrir hvað sem er ;)

en eitt af því fyrsta sem ég mun taka mér fyrir hendur er að laga til í herberginu mínu... búin að lofa múttu því enda ef það hefur einhvern tímann verið þörf fyrir það þá er það núna! hef náttúrlega ekkert verið heima hjá mér svo lengi þannig að ég hef ekkert geta gert í því en því verður breytt eftir prófin... :) ætla sko líka að skella mér í góðann ljósatíma til að endurheimta litinn sem ég var loksins kominn með...

annars er svo margt eitthvað sem ég þarf að gera áður en ég byrja að vinna en mjög tæpt að ég nái því öllu þar sem ég byrja að vinna 15. maí og síðasta prófið mitt er 11... semsagt bara einn virkur dagur þarna sem ég næ að fara að útrétta... þarf að fara til tannlæknis, háls-nef og eyrnalæknis, heimilislæknis, augnlæknis og svo stússast eitthvað meira... já vá, var ekki búin að pælí öllum þessum læknum sem ég þarf að fara til á þessum eina degi!! öss þetta verður nú meiri törnin þennan dag... en svona er þetta víst.. ekkert betra að geyma þetta :)



úff, horfðum á 19. þátt af prison break í gær og vá... hvernig er hægt að gera þáttaröð þar sem hver einasti þáttur er svo spennandi að maður getur varla horft á hann?! það er ekki einn þáttur sem hefur brugðist og maður hélt að þeir færu kannksi að minnka spennuna eftir því sem á líður en nei aldeilis ekki!! þið sem eruð að fylgjast með á stöð 2 eigið sko von á góðu næstu vikurnar!! ég get varla beðið eftir næsta...

en já...


ausa pausa kveður að sinni :P