fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Þá er letin á þessum bæ alveg að ljúka því að á morgun byrja ég aftur í skólanum sem er bara rosalega fínt... það er nefnilega ekkert gaman til lengda að vera í fríi, sérstaklega þegar hinn aðalinn er byrjaður í skólanum! :)

En já... fór í gær í skólann minn þar sem einkunnirnar úr tveimur fögum áttu að verða "opinber" þá... allt svo formlegt í mínum skóla! ;) þeir eru ekki alveg búnir að kynnast netinu nógu vel! en allavega... skildi ekki alveg einkunnagjöfina í öðru faginu (þarf að spyrjast fyrir með það) en náði hinu allavega :) semsagt búin að ná tveimur og eftir að fá að vita úr tveimur!

Þessa önnina verð ég í alveg ágætlega skemmtilegum tímum... verð í breskum bókmenntum, "phonetics" þar sem við æfum okkur í framburði... þetta verður ábyggilega frekar spes áfangi því að í hverjum tíma verðum við að vera með svona individual presentations (ég verð að gera svoleiðis þrjiða hvern tíma!!) en þetta verður ábyggilega stuð bara! :) svo fer ég í amerískar bókmenntir, málfræði 2 og tekstagreiningu 2... þannig að það verður sko aldeilis nóg að gera hjá mér... svo er ég nokkuð viss um að ég hafi ekki náð einu fagi þaning að ég þarf kannski að taka það upp núna strax í vor... með hinum 5 fögunum mínum!!! alger sprengja!! en þetta verður bara að koma í ljós :)

Það er líka meira en nóg að gera hjá ottó... hann byrjaði jú á mánudaginn og er strax kominn á fullt og ekkert smá sem hann þarf að lesa!! hann ætlar svo að fara í endurtektarpróf í einu prófi þó að hann hafi alveg náð, en hann ætlar að reyna að hækka sig eitthvað í því! það próf er miðjann mars ef ég man rétt þannig að hann er líka alveg á milljón að læra! spurning hvort maður leggi sjálfur í mastersnám miðað við vinnuna OG TÍMANN sem fer í þetta, maður á sér varla líf fyrir utan námið... hehe, mér finnst nauðsynlegt að hafa nóg að gera, en kommon, allt er nú gott í hófi!! ;)

en já...

Danmörk –Pólland í kvöld… danir alveg að tapa sér yfir að vera komnir svona langt, sem er alveg skiljanlegt, munaði litlu að við hefðum verið í þeirra sporum! en svona er bara lífið! :)

Svo var ég búin að heyra um einhverja ameríska búð í köben þannig að við ottó kíktum í hana eftir að hafa farið í skólann... þetta var bara svona smá búlla, en gaman að skoða vörurnar þarna samt! keyptum betty crocker, lifesavers, cheesecake og eitthvað fleira... fórum svo útúr henni og sáum að hliðin á þessari amerísku búð var búð með breskum vörum! Hehe alltaf kemst maður að einhverju nýju hérna í danmörkinni!

En well... ætla að fara að elda eitthvað handa lestrarhestnum mínum! ;)

ciao...

þriðjudagur, janúar 30, 2007

ætla að fara að reyna að setja inn nýjar myndir á næstunni eða þegar ég nenni... ætla að setja nokkrar hérna núna samt þar sem ég nenni ekki að skrifa neitt svakalega ;)
ottó að keyra í snjónum í svíþjóð...

við vala á arsenalsgötunni... ottó fannst þetta eitthvað sniðugt götunafn...


flott þarna í örebro, þar sem við vorum fyrstu nóttina!
fleiri væntanlegar....

en ég verð líka að setja mynd af litlu rúsínubollunni minni í hróaskeldu! hann er svo sætur að það er ekki normalt ;)


talandi um sjarmör!


hann er voðalega hrifinn af ottó... og vice versa :)
hehe gaman að þessu!
en já... leikurinn í kvöld... danirnir alveg pottþéttir á því að þeir rústi okkur... við skulum nú sjá með það, hef fulla trú á okkar mönnum! þetta verður spennó!
en þangað til næst... take care!


sunnudagur, janúar 28, 2007

þá er maður komin aftur heim til DK eftir ÆÐISLEGA ferð til Sverige!!!

vorum lengi búin að pæla í að fara til Þýsklalands á HM en komust svo að því að það væri alltof dýrt þannig að við ákváðum bara að taka bílaleigubíl og keyra til Svíþjóðar þar sem Ottó langaði að fara þangað og mig langaði að hitta rúsluna mína í Stokkhólmi :)

lögðum af stað á þriðjudagin og fórum til Örebro þar sem við vorum hjá frænku minni og manninum hennar í eina nótt... þar gerðist sko margt merkilegt.... ;) miðvikudagsmorguninn fórum við á einhver HUGE markað þarna í bænum og á röltinu kom einhver gaur frá fréttunum í sænska sjónvarpinu í átt að okkur og labbaði bara beint að mér og fór að spyrja mig FULLT af spurningum! haha... ég bara eins og auli reyndi að svara honum á ensku, held samt að það hafi komið ansi skrautlega út þar sem þetta var jú eiginlega bara það síðasta sem ég átti von á! :D en já... fréttirnar í Svíþjóð! ég semsagt bara varð famous fyrsta daginn minn þarna... hehe geri aðrir betur! ;)

fórum svo uppúr hádegi til Völu og vorum komin til hennar um þrjú fjögur leytið... í kjölfarið fengum við rosalega skemmtilega daga... fórum t.d. á Gamla Stan, kaffihús, WILLY:S, í bæinn, í baráttu um skó, Levinsky's og svo má ekki gleyma gullmolum eins og "er þetta svona, dömubindi?", "ÞAÐ ER SÆÐI Í ÚLPUNNI MINNI" og fleira bilað! haha, æjh smá einkahúmor hér á ferð ;) en þetta var semsagt ÆÐI PÆÐI!!

svo má ekki gleyma hvað Svíþjóð er brjálað fallegt land! held að við höfum tekið um 500 myndir og Ottó fannst þetta svo fallegt land að hann var barasta mestmegnis með myndavélina! en vá, það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum né myndum hvað þetta var allt fallegt! fólk verður bara að fara þangað sjálft til að sjá það ;)

úff, svo vöknuðum við ýkt dugleg klukkan 7 í morgun, ekki að nenna þvi en ákváðum að herða okkur og drífa okkur af stað til að hafa birtuna með okkur... stoppuðum svo í WILLY:S á tveimur stöðum og misstum okkur aðeins... þetta er semsagt svona HUGE búð, klikkað ódýr og við nýttum okkur það heldur betur og troðfylltum bílinn!! haha! þetta var bara einum of fyndið, ottó var eins og lítill krakki í stórri leikfangabúð, Auður, kaupum svona, og svona, og svona, þetta er svo ódýrt Auður, við verðum að kaupa svona... bla bla...................................... hahaha! æjh þetta var bara svo fyndið þar sem þetta er yfirleitt akúrat öfugt! ;)

heyrðu já, svo keypti ég mér klikkaða skó í Stokkhólmi... ætlaði að kaupa þá í gær en þá var búið að taka þá frá fyrir einhverja konu en stelpan sagði að ef hún kæmi ekki áður en búðin lokaði þá væru skórnir mínir... og ég sem langaði svo obboslega í þessa skó gat náttúrlega ekki látið þetta tækifæri fara framhjá mér ;) þannig að.... við fórum heim þar sem það var aðeins of langt í að búðin lokaði, ooooog við STEINsofnuðum!! vöknuðum svo og föttuðum að við myndum varla ná í búðina fyrir lokun þannig að við settum í fimmta gír og lögðum líf okkar (nánast) að veði fyrir eitt skópar! ;) hehe, ottó og vala stóðu sig eins og hetjur í baráttunni um skóna! love you guys!!

en yebbs... ætlaði bara aðeins að láta heyra í mér... æðislegt að netið er komið í lag! vorum búin að vera netlaus í tvær vikur ÁÐUR en við fórum til Svíþjóðar! alger bögg... en já... ottó er löööngu farinn að sofa og ég er að pælí að fara að skríða upp í rúm!

ooog... takk fyrir okkur Vala! :*

~knús~