Gleðilegt árið! Kannsi kominn tími til að skrifa hérna smá enda NÓG að gera hjá mér síðustu vikur! Var náttúrlega bara að vinna á fullu og svo var það auðvitað útskriftin mikla og var það alveg hreint frábær dagur, á alla vegu! Familian byrjaði á því að fara í myndatöku sem tók sko aldeilis sinn tíma :D svo eftir útskriftina sjálfa var það veislan og hún heppnaðist frábærlega eins og alld annað þennan dag! http://www.olympusamerica.com/cpg_section/cpg_product_lobbypage.asp?l=1&p=16&bc=27&product=1130 þetta er meðal frábærra gjafa sem ég fékk í útskriftinni... svo fékk ég helling af skartgripum, gjafakort, bók, og ennþá fleiri skartgripi ;)
Svo komu náttúrlega jólin þannig að þá fékk maður enn fleiri gjafir! Var að vinna á aðfangadag til 12 sem var nú alveg ágætt bara, alls ekkert hræðilegt enda kannski ekki langur tími! En já ég var víst að tala um gjafir :D í jólagjöf fékk ég alveg helling og minntu allir þessar pakkar mig á þegar ég var lítil, því þá fékk maður einmitt svo marga pakka :D núna í ár fékk ég ilmvatnssett og ótrúlega flottann hring ( glitrar að Auðar style ;)) frá Ottó- klikkað flottan bol og baðkúlu frá Völu- grill frá Dóru - maskara, fake bake sett, sólarpúður og föt frá mömmu og pabba - bók, sundbol, webcam, headset og skál frá Villa og Eddu, íþróttaföt frá afa og ömmu, hálsmen frá Karó og Anniku, drykkjarleikjaspil og risabangsa frá Brynhildi, glös frá Nönnu og Daða, naomi campell shower dusch frá Palla, körfu með fullt af dóti frá Magga, Laufey og litlu stelpunum og svo konfektkassa frá vinnunni... þá held ég að þetta sé mest komið :D Þannig að á þremur dögum fékk ég þetta og allar útskriftargjafirnar sem ég nenni nú ekki að telja upp ;)
Svo komu jólaboðin... á jóladag var jólaboð hjá afa og ömmu, og úr því jólaboði fór ég í annað til Ottós og svo var jólaboð hjá Rakel & co. 28. des.... þannig að nóg var um jólaboð þetta árið!
Áramótin já! þar sem familian var fyrir austan var ég ein í bænum, var hjá Dóru á gamlárskvöld og var það rosalega gaman :) skutum upp raketts og læti og svo kom Láki til okkar um miðnætti og við bara tilbúin á ballið strax þá sko ;) fórum svo á sálarballið sem við Dóra vorum búnar að bíða leeeengi eftir og það var mjög gaman... reyndar ekki alveg eins mikið stuð og í fyrra en alls ekki slæmt sko! hittum allar stelpurnar og fengum okkur sex on the beach sem er orðinn áramótadrykkurinn ;) já það var semsagt mega fjör á þessu balli, margir á staðnum og sumir fóru ekki framhjá manni.... en já allavega var þetta stuðball, Ottó langaði ekkert á þetta ball þannig að hann sleppti því og var bara í partí í staðinn og jú svo lenti maður í smá ævintýri þarna seinna um nóttina en ég fer ekkert nánar útí það enda búið mál... kíkti svo aðiens austur á liðið í gær og gisti þar núna í nótt og svo núna er sælan búin og fer maður bara að vinna á fullu frá og með morgudeginum!