föstudagur, febrúar 27, 2004

Þetta var alveg MEGA kvöld í gær takk fyrir ! allir rosalega sætir og fínir og bara flottheit í fyrirrúmi !! ;) tók ANSI langann tíma að krulla á mér hárið en það heppnaðist nú alveg nokkuð vel, þannig að það var alveg þolinmæðinnar virði... :D lafði lokkaprúð eins og sumir höfðu orð á :) svo var manni líka líkt við Marilyn Monroe sem er nú alls ekki slæmt myndi ég halda, vantaði bara að kjóllinn hefði verið hvítur !! :D en þetta var semsagt ágætt kvöld ! kíkti aðeins til Brynhildar sem var að vinna, áður en ég fór í partýið, og þar var einhver strákur sem kemur nokkuð oft þangað og lenti ég nú í svaka samræðum við hann og vildi hann ólmur bjóða mér að horfa á myndirnar með sér, en Auður afþakkaði pent enda orðin alltof sein í partýið !! :D gaman að þessu sko !
Það var hringt í mig í gær rétt eftir að við vorum sest inná Apótekið úr einhverju númeri sem ég kannaðist ekkert við, og svo fór ég að athuga málið og þá kom í ljós að þetta var númer skráð á orkustofnun... ?!?!? er ansi forvitin... líka afþví að ég sótti um sumarvinnu þar... þetta er allt svo athyglisvert !! :D

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Þá er bara verið á fullu að taka sig til fyrir kvöldið ! maður verður nú að vera sem sætastur, enda ekki á hverjum degi sem maður fer útaf borða á Apotekinu ;)
fór ekkert í skólann í dag og fer ekki á morgun þar sem ég er búin að vinna af mér punktana, þannig að ég er bara í góðum málum :P skellti mér bara í smáralindina með litlu frænkum mínum í smá verslunarleiðangur, ákvað að kippa þeim bara með þar sem þær eru í einhverju fríi og einar heima... gaf þeim svo mikið að ég er í algeru uppáhaldi hjá þeim núna og þær þökkuðu ábyggilega svona 30 sinnum fyrir sig... veit nú samt ekki með móðir þeirra, hún er ekkert hrifin af því að það sé alltaf verið að gefa þeim eitthvað... en hún var ekki með þannig að á meðan kötturinn er úti leika mýsnar sér ;P hehe !
Anyways... ætli það sé ekki best að fara að gera eitthvað sniðugt við hárið á sér og svoleiðis ;)

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Búin að skoða dagskrána fyrir lagningardagana sem líta alveg þokkalega út, allavega fleiri verkleg námskeið núna í ár heldur en síðast... box fyrirlesturinn með Bubba sem ég og Karó skelltum okkur á í fyrra var samt mjög skemmtilegur þrátt fyrir að hafa verið næstum einu stelpurnar þarna... ! ;) við Dóra ætlum að klára bara punktana á morgun og fá þar af leiðandi langa helgi :D heví næs ! aldrei að vita nema maður mætir samt sem áður á fimmtudaginn á Johnny Depp dæmið eða eitthvað annað ... ;) pæling sko !
Íslenskukennarinn minn tók uppá því að boða forfall í dag... sem þýddi að ég átti ekki að mæta í tíma fyrr en 11... og ég sem var mætt uppí skóla kl. 8 takk fyrir ! en það var nú ekki svo hræðilegt samt, fann mér ýmislegt að gera enda í góðum félagskap.. ;) tíminn ekki beint nýttur í lærdóm... hehe !
Jæja... ætla að drífa mig út núna... ;P
*CIAO*

mánudagur, febrúar 23, 2004

Gaurinn sem tók she bangs lagið í fyrstu þáttunum í american idol er barasta heldur betur að slá í gegn þrátt fyrir að hafa ekki komist áfram ! það finnst mér ekkert smá fyndið, enda er gaurinn snilld út í eitt sko !! :D ég lá í hláturskasti þegar hann tók lagið og á hann nú þátt í að hafa lengt lífið mitt aðeins, þar sem hláturinn lengir nú lífið ;) ætti ábyggilega að ná 100 ára aldrinum ef það er satt...
Það var nemendatími í jóga í dag þar sem við áttum að kenna og átti ég að sjá um upphitun og gekk það svo sem alveg ágætlega, er bara fegin að hafa ekki lent í að gera æfingarnar... sem Dóra lenti í en henni tókst það svona líka þrusuvel, er henni greinilega meðfætt :) þurfum svo að fara í auka tíma utan skóla, svona professional... í stúdíói og læti til að láta okkur kynnast fleiri æfingum eða eitthvað álíka !
Tvö próf á morgun hjá mér, kvikmyndaenska og stærðfræði og verð ég fegin eftir tvöfalda tímann á morgun en þá er ég svona hálfpartinn komin í helgarfrí.... nice !!! :P

sunnudagur, febrúar 22, 2004

þá erum við dóra á leiðinni á sugababes tónleikanna og ekki aftur snúið með það ! enda verður þetta geggjað ! :) Láki ætlaði að koma með okkur en svo komst hann ekki til að kaupa miða og ég var ekki með kortið mitt þannig að ég gat ekki keypt fyrir hann.... þannig að hann missir af þeim, nema hann reddi sér einhvern veginn miða... honum vantar allavega ekki samböndin ! :D svo erum við líka að pælí að skella okkur á incubus í sumar... og ákváðum líka, í öllum þessum vangaveltum okkar, að skella okkur eitthvert út ! margt ákveðið í einu.... en þetta verður stuð ! :P
svo keypti ég mér rosalega flottan kjól áðan og hugsa að ég fari í honum á fimmtudaginn, þó svo að ég hafi ekki ætlað í kjól... en þá hef ég allavega ástæðu til að nota hann !! ;P ætla þá í nýju skónum mínum við... svaka primadonna !! ;) hehe !