föstudagur, október 24, 2003

Fórum út að borða í Perlunni í gærkveldi og var það æði! Alltaf jafn frábært að fara þangað :)
Annars er ég búin að laga aðeins til í linkunum hérna til hliðar... og nokkrir nýjir bloggarar búnir að fá link á sig :)

fimmtudagur, október 23, 2003

Vá hvað ég er ekki að fíla þegar kennarinn manns ákveður að vera bara veikur í fyrsta tíma... sem er í þokkabót tvöfaldur og maður er ekki búin að sofa neitt að viti undanfarið... hefði alveg mátt vera síðasti tíminn frekar sko :D ég slapp reyndar við að skila vinnubókinni, sem átti reyndar að skila í síðustu viku en ... whatever!! ;D Þannig að ég er bara að tjilla hérna í skúlen sko.... stuð!

miðvikudagur, október 22, 2003

Já það er sko gaman að þessu lífi !! :D vetrarfríið mitt var þokkalega skemmtilegt og var tjúttað alveg slatti.... ;) þessi helgi var vel heppnuð eins og flestallar og já... sumir myndu segja að hún hafi verið ANSI villt ;D hehe! ætla samt ekki út í nein smáatriði hérna sko .... ;)
svo er vikan bara að fljúga frá manni og alltaf nóg að gera sko!
Svo á pabbi afmæli á morgun og ætlum við öll bara að fara út að borða í Perlunni og rólegheit, sem er mjög fínt og svo er von á fullt af gestum allan liðlangan daginn sko! :) svo styttist nú í mín heilu 19 ár... ;) það er nú barasta í næstu viku!
Já og svo er ég að gleyma svakalegu... sumir ( ætla nú ekki að nefna nein nöfn núna ) þurftu að dúsa í fangaklefa í heila nótt og var bara alger heppni að ég hafi ekki verið með honum akkúrat á þessum tíma! þannig að ég rétt slapp nú við það.... þannig að þetta bættist við í mitt viðburðarríka vetrarfrí !! :D eins gott að ég sé ekki alltaf í fjögurra daga helgi... það yrði nú FREKAR skrautlegt þá!
jæja... læt þetta duga í bili... er að fara út... eins og alltaf!! ;)
see ya babes