fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Núna er ekki seinna vænna en að fara að finna sér vinnu fyrir sumarið og er ég á fullu núna að reyna að finna eitthvað sem heillar mig en það gengur eitthvað hálf brösulega... ég væri alveg til í að vera á leikskólanum í sumar, en launin eru bara ekki til að hrópa húrra fyrir, sérstaklega þegar maður er að reyna að safna fyrir haustinu... en þetta er náttúrlega afskaplega þægileg vinna, aldrei að vinna um helgar eða á kvöldin, færð tveggja vikna frí og ert inni þegar það er leiðinlegt veður og úti þegar sólin skín :P heheh mjög þægilegt! en ég er semsagt að reyna að finna mér eitthvað aðeins betur launað...

annars er það bara aftur vísindaferð núna á morgun með sálfræðinni... karó ætlar að kíkja með í þessa ferð og þar sem það komast 100 með í þessa ferð má búast við góðu stuði ;) þetta skiptið verður farið í KB banka og það verður örugglega fróðlegt og skemmtilegt... allavega nóg af drykkjarföngum hefur maður heyrt og ekki er það nú verra :P heheh!

annars er planið að læra vel á laugardaginn og kíkja kannksi í bása á sunnudaginn ef veðrið verður gott... annað er eiginlega óplanað ennþá en maður er alltaf opin fyrir öllu :)

svona í lokin ætla ég að minna fólk á að fylgjast með prison break!!! erum komin að 10.þátt og ég er alveg að tapa mér yfir þessu! ;) heheh, mæli með þessu....

ciao ;)

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

búggalú! þá er helgin búin og ný vika strax að verða hálfnuð!

en já við Annika fórum í vísindaferð í Skjá 1 á föstudaginn og var það mjög skemmtilegt og fróðlegt... fengum að heyra ýmislegt beint í æð og svona ;) svo var ferðinni bara haldið á Pravda en þar sem maður var komin ágætlega í glas og heilsan ekki sem best þá réð skynsemin för og ég lét bara sækja mig og fór heim í kúr og notalegheit :)

á laugardaginn byrjaði ég á tiltektinni sem er búin að bíða mín alltof lengi ... komst reyndar bara rétt af stað en maður er þó allavega byrjaður ;)
svo var bara farið í pool um kvöldið... mér finnst alveg magnað hvað mér finnst gaman í þessu...! langaði sko ekkert að hætta en yfirvaldið réð förinni þannig að við fórum bara og fengum okkur í ís áður en við fórum heim... :P

sunnudagurinn var rólegur... lærði smá og kíkti svo aðeins í smáralindina að sækja hringinn minn sem var í viðgerð... fór svo í bíó um kvöldið... fórum á Munich sem er ekkert smá góð! mæli sko 100% með henni... löng en alveg þess virði!

Ég er búin að vera ótrúlega slöpp núna um helgina en er öll að hressast núna... tel mér trú um að sólhatturinn sem ég tók í gær og í fyrradag sé málið, heheh ;)

annars er ég enn á fullu að leita að íbúð fyrir okkur eða kollegi en það gengur alveg hræðilega illa... alls staðar erum við enn rosalega neðarlega á öllum biðlistum, en það er kanski aðeins of snemmt að fara að örvænta strax þar sem er nú alveg rúmlega hálft ár til stefnu... :D æjh samt, maður væri rólegri ef maður væri ofar á þessum listum... en við bara krossum fingur og vonum það besta :)

svo þarf ég að fara að fylla út þessa hræðilegu umsóknarbók fyrir skólana sem ég ætla að sækja um í og þarf að senda hana út í byrjun mars... bæði þessi bók og íbúðarleitin er svo rosalega tímafrekt að ég hef verið að slugsa frekar mikið með lærdóminn sem er náttúrlega alveg ferlegt þar sem fögin mín eru ekki alveg þau auðveldustu...en núna verð ég að fara að taka mig á ef ég ætla að ná þessum einingum :)

jessí... en læt þetta duga í bili... kannksi sniðugt að fara að kíkja smá í bók ;)
sjáumst elskurnar! :P

sunnudagur, febrúar 12, 2006

var klukkuð af skvísunni henni Anniku og here it goes...

4 störf sem ég hef unnið yfir ævina:

*leikskólakelling á nóaborg og urðarhól, skemmtilegasta starf ever! :)
*vann í bókabúðinni á hlemmi - rosalega þægilegt og skemmtilegt starf
*var eitt sumar í hagkaup - langt frá því að vera spennandi, en reyndar var einn fallegur plús við það starf...! ;P
*hef unnið í breiðholtslauginni

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

* dirty dancing - æðisleg mynd sem ég hef reyndar ekki séð í langan tíma en er samt alltaf jafn skemmtileg!
*pretty woman - sígild og skemmtileg :)
*clueless - ég hef horft svo oft á hana að ég hef þrisvar þurft að kaupa nýtt eintak :$
*lion king - æði!

4 staðir sem ég hef búið á:

*Skógarás í árbænum - bý þar nú og væntanlega nokkra mánuði í viðbót...
*Brekkubænum í árbæ - bjó þar meðan ég var í árbæjarskóla semsagt í 9. og 10. bekk
*Brahmsvej í holstebro - æðislegur staður og bjó þar í 4 ár
*Lindarhvammi í hafnarfirði - þarna hef ég búið lengst eða í 10 ár

4 sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:

*PRISON BREAK takk fyrir!
*Lost - reyndar svolítið farnir að dala :S
*O.C. - í anda beverly hills ;)
*Simpsons - alltaf hægt að horfa á það!

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

*Austuríki
*Tékkland
*Holland
*... mörg önnur lönd - veit um fátt skemmtilegra en að ferðast!

4 heimasíður sem ég skoða daglega:

*ugla.is
*mbl.is
*þessa dagana er findbolig.nu voða vinsæl :)
*.... fullt af öðrum síðum og bloggi :P

4 máltíðir sem ég held upp á:

*maturinn á my house í yumbo centrum á kanarí svíkur sko engann!
*flestir fiskréttir- greinilega sjómannsdóttir hér á ferð :P
*mango/chautney kjúklingur - ekkert smá góður!
*lasagna - einfalt og alltaf rosa gott

4 bækur sem ég les oft:

held ég verði að segja pass við þessu... engar sérstakar bækur sem ég les oft, en það sem ég les þessa dagana eru skólabækurnar, námsbæklingar, morgunblaðið og fréttablaðið

4 staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

*gran canaria baby!
*að missa mig með vinkonunum í búðunum í mall of america :P
*einhver staðar í nuddi á svona spa hóteli með mínum heittelskaða
*á hargreiðslustofu að láta klippa mig og láta setja í mig strípur

4 manneskjur sem ég ætla að klukka:

*Vala Rún
*Vala
*Láki
*Ásrún

góða skemmtun elskurnar ;)