miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Sit niðrá hlöðu og á náttla að vera að læra á milljón en einhvern veginn er alltof auðvelt að finna sér eitthvað annað að gera! alveg ferlegt ástand hérna á þessum bæ með það að gera allavega! Framundan í skólanum er próf núna á laugardaginn og svo föstudaginn í næstu viku... næstu tvö próf eftir það eru svo í þarnæstu viku.
Vá hvað verður nú ljúft þegar 17. desember rennur upp... mæti galvösk í tölfræðiprófið sem ég er by the way ekkert alltof bjartsýn fyrir, en allavega, ætla svo að gera eitthvað klikkað skemmtilegt eftir það... hvað það verður er ég reyndar ekki búin að hugsa útí en það verður allavega eitthvað mega fun! Mér finnst líka ömurlegt að ég geti ekkert farið að jólastússast almennilega fyrir 17. des... mér finnst jólatíminn alltaf svo frábær og finnst desember yfirleitt einn skemmtilegasti mánuður ársins en núna fær maður bara ekkert að njóta þess... sucks! hehe nei nei, maður lítur bara á björtu hliðarnar og gerir það besta úr því :)

Jæja, ég dreif mig loksins í fyrradag með vegabréfið... þurfti að endurnýja það og er búin að draga það þetta lengi að fara með það en allavega þá er það klappað og klárt núna... þá kemst ég allavega út til Kanarí :) hmmm.... eins gott samt að það verði almennilegt veður þegar við verðum þarna, vill ekki sjá einhvern hitabeltisstorm eins og herjaði á Kanarí í gær... þá kem ég nú bara rakleiðina aftur heim! :) annars er spennan ekki enn kominn upp í manni, enda er maður á kafi í próflestri þannig að það er í rauninni lítið annað sem hefur komist að og mun komast að næstu daga og vikur... þannig að mér fer örugglega ekki að hlakka almennilega til fyrr en eftir síðasta prófið en þá verður sko margföld gleði... :P

Hey já, skellti mér á Space þarna í síðustu viku og er ég líka svona ljómandi sátt við hárið mitt núna... stelpan var heillengi að dunda sér við hárið mitt og var niðurstaðan líka svona hressileg! :) lét ljósar strípur, samt ekki aflitun þar sem hún sagði að það þurrkaði hárið óþarflega mikið og svo klippti hún alla illa særðu endana og gerði þetta bara rosalega vel :) mæli með Space allavega...

Ef þið hafið ekki smakkað soðið kók, þá mæli ég með því að þið prófið það... 1000 kall fyrir þann sem drekkur heila könnu af því! já við prófuðum það actually í gær, þarf náttla ekki að taka það fram að það var ekki mín hugmynd, Ottó átti "heiðurinn" af þessu, hverjum öðrum dettur líka eitthvað svona í hug?! ég bara spyr... heheh! reyndar alveg pæling afhverju ég prófaði þetta, kannksi smá meðsek... hmmm... allavega þá var viðurstyggilega slæm lykt af þessu og bragðið ekki mikið skárra... en þetta getið þið prófað ef þið þurfið smá pásu frá lærdómnum... heheh... ég ætti koma með svona crazy ideas lista um hvað er hægt að taka sér fyrir hendur í lærdómspásum, eitthvað sem tekur ekki of langann tíma eða kostar mikið... ;)

Það er próflokaball með Sálinni á Broadway 22. des og það þarf nú ekkert að taka það fram að maður er á leiðinni þangað! þar sem ég missi af hinu árlega Sálar-áramótarballi þá kemur þetta bara í staðinn, gæti ekki verið heppilegra! :D Valan mín kemur heim 22. og verður dregin beint á ballið og er hún alveg sátt með það enda ekki annað hægt... ;) gleði gleði bara!

Villi bróðir kemur líka heim 22. des og verður það án efa mjög skemmtilegt að fá hann hingað. Fæ samt svo lítinn tíma með þeim tveim þar sem við Ottó förum 27.des út, þannig að ég verð að reyna að nýta þann tíma über vel alveg!

jæja ætla að fara að kíkja aftur í bók... ;)

mánudagur, nóvember 28, 2005

Það er komið test hérna til hliðar... tékk it át! ;P