föstudagur, september 22, 2006

Núna er íbúðin okkar farin að taka sig nokkuð góða mynd enda hafa mamma og pabbi hjálpað okkur rosalega að koma ljósunum upp, bora hitt og þetta og gefið okkur slatta af dóti sem gerir íbúðina ennþá huggulegri :)
öll ljós eru komin upp og það er alveg hreint ótrúlegt hvað bara það að setja upp ljós í loftið gerir mikið fyrir stofuna! tek bráðum myndir af þessu og set inná :P

á laugardaginn síðasta fórum við ottó í dýragarðinn og út að borða í tilefni dagsins... það var klikkað huggulegur dagur og gaman að fara svona í dýragarð til tilbreytingar :D
lentum í því reyndar að finna lítinn strák (um 1 og hálfsárs) á vappi, aleinn... fylgdumst aðeins með honum í smá fjarlægð enda stóð okkur ekkert á sama að sjá svona lítinn gutta eitthvað að þvælast þarna einn í svona stórum garði... vorum semsagt þeim megin í garðinum þar sem húsdýrin eru og þarna var hann einn og auðvitað klikkað forvitinn eins og svona litlir krakkar eru, svo allt í einu fer hann undir grindverkið þar sem kýrnar eru! ottó tók náttúrlega bara á sprett þegar við sáum hann fara undir og stökk yfir grindverkið og tók strákinn því annars hefði hann bara orðið undir þessum fimm stóru kusum enda algert peð í þeirra augum... ég tók við honum og þarna stóðum við í svona 10 mínútur með greyið strákinn sem var alveg furðu rólegur og lét nú bara fara vel um sig í fanginu mínu... við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera enda stór garður og þorðum við eiginlega ekkert að vera að fara neitt með hann þannig að við biðum þarna eftir að einhver kæmi í öngvum sínum eftir að hafa týnt barninu sínu en nei... eftir 10 mín kom einhver kona bara lallandi þegar hún sá hann og sagði voða tjilluð "ó þarna ertu þá" (á dönsku b.t.w.)... við ottó urðum eiginlega bara orðlaus hvað hún var róleg enda hefði barnið líklega troðist undir kúm ef við hefðum ekki verið að fylgjast með honum!! ohh sumt fólk á bara ekki að eiga börn! ef það nennir ekki að fylgjast með því, þá bara sleppa því að eiga það!

en allavega... eftir þennan mömmu og pabbaleik héldum við áfram að skoða fílana og restina af dýrinum þangað til við fórum til niður í bæinn og fengum okkur að borða á þessum líka brilljant ítalska veitingastað... mmmm... fæ sko bara vatn í munnin af því einu að hugsa um hann ;) hehe...

á mánudaginn komu svo mamma og pabbi og hitti ottó mig niðrí skólanum mínum og tóku við metroinn to the airport... og vá hvað var gaman að sjá þau... ég lýg því ekki, ég táraðist nánast þegar ég sá þau koma labbandi ;) ég er svo rosalega mikið chicken þegar kemur að einhverju svona (og sérstaklega þegar ég er kveðja einhvern sem ég á ekki eftir að sjá í langann tíma) hehe, en svona er bara lífið :P
allavega... við erum búin að vera að stússast rosalega mikið með þeim og þar sem þau eru á bílaleigubíl erum við ottó búin að sjá miklu meira af köben en áður...
en þau fara aftur á sunnudaginn og á laugardaginn verður farið á strikið og svo í tívíolíð þar sem við ætlum að borða á "Perlen" ;)

þannig að það er alveg búið að vera nóg að gera hjá okkur síðustu vikuna....

það er sko alveg búið að vera líka crazy að gera í skólanum og þurfti ég að skila ritgerð síðasta mánudag og þarf að skila tveimur ritgerðum í næstu viku og halda einn fyrirlestur!!! allt í næstu viku :S
þetta nám hérna er sko allt annað en grín... miklu fleiri skil en ég þurfti að skila í HÍ og miklu miklu meiri lestur!! þannig að ég verð að fara að taka mig á enda erum við ekki búin að vera neitt alltof dugleg að læra síðustu vikurnar...! endilega gefið mér spark í rassinn!!! ;)

see you later sugar!