Á þriðjudaginn á líf mitt víst að verða fyrir þvílíkum breytingum... á þriðjudaginn er nefnilega 8. júní og þá á eitthvað mikið og stórt að gerast í mínu lífi samkvæmt einhverri spákonu... hef nú yfirleitt ekki mikla trú á einhverju svona en flest allt hefur passað hjá henni hingað til og hún var alltaf að ítreka þessa einu dagsetningu þannig að ég er alveg hálfspennt að sjá hvað það gæti verið...
Síminn minn tók uppá því að bila í dag og er það líklega það versta sem getur gerst fyrir mig !! brunaði eins og brjálæðingur niðrí kringlu til að ná fyrir lokun og sagði gaurinn mér það að síminn yrði að fara í viðgerð og ég fengi nýtt kort... kortið yrði tilbúið á MORGUN og síminn sjálfur kæmist í viðgerð á MÁNUDAGINN takk fyrir !! þarna rann upp fyrir mér hvað ég er ótrúlega háð símanum og ég sá nú ekki alveg hvernig ÉG átti að geta lifað án símans míns svona lengi.... Gaurinn sá það greinilega á mér og reyndi eins og hann gat til að fá það í geng í dag og eftir laaaanga bið tókst honum það ! ótrúlegt en satt ! frábær gaur !! :) þannig að núna get ég sem allavega notað kortið mitt í gamla símanum mínum.. ;) gleði gleði !! :P
Ég skellti mér í strípur og smá klippingu í dag og er ég bara nokkuð sátt við útkomuna, ákvað að prufa nýjann stað núna og það var strákur lítið eldri en ég sem sá um mig og var hann vel hress og gaf mér svaka nudd og læti !!
Djamm í kvöld ?? já það held ég svei mér þá !! ;)
föstudagur, júní 04, 2004
Ég ákvað að kíkja aðeins í búðarleiðangur í gær og kom heim með fullt af einhverju dóti, þar á meðal skó, tvær peysur og fullt af einhverju smádóti...ansi stór eyðsludagur en það er nú alltaf gaman að fara að versla ;)
Byrjaði að vinna í dag og líst mér rosalega vel á þetta þannig að þegar þið ætlið að kaupa ykkur slúðurblað eða já kannksi bara eitthvað allt annað þá vitið þið hvert þið eigið að snúa ykkur !! ;)
Veit ekki alveg hvaða svaka símadagur var í dag en síminn stoppaði sko ekki ! fékk meiri að segja símtal frá London sem mér þótti nú afar vænt um ! en fyndið samt þegar svona dagar koma, því suma daga fær maður svona eitt og eitt símtal og sms og svo aðra daga gæti maður verið í fullri vinnu við að svara og tala í símann !! skemmtilegt þetta líf ! :)
Annika kom með ansi góða pælingu, hvort djammið yrði ekki tekið fyrir núna um helgina og er ég alls ekki frá því að þeirri hugmynd verði fylgt eftir ! enda kominn tími til finnst mér ... ;)
Byrjaði að vinna í dag og líst mér rosalega vel á þetta þannig að þegar þið ætlið að kaupa ykkur slúðurblað eða já kannksi bara eitthvað allt annað þá vitið þið hvert þið eigið að snúa ykkur !! ;)
Veit ekki alveg hvaða svaka símadagur var í dag en síminn stoppaði sko ekki ! fékk meiri að segja símtal frá London sem mér þótti nú afar vænt um ! en fyndið samt þegar svona dagar koma, því suma daga fær maður svona eitt og eitt símtal og sms og svo aðra daga gæti maður verið í fullri vinnu við að svara og tala í símann !! skemmtilegt þetta líf ! :)
Annika kom með ansi góða pælingu, hvort djammið yrði ekki tekið fyrir núna um helgina og er ég alls ekki frá því að þeirri hugmynd verði fylgt eftir ! enda kominn tími til finnst mér ... ;)
mánudagur, maí 31, 2004
Við Dóra kíktum smá í menninguna í gærkvöldi og þar var nú fjöldinn allur af fólki enda veðrið alveg að gera sig ! :) Var víst búin að lofa að vera í bandi við Láka en steingleymdi því náttúrlega :$ Auður Sauður !!! Svo ræddi ég málin við annan ungan mann í gær í fyrsta sinn í langan tíma... Sem tók mig heldur betur í gegn fyrir að hafa hálfpartinn að vera að dissa sig undanfarið en kallinn sá fyrirgaf mér það nú á endanum þegar ég var búin að lofa að bæta honum það upp enda var hann orðinn hálfsár, en núna er semsagt allt gott á ný enda þýðir ekkert að vera að velta sér uppúr liðnum hlutum !! ;)
Lenti í frekar asnalegum atburði í dag í Baðhúsinu þegar einhver kona var að þurrka sér með handklæðinu mínu eftir sturtuferð sína... Enda fékk greyið konan ekkert smá sjokk þegar ég kom þarna vappandi og spurði hana hvort þetta væri ekki mitt handklæði ! Helt að konan myndi fá hjartaáfall á staðnum hún var svo miður sín... En ég tók þessu nú afskaplega rólega og var ekkert að stressa mig á þessu, ekki deyr maður nú á því að sleppa að þurrka sér með handklæði einstaka sinnum :D
Lenti í frekar asnalegum atburði í dag í Baðhúsinu þegar einhver kona var að þurrka sér með handklæðinu mínu eftir sturtuferð sína... Enda fékk greyið konan ekkert smá sjokk þegar ég kom þarna vappandi og spurði hana hvort þetta væri ekki mitt handklæði ! Helt að konan myndi fá hjartaáfall á staðnum hún var svo miður sín... En ég tók þessu nú afskaplega rólega og var ekkert að stressa mig á þessu, ekki deyr maður nú á því að sleppa að þurrka sér með handklæði einstaka sinnum :D
sunnudagur, maí 30, 2004
Hugsa að þetta sé einn mesti letidagur ársins... allavega hjá mér, enda er allt lokað og margir í einhverjum boðum eða álíka... ég er barasta ennþá vappandi um á náttfötunum og get svo svarið fyrir það að ég man ekki eftir að það hafi komið fyrir áður...
Þá er víst búið að velja þjóðhátíðarlagið fyrir þetta árið en þar sem ég er ekki enn búin að heyra það get ég voða lítið sagt um það ! :D vona bara að það sé eitthvað varið í það... Ég er allavega aftur orðin spennt fyrir Eyjum, spennan var eitthvað farin að dala en er einhvern veginn komin aftur í ómældu magni !! ;)
Ekki er ég nú búin að vera dugleg að laga til eins og ég hafði ætlað mér að gera í dag og sé ég nú ekki fram á að það verði gert úr því sem komið er... en það kemur dagur eftir þennan dag ekki satt ?? ;P
Þá er víst búið að velja þjóðhátíðarlagið fyrir þetta árið en þar sem ég er ekki enn búin að heyra það get ég voða lítið sagt um það ! :D vona bara að það sé eitthvað varið í það... Ég er allavega aftur orðin spennt fyrir Eyjum, spennan var eitthvað farin að dala en er einhvern veginn komin aftur í ómældu magni !! ;)
Ekki er ég nú búin að vera dugleg að laga til eins og ég hafði ætlað mér að gera í dag og sé ég nú ekki fram á að það verði gert úr því sem komið er... en það kemur dagur eftir þennan dag ekki satt ?? ;P