laugardagur, október 16, 2004

Ég er svo klár að það hálfa væri nóg sko ! keypti mér nýja skó um daginn, svaka flottir gelluskór, en hef ekkert notað þá að viti... datt mér svo í hug í gær að kíkja á Laugarveginn í búðir þegar ég vaknaði á morgun ( semsagt í dag) og ég fór... á nýju skónum... sem var nú ekki beint viturlegt, enda er ég með ólýsanlegt hælsæri núna og læti ! beauty is pain er víst sagt !! :D hehhe...
annars var farið í pool í gær og þarf ekki að spyrja að því að ég gjörsamlega rústaði auðvitað Ottó í þessu ! neeee kannski ekki alveg... það hefði nú verið einum of gott til að vera satt...en hann vann víst (ég leyfði honum samt að vinna sko... blikk blikk ) heheh ! :P
hey já, svo fór ég á jólamarkað í gær... var ekki alveg að fíla það samt að það var verið að spila jólalög og læti ! samt hélt ég að ég yrði ekki eldri í gær þegar ég sá að það var byrjað að skreyta í Hagkaup með jóladóti... aaaaaaaðeins of snemmt elskurnar mínar !!!

föstudagur, október 15, 2004

Þá er maður bara komin í haustfrí ! en ég vaknaði nú samt fyrir níu í morgun þrátt fyrir að hafa kíkt á Sólon tjútt í gærkveldi með the gells ! ;) við fimm skelltum okkur semsagt í bæinn í góðum fíling og var klikkað mikið fólk á djamminu, svona miðað við að það var fimmtudagur... það var alveg troðið á efri hæðinni á Sólon þannig að við vorum bara niðri með alveg svakalegum einhæfum DJ... no offense... það var bara það sama aftur og aftur og svo ennþá meira af því :D við sátum bara þarna alveg í rólegheitunum og kom þá ekki bara einhver (ungur !) gaur og plampaði sér bara hliðina á mér og spurði nokkrum sinnum hvort hann mætti kyssa mig ! ég hélt nú ekki og átti hann eitthvað erfitt með að skilja hvað ég væri að meina en fór svo sem betur fer ! talandi um klikkað fólk sko !! :D
þarf að stússast til lækna í dag... ekki bara eins heldur tveggja takk fyrir... þarf svo að sækja múttu í Hfj. um fimm og er planið að kíkja aðeins í búðir... smáralind or some... þannig að dagurinn minn er alveg planaður sko ... en kvöldið aftur á móti... ? ;)

miðvikudagur, október 13, 2004

Haustfríið er á næsta leiti eða nánar til tekið núna á föstudaginn... jei fyrir því !! ;) heheh... annars er planið að vera duglegur að læra og jú auðvitað verður nú eitthvað kíkt á bæjarlífið... hef enga trú á öðru ! :D
svo styttist óðum í afmælið okkar þremenningana og er fólk farið að fá invitations og hvetjum við alla að koma og láta sjá sig þetta merka kvöld, enda verða fríar veitingar í boði og ekki veit ég hver segir nei við svoleiðis fríðindum ! :P
Færsla eydd!