fimmtudagur, mars 02, 2006

Jæja, ég dreif mig í skólann í gær enda alveg komin með nóg af þessum aumingjaskap i mér! heheh! held samt að ég hafi alveg haft gott af því að vera heima fyrri part vikunnar og reyna að ná þessu úr mér... er altof dugleg að leyfa mér ekki að verða veik, en maður verður víst stundum að taka því með ró...

en já ég er semsagt öll að hressast! fór í vinnuna í dag og var sá tími alveg ótrúlega fljótur að líða enda alltaf gaman í vinnunni! :) leikskólastjórinn kom til mín og vildi endilega fá mig fullt starf í sumar og þó að það sé rosalega freistandi þá veit ekki alveg hvað ég geri... leikskólinn lokar nefnilega í heilann mánuð í sumar og það er svolítið mikið að missa af mánaðarlaunum ef maður fær enga aðra vinnu í þennan mánuð... svona sérstaklega þar sem maður er að fara út í haust og svona... en ég sagðist ætla að hugsa þetta aðeins, enda er ég alveg á báðum áttum....

helgin nálgast óðum og er hún alveg óráðin! ótrúlegt en satt... hugsa að hún verði í rólegri kantinum enda ekki sniðugt að vera að fara á eitthvað svaðalegt tjútt svona nýuppstaðin úr veikindunum... nenni sko ekki láta mér slá niður og veikjast aftur, nei takk!!! þá sleppi ég nú frekar djammi :) ætla svo að reyna að vera dugleg að læra um helgina (meina þetta í þetta skiptið!!) enda fer ég fyrsta lokaprófið mitt eftir bara þrjár og hálfa viku! :S

var að skoða hvað lag var toppnum á billboard þegar ég fæddist og semsagt 31. október 1984 var caribbeaan queen með billy ocean á toppnum... gaman að því ha! ;) en já ef þið hafið áhuga að sjá hvaða lag var að toppnum þegar þið fæddust ýtiði bara hér :P

jájájájá... svona er ég semsagt dugleg að læra... ;)

mánudagur, febrúar 27, 2006

Þetta er nú ljóta flensan sem er að herja á alla núna þessa dagana...! er búin að vera frekar slöpp um helgina, var samt eiginlega verst í gær en er heima núna að reyna að ná þessu úr mér... mamma og edda eru líka lasnar þannig að við erum þrjár heima sem hefur nú bara ekki gerst síðan ég man eftir mér! vona bara að þetta fari sem fyrst úr manni...

Annars fór maður svona á sig komin í útskriftarveislu til vin ottós á laugardagskvöldið þar sem voru glæsilegar veitingar :) eftir það brunuðum við í afmælispartýið hjá völu og andra þar sem við stoppuðum reyndar stutt útaf slappleika í okkur báðum en það er alltaf gaman að kíkja til þeirra samt :)

Á föstudaginn var svo febrúar saumó hjá tomma... ekkert smá góð mæting, mættum flest öll og allir vel hressir... sumir reyndar alveg hressari en aðrir en það var bara gaman að því ;) heheh! tókum svo öll lagið í söngstar, slógum þessu upp í keppni og náði ég í annað sætið... ótrúlegt en satt miðað við að vera hálfraddlaus... en þetta var súper stuð :P

Helgin byrjaði ekkert smá vel á föstudaginn... fékk tilbaka ritgerðina sem ég kláraði í einum rikk um daginn og fékk ég 8 fyrir hana takk fyrir takk! ekkert smá ánægð þar sem ég kláraði hana klukkutíma áður en ég átti að skila henni (alltaf jafn stundvís með allt!) og gerði fastlega ráð fyrir því að ég fengi í mesta lagi 5... þetta var alveg æði enda gildir hún líka frekar mikið af lokaeinkunninni... þannig að ég var bara ein gleðisprengja á föstudaginn! ;)

en já... ætla að fara að taka sólhatt og fara að halda áfram með skólaumsóknina mína... :)
tjusss :)

p.s. kanarí myndir eru komnar inn..... :)