föstudagur, janúar 02, 2004

þá er maður búin að fá stundatöfluna í hendurnar og lítur hún alveg þokkalega út sko :) mjög sátt allavega !!
kíkti svo í smáralindina með Dóru og Óla... þar voru nú fleiri búðir opnar en í kringlunni þó svo að búðirnar sem við ætluðum í þurftu einmitt allar að vera lokaðar !! okkar heppni sko !! ;)

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Dóra var að segja mér ansi skemmtilega frá ballinu og væri ég SVO til í að sjá þetta allt á filmu ;) þetta hefði sko ábyggilega slegið í gegn á hvíta tjaldinu :D upprennandi kvikmyndastjarna sko :P heheh !
mér er búið að líða svo illa í allann dag, sem er svo engan veginn líkt mér.... ekki þynnka sko, heldur er ég búin að vera að hugsa svo ótrúlega mikið um sumt og búin að vera með nagandi samviskubit þó að ég eigi nú kannksi ekki að vera með það.... en eftir langt samtal við yndið mitt þá komst ég að niðurstöðu í sambandi við vissan aðila !! þannig að nú er bara að byrja nýja árið með trompi og láta engan hafa svona mikil áhrif á mann eins og sumum tókst einhvern veginn á óútskýranlegan hátt sko !!
hmmm... ég verð víst að halda áfram að laga til áður en fólkið kemur :)
god hvað ég er eitthvað mygluð !! er ennþá ein heim ... eins og síðustu þrjá daga reyndar en famílian kemur heim í kvöld þannig að þá er sælan búin :D búin að vera á fullu að laga til og vaska upp og læti núna í dag.... það er víst vissara ef fólkið á ekki að verða brjálað... búin að fara 3 ferðir niður í ruslageymslu, taldi betra að henda öllum bjórdósunum sem ég og vala tæmdum svo léttilega í fyrradag ;P gátum samt ekki klárað dooleysið....en strákarnir sáum um að sötra vel á því þó að láki er nú ekki hrifinn af þessu, samt drakk hann nú mest af því held ég nú :D
Gleðilegt ár og takk fyrir það síðasta !! :)
vonandi að þetta ár verði ennþá betra en 2003 þó að það hafi kannksi ekki byrjað nógu vel sko.... en já áramótin hjá mér voru hin bestu þökk sé dóru & co ! :) þegar við vorum búnar að skjóta upp þá húrruðum við gellurnar til Guggu til að hita upp fyrir ballið og var þar mikil steming !! fórum svo á ballið sem var það fínasta enda stendur sálin nú alltaf fyrir sínu sko :) þetta var mega stuð þó svo að ég viðurkenni það að ég var ALTOF drukkin og þar af leiðandi ekki með margar heilasellur í gangi, þannig að smá misskilningur átti sér stað sem ég sé ótrúlega mikið eftir og vildi að hefði ekki átt sér stað, en ég vissi heldur ekkert hvað sumir aðilar voru að pæla og eftir svona langan tíma ætti ekki að vera svona erfitt að taka ákvörðun.... en já ætla nú ekki að messa meir yfir því hér, veit ekki afhverju ég var einu sinni að segja þetta hér !!
þetta er áhrifin af víninu held ég bara og hér með er ég komin í drykkjupásu sko !! ætla að lifa heilbrigðari lífi þetta árið en á því síðasta sjáið til ;) þannig að reynt verður að minnka drykkjuna ! :D svo þýðir víst lítið að láta sér líða illa yfir mistökum sem maður hefur gert á liðnu ári, því það er jú búið og gert og maður verður bara að passa sig að þau endurtaki sig ekki :)

mánudagur, desember 29, 2003

vúbbdídú sko !! þá er komið á hreint að ég verð í bænum á gamlárskvöld og er á leiðinni á sálarballið !! keypti miða áðan fyrir mig og dóru þannig að það er allt klappað og klárt sko ! ;) missi reyndar af flugeldashowinu hans pabba þar sem ég verð í bænum og þau fyrir austan en það verður bara að hafa það ! Fjölskyldan hennar Dóru var svo elskuleg að bjóða mér í mat til þeirra og ætla ég að þiggja það og vera með þeim þarna um kvöldið :) svo eftir miðnætti verður sko bara partý partý og svo náttúrlega ballið maður !! :P þetta verður STUÐ !!
öllu má nú ofgera sko... ég er nú ekki alveg sátt við allann þennan snjó !! langaði kannski í aðeins meir en ekki svona mikinn :D
pabba tókst að draga mig á þessa flugeldasýningu við perluna í gær og var hún alveg þokkaleg sko ! mjög flott bara ! svo fórum við að kaupa flugelda og þegar flugeldar eru annars vegar þarf pabbi alltaf að kaupa það stærsta og flottasta enda eyðir hann yfirleitt um 100 þús kalli í flugelda sem hann segir reyndar ekki alveg mömmu, enda yrði hún ábyggilega ekkert alltof sátt þar sem henni finnst það peningasóun að eyða peningum í eitthvað sem skýst upp og er svo búið einn tveir og þrír :D pabbi er á allt öðru máli sko, þetta er allt útspekúlerað hjá honum, að búa til sem flottast show úr þessu og læti :D keyptum fyrir 40 þús í gær og þetta var sko fyrsti staðurinn sem við fórum á... erum eftir að kíkja á fleiri sölur þannig að þetta verður ábyggilega eins og undarfarin ár :D

sunnudagur, desember 28, 2003

Jæja þá eru jólin komin og farin... okey kannski ekki alveg farin en samt... magnað hvað fólk getur stressað sig í margar vikur við undirbúning fyrir jólin sem líða svo ótrúlega fljótt fram hjá manni að alltí einu eru þau barasta búin ! en þetta á að vera gaman enda hef ég nú eiginlega lítið sem ekkert stressað mig yfir þessum blessuðum jólum sko ! ;)
Ég fékk alveg ÓTRÚLEGT magn af gjöfum og voru þær bókstaflega allar FRÁBÆRAR ! takk fyrir mig :*
Ég er búin að fara í 3 matarboð og 2 kaffiboð núna síðustu 3 daga takk fyrir ! þetta er náttúrlega brjálæði finnst mér, enda alveg ótrúlega forvitið fjölskyldufólk í einu þessa boða sem spyrja mann bókstaflega spjörunum úr !! en við stoppuðum nú ekki lengi í því boði samt, sem betur fer segi ég nú bara ;) nóg spurt á þessum stutta tíma sem við vorum þarna....
hey... haldiði ekki bara að hún Auður hérna hafi skellt sér í bláfjöll í gær enda tilvalið skíðaveður ! þetta var hörkufjör sko en mér var orðið frekar kalt á tánum undir lokin og svo þurftum við að drífa okkur í bæinn því ég þurfti að drífa mig í boðið hjá Rakel og Gísla sem var eiginlega eina boðið sem mér langaði í, líklega þar sem þetta er vinafólk okkar og þar af leiðandi ekkert forvitið fjölskyldufólk þarna á staðnum... :D svo hitti ég Völu Rún og skemmtum við okkur konunglega enda alltaf stuð þar sem við tvær erum staddar og þarf nú ekki að spurja að því að mikið var slúðrað og tjúttað sko fram á rauða nótt ! :P