föstudagur, mars 10, 2006

ég er alveg ótrúleg í að týna hlutum! núna er ég búin að týna hleðslutækninu mínu fyrir símann sem ég skil reyndar ekki alveg því það er alltaf á sama stað í hleðslu.... en já, nú er batteríð alveg að verða búið og þeir sem þekkja mig vel vita að ég er alvarlega háð símanum mínum þannig að það er spurning hvernig ég mun lifa þennan dag af! Kemst ekki með hann í hleðslu fyrr en hjá ottó í kvöld og dagurinn núna rétt að byrja... bömmer!!! ;)

annars er enn önnur vikan liðin og á morgun er planið að fara í afmæli til litlu frænku ottós og um kvöldið er það víst partý partý ;) spurning samt hvað maður gerir... veit að stefnan var tekin á smá drykkju en ég veit ekki alveg hvort að maður sé að fara að missa sig í bollunum... það er bara svo ofboðslega mikið að gera hjá mér í skólanum að ég tími eiginlega ekki að eyða sunnudeginum í eitthvað rugl því að ég veit að ef ég fer að drekka eitthvað mikið á morgun þá enda ég í bænum fram eftir morgni og þá mun ég ekki koma neinu í verk á sunnudaginn sem er ekki sniðugt... hmm... þetta er pæling.. þarf að hugsa þetta aðeins ;)

ég sendi umsóknirnar mínar út í skólana í DK í fyrradag og er ekkert smá fegin að því er lokið... nú get ég hætt að hugsa um þær og krossa bara fingur fyrir jákvæðum svörum þann 28. júlí! Kollegi málin ganga vel, við skoppum upp og niður á biðlistunum en ættum alveg að fá eitthvað húsnæði undir lokin... við erum yfirleitt númer 100 og eitthvað á þeim, nema á einu en þar erum við númer 303 sem er samt nokkuð gott miðað við það að við vorum númer 500 og eitthvað þegar við sóttum um alveg fyrst í janúar...

jesserí... en ég er farin að fylgjast með í tímanum sem ég er í...

njótið helgarinnar! :)

fimmtudagur, mars 09, 2006

híhíhíhí! sá þetta á einhverri síðu og fékk þetta lánað ;)


miðvikudagur, mars 08, 2006

var klukkuð af anniku og vá, hvað þetta er mikil langloka! en here it goes...

Ég hef:

( ) Klesst bíl vinar/vinkonu - nei bara kaggann hans pabba...
( ) Stolið bíl
( ) Verið sagt upp af kærasta/kærustu -ég hef því miður alltaf séð um það
( ) Verið rekin
( ) Lent í slagsmálum
(x) Læðst út meðan þú bjóst enn þá heima hjá foreldrum
( ) Haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
(x) Verið handtekin - ekki af löggu samt... ;)
( ) Farið á blint stefnumót
(x) Logið að vini/vinkonu - það hefur komið fyrir... eiginlega bara á yngri árum samt :)
(x) Skrópað í skólanum - úff... skammarlega oft :/
(x) Ferðast í flugvél - myndi gera það oftar ef það væri í boði
( ) Kveikt í þér viljandi - er nú ekki alveg klikk sko!
( ) Borðað sushi – hef smakkað og það var nóg...
( ) Farið á sjóskíði - væri alveg til í það samt :)
(x) Farið á skíði
( ) Hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) Farið á tónleika
(x) Tekið verkjalyf
(x) Elskað einhvern eða saknar einhvers akkúrat núna
(x) Legið á bakinu og horft á skýin
(x) Búið til snjóengil
(x) Haldið kaffiboð
(x) Flogið flugdreka
(x) Byggt sandkastala
(x) Hoppað í pollum
(x) Farið í tískuleik (dress up)
(x) Hoppað í laufblaðahrúgu
(x) Rennt þér á sleða
(x) Svindlað í leik -
(x) Verið einmana
(x) Sofnað í vinnunni/skólanum - einu sinni í tíma :$
(x) Notað falsað skilríki
(x) Horft á sólarlagið
(x) Fundið jarðskjálfta
(x) Sofið undir berum himni
(x) Verið kitluð/kitlaður
(x) Verið rænd/ur
(x) Verið misskilin/n
(x) Klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) Farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunarskyldu að vettungi
(x) Verið rekin/n eða vísað úr skóla – var rekin úr einum áfanga í MH.. ég og þessi tiltekni kennari áttum bara ekki vel saman...
(x) Lent í bílslysi
( ) Verið með spangir
(x) Liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjólið
( ) Borðað líter af ís á einu kvöldi - reyndar ekki, samt er ís eitt það besta sem ég fæ :P
(x) Fengið deja vu
(x) Verið vitni að glæp
(x) Efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) Verið gagntekin/n af post-it miðum - heheh hver samdi þetta?!
(x) Leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) Verið týnd/ur
(x) Synt í sjónum
(x) Fundist þú vera að deyja
(x) Grátið þig í svefn
(x) Farið í löggu og bófa leik
(x) Litað nýlega með vaxlitum
(x) Sungið í karaókí
(x) Borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) Gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) Hringt símahrekk
(x) Hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér – frekar óþægilegt! :D
(x) Stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) Dansað í rigningunni
(x) Skrifað bréf til jólasveinsins
(x) Verið kysst/ur undir mistilteini
(x) Horft á sólarupprásina með einhverjum sér þykir vænt um
(x) Blásið sápukúlur
( ) Kveikt bál á ströndinni
(x) Komið óboðin/n í partý ( )
( )Verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) Farið á rúlluskauta/línuskauta – love it! ;)
(x) Hefur einhver óska þinna ræst
( ) Farið í fallhlífastökk - það stendur sko til bóta!!!
( ) Hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig – ekki ennþá... ;)
(x) Pissað úti

úff... þá er þetta búið... nú ættuð þið að vita eitthvað smá meira um mig! :P

mánudagur, mars 06, 2006

þá er fyrsta helgin í mars búin og má sko með sanni segja að dagarnir fljúga frá manni... var einmitt að hugsa um það í gær að eftir hálft ár verð ég byrjuð í skóla í DK ef allt gengur sem skyldi! hálft ár!!! þá verð ég farin af klakanum og byrjuð skóla í Danmörku... úff það er eitthvað svo rosalega stutt í þetta að það er hálf scary... held samt að ég sé meira spennt heldur en eitthvað annað ;) svo verðið þið bara að vera dugleg að heimsækja okkur þá verður þetta í besta lagi! hehe :P

annars kíkti ég í ljós í gær og eftir tvöfaldann ljósatíma fittar maður ágætlega inní hunt's fjölskylduna, svo mikið er víst! átti tvo ljósatíma eftir á kortinu mínu og ákvað að klára kortið bara og prófaði að fara í tvöfaldann tíma, hef aldrei gert það áður... en já ég var verst í gærkvöldi en svo í morgun var roðinn bara farinn og komin þessi líka fallegi litur í staðinn ;) svona fyrir utan andlitið sem er enn svona rauðbrúnt!! smart! heheh :P
ég var e-ð að vinna í dag og ein lítil pæja sat hjá mér og allt í einu kom uppúr henni "þú ert svo brún í andlitinu!" sko mína! ;) æjh hún er svo mikið æði, draumabarn allra og þvílikt yndi!

en já ég er ENNÞÁ þvílikt kvefuð and I don't like it!! var sett á pensílin en það virðist hafa lítið sem ekkert að segja... mér er nú bara ekkert farið að standa á sama um þetta ástand á mér, ég sko verð bara ekki lasin og hvað þá svona líka allsvakalega! en svona er þetta víst bara... that's life!

jæja, ætla að fara að koma mér undir sæng bara... skrifa frekar bara meira á morgun, þ.e.a.s. ef ég verð í bloggstuði ;)

-ciao-