laugardagur, júlí 17, 2004

Fjölskyldan mín er ótrúleg... Þegar fólkið kom að vestan á fimmtudagskvöldið var Edda að tala um hvað hana langaði að fara eitthvert út og ljúka sumarfríinu með stæl og var vinan ekki fyrr komin inn úr dyrunum þegar hún var sest fyrir framan tölvuskjáinn og að panta sér miða til Svíþjóðar ! Þannig að hún er að fara þangað í dag með vinkonu sinni og verða þær í rúmlega viku ! Ekki nóg með það, heldur fengu foreldrar mínir sömu hugmynd og ákváðu að skella sér bara til Danmerkur á miðvikudaginn og vera í viku... koma semsagt heim þegar ég er í fullum undirbúning fyrir þjóðhátíð ;) en já ég verð semsagt ein heima í eina viku... aftur... magnað fólk í þessari fjölskyldu , það er sko ekkert verið að hika við hlutina á þessum bæ !! :D
13 dagar !! ;P

föstudagur, júlí 16, 2004

Jújú... haldiði ekki bara að auði hérna hafi dottið í hug að setja á sig brúnkukrem fyrir svefninn í gærkvöldi og afleiðingin af þeirri hugdettu varð sú að annar fóturinn minn var hreint og beint röndóttur þegar ég vaknaði !! :D alveg hreint magnað þarsem öll önnur svæði heppnuðust frekar vel en bara annar fóturinn sem var ekki alveg að passa þarna inní ... jájá því ekki ?!?!? ;)
Tiltektin í herberginu hélt áfram í morgun áður en ég fór í vinnunna og miðar þetta allt saman hægt og rólega áfram... ákvað að taka þetta í smá lotum !! ;P sé samt eiginlega ekki fyrir endann á þesssu... endalaust hægt að flokka og þar sem ég á alltof mikið að dóti, veit ég ekkert hvert ég á að setja það.. en já þetta hlýtur að fara að taka enda, hef enga trú á öðru enda þýðir víst ekkert að vera að hangsa með hlutina !! :)
15 dagar ...

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Pabbi ákvað að skella sér í veiðiferð með einhverjum gömlum vin og koma þeir ekkert fyrr en á föstudaginn þannig að ég er bara ein heima núna næstu daga... veit reyndar ekki hvenar mútta og edda koma heim en það gæti jafnvel verið annað kvöld en ég veit ei...
Var ekkert smá dugleg og ryksugaði og sópaði alla búðina eftir lokin og vá það var alveg kominn tími til... allavega svona sum staðar... en nú glansar búðin frá gólfi upp í loft ! tja eða svona næstum því !! ;P Fékk bílinn í vinnuna ( enda enginn annar heima til að nota hann !! ) og var það ákafalega ljúft að þurfa ekki að bíða eftir strætó eftir svona "erfiðisvinnu" líka ! heheh :D

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Haldiði ekki bara að Láki kallinn hafi ákveðið að hætta við að hætta við að fara til eyja þannig að hann kemur með og eru það gleðifréttir ! :)
Ég er nú ekki alveg með fulde fem núna þessa dagana... ég svaf í 11 tíma í nótt takk fyrir ! það er náttúrlega bara útí hött, svona allavega miðað við það ég þarf yfirleitt bara um 6-7 tíma svefn til að vera sem hressust... sofnaði um hálf tólf og vaknaði rúmlega tíu ! ætla að reyna að halda mig frá svona miklum svefni þar sem það hefur ekkert svakalega góð áhrif á mig, var nefnilega frekar dösuð eitthvað í vinnnunni miðað við venjulega.. :D
17 dagar....

mánudagur, júlí 12, 2004

Magnað hvað allir voru eitthvað hressir í dag sem komu í búðina ! kom meðal annars maður sem var svo ánægður með afgreiðsluna og var eitthvað að tjá sig um hvað það væri gott að koma þangað :) svo var nú annar maður sem kom, strákur eiginlega sem var sko ameríkani og jújú í góðu lagi með það... hann spyr um póstkortin og ég bendi honum á þau. Svo kemur hann upp að borðinu og spyr bara alveg upp á þurru hvort ég væri íslensk og eitthvað svoleiðis... Svo spurði vinurinn hvort hann mætti taka mynd af mér ! ég bara " no why ?" þá fékk ég svarið " you are blonde and beautiful, the perfect icelandic beauty and i want to show my friends in america how they look like ! " ég átti svo bágt með að fara ekki að hlæja og hélt í alvörunni að hann væri að djóka og en hann hélt nú ekki og vildi fá þessa mynd af mér !! ótrúlegt hvað drengurinn var ekki að gefa sig en eftir dágóðann tíma gafst hann þó upp og labbaði út... með enga mynd af mér takk fyrir :D þetta fannst okkur í vinnuni ansi fyndið og höfðum við gaman af enda lífga svona tilfelli óneitanlega uppá vinnudaginn !

sunnudagur, júlí 11, 2004

Enn ein helgin búin og ný vika senn að byrja... Við Annika og Karó skelltum okkur aðeins út á lífið í gær og var það eins og búast mátti við mjög skemmtilegt ! Fattaði samt þegar við vorum staddar á Felix að ég hafði gleymt sjalinu mínu á Sólon þannig að við neyddumst til að standa í þónokkurri röð til að komast inn og sækja það... en meina... það er nú bara stuð enda mikið af fólki sem hægt var að fylgjast með !
Heimilislífið hérna næstu vikuna mun vera afar rólegt spái ég en mamma og edda tóku uppá því að skella sér með afa og ömmu og svo bróður mömmu og fjölskyldu hans vestur á land... og ætla þau sér að vera þar í nokkra daga... þannig að það er bara ég og pabbi sem sitjum eftir heima en þar sem ég er ekki það mikið heima hjá mér verður fjölskyldulífið frekar easy going...