miðvikudagur, september 28, 2005

Það var hringt í mig í gærkvöldi úr einhverju skringilegu númeri og ég náttúrlega bara svaraði en þá kom alveg ótrúlega skrýtið hljóð í símann, svona eins og einhver væri að anda eða blása eða eitthvað... ég skellti bara á enda svaraði enginn mér og fór svo eitthvað að leita hvaðan þetta númer var að hringja og þá var það einhver sem býr í Georgíu! :D eins og ég þekki nú marga þar.... hehehe... ég veit allavega ekkert meira um þetta, örugglega bara skakkt númer... alla leið til Íslands! :D

Nú styttist rækilega í fyrsta prófið sem er núna á laugardaginn... kennarinn var eitthvað að tjá okkur það að meðaleinkuninn úr þessu prófi væri vanalega milli 4 og 5... jájájájá.... einmitt einmitt... mikil huggun í þessu :D en jújú maður stefnir allavega á að ná, þannig að það væri nú kanksi alveg sniðugt að fara að lesa í staðinn fyrir að vera að dúlla sér við eitthvað allt annað... pæling! :)

mánudagur, september 26, 2005

Ég var víst klukkuð af Anniku og þó ég sé ekkert inní þessu klukkdóti skilst mér að ég eigi að skrifa 5 punkta um mig.

1) Ég er óð í skó, töskur, fylgihluti og snyrtidót og jú, reyndar föt líka...já semsagt bara almennt óð í allt flott sem hægt er að kaupa og nota :D passa mig samt alveg á því að eyða ekki af fingrum fram enda verður maður að passa uppá budduna þegar maður er á fullu í skóla.

2) Ég er alger fiskiæta. Love all fish. Tengist kannski því að pabbi er sjómaður og maður alinn upp við mikið fiskiát. Hef reyndar aldrei smakkað sushi og hef eiginlega bara enga löngun til þess.

3) Fyrir utan að hafa búið í Danmörku í fjögur ár hef ég komið til Svíþjóðar, Noregur, Hollands, Þýskalands, Tékklands og Austurríki sem er by the way æðislegt land :) ég hef aldrei komið til sólarlanda en það stendur nú til að bæta úr því núna í lok desember en þá er stefnan tekin á Kanarí :)

4) Ég er orðin rosalega háð símanum mínum og gæti ekki alveg hugsað mér hvernig dagurinn væri án hans. Hafði átt nokia síma í 6 ár þangað til í fyrra þegar ég ákvað að breyta aðeins til og skellti mér á Sony Ericsson sem hefur ekki staðið sig eins vel og hinir. Ég er með frelsisreikning því ég taldi mér trú um þá væri auðveldara að stjórna hvað maður talar fyrir mikið á mánuði, en það hefur í rauninni engu breytt fyrir mig. Er nefnilega ansi dugleg að bæta á inneign enda orðið svo einfalt og þægilegt með tilkomu heimabanka ;) heheh... en ég er samt búin að ákveða að minnka þetta aðeins enda getur ekki verið hollt að vera svona háður einum síma :)

5) Ég dýrka Ottó, alla helstu vini mína og familíuna mína ótrúlega mikið. Þið eruð öll algerir demantar sem ég ætti að knúsa og dásama miklu oftar en ég geri :* en þið vitið samt alveg hvað mér þykir vænt um ykkur og það er nú fyrir mestu ;)

Núna ætla ég að klukka Völu, Karó, Láka, Völu Rún og Hildi Sif ... þið elskið mig eflaust útaf lífinu núna fyrir að klukka ykkur... :D híhíhí

Ætla að prófa að hafa svona commenta kerfi og sjá hvort einhver þorir að skrifa... annars tek ég þetta bara aftur út... en endilega commentið ;)