ert' að grínast með veðrið hérna?!
það er barasta kominn snjó"stormur" hérna í danmörkinni, ég sem var farin að vonast til að það væri farið að vora... en well... lítið sem ég get gert í því! kannski bara ágætt að fá smá íslandsfílíng í þetta hérna ;)
en já... edda, eyrún og ásta komu hingað síðasta miðvikudag og fóru aftur á sunnudag... hefði sko alveg viljað hafa þær MIKLU MIKLU lengur!!! en svona er þetta þegar fólk er í vinnum og í skólum... allavega var tíminn með þeim hérna æðislegur, náðum að gera fáranlega mikið og vorum eiginlega alltaf að gera eitthvað sem var stuð! þær hefðu þurft aðeins meiri tíma í H&M en tveir tímar voru sko langt frá því að vera nóg fyrir þær, þá voru þær rétt svo hálfnaðar og voru ekkert sáttar við að það var bara opið til 17! hehe... en þá verðar þær bara að koma aftur, fine by me! ;)
skólinn er svo bara á fullu, er í einu fáranlegu erfiðu fagi sem ég og flestir í bekknum eigum ANSI erfitt með að læra en þetta hlýtur að koma bara með kalda vatninu...! verð bara að vera duglegri að læra, er búin að vera ansi löt undanfarið, einhvern veginn hefur verið allt of mikið til að horfa á... :Þ hmm... ekki beint sniðugt kannksi, en ég fer að taka mig á.......
framundan er svo bara skóli og lærdómur, er bara fegin að vera í fríi á morgun miðað við hvernig veðrið er, myndi ekki meika að vakna snemma vitandi af brjáluðu veðri úti! á nógu erfitt með að vakna snemma fyrir!!!
hmm... svo um helgina erum við að fara í mat til Hjalta og Agnesar í Frederiksberg og svo ætlum við að kíkja til Hróaskeldu á laugardaginn og kíkja á rúsínubollukrúttið mitt sem verður alltaf sætari og sætari í hvert skipti sem við förum til þeirra!! :) svo fer sunnudagurinn í lærdóm og þrif! við eigum víst sameignina þessa vikuna og samkvæmt nýja skipulaginu á hver íbúð að þrífa allt s.s. tv-stuen (sem við notum nota bene aldrei þar sem við erum með okkar eigið sjónvarp inni hjá okkur), sameiginlegu "samverustofuna" og svo ALLANN ganginn sem er b.t.w. ekkert grín að þrífa! áður var þetta þrískipt en núna þurfum við að þrífa þetta allt í einu :/ fer hátt í heilann dag að þrífa þetta allt sko... en þá þurfum við heldur ekkert að þrífa fyrr en í júní eða júlí sem er alveg ágætt...
en anyways... ætla að fara að horfa á prison break...
*ciao*