Jújú... við mútta skelltum okkur á útsöluna í morgun og þar var nú aldeilis keypt nægu sína ... :$ keypti tvennar buxur (Auður keypti sér diesel gallabuxur takk fyrir !! :D ) , bikini, nærföt, nokkra boli, snyrtidót og eitthvað meira smádót... alveg hægt að gera MASSA innkaup á svona útsölum þó svo að eiginlega ekkert af þessum hlutum hafi actually verið á útsölu... :$
21 dagur áætlað í Þjóðhátíð en nokkrar breytingar hafa orðið á planinu en það verður bara að koma betur í ljós næstu daga... Ég og Annika erum allavega búnar að gera díl um að við förum, no matter what !!! :) hey já akkúrat 3 vikur í dag í þetta... þetta verður massíft fljótt að líða spái ég...
laugardagur, júlí 10, 2004
sunnudagur, júlí 04, 2004
Þá er gæsunin búin og það sem ég náði að vera með í var alveg frábært ! fór bara strax eftir vinnu í baðhúsið til að finna mig til og hitti svo stelpurnar á pottinum og pönnunni þar sem við fengum okkur gott í gogginn. Eftir að hafa farið svo í hópferð í hagamel að fá okkur ís lá leiðin heim til Guggu þar sem við horfðum á A night at the Roxbury sem er náttúrlega bara snilldarmynd ! Eftir hana var eitthvað sötrað og hitað upp fyrir kvöldið framundan... Svo löbbuðum við brjálæðingarnir niðrí bæ og skórnir að drepa hérna meirihlutann en við komusmst þó á Nasa þar sem í svörtum fötum var að spila, með stemninguna í lagi ! þetta var semsagt alveg heví skemmtilegt allt og Fjóla gæs rosalega ánægð með daginn skildist mér :)