sunnudagur, apríl 20, 2003
Ég er búin að sjá það að ég gæti alveg slegið í gegn sem útvarpsleikkona!!! :D Dóra fann svona upptökutæki og við náttla með okkar hugmyndaflug gerðum sápuóperu-útvarpsþátt sem vi náttúrlega tókum upp!! sem heitir by the way því dramatísku nafni "No Peace" :D þetta var alveg svakalegt stuð og við erum komnar með nokkra þætti og munum örugglega halda áfram að gera þá :D svo nýttum við veðrið í gær og skelltum okkur í körfu!! :D semsagt á okkar hátt.... það var líka brjálæðislega gaman en þeir sem hafa verið að fylgjast með okkur (vonandi enginn!!) hafa pottþétt skemmt sér vel!! :D Fór með Völu Rún á Johnny English og mæli sko alveg með henni!! við allavega skemmtum okkur konunglega og hlógum mikið enda nóg til að hlæja yfir :D svo er pælingin að skella sér á Just married í kveld en það er líka partí en ég held samt að ég taki því bara rólega svona til tilbreytingar :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli