laugardagur, nóvember 01, 2003
Já ég semsagt átti afmæli í dag... ég er semsagt orðinn 19 ára vitleysingur :D byrjaði að fá hamingjuóska sms akkúrat á miðnætti og svo var síminn á fullu fram eftir degi... fékk meiri að segja sms og upphringingar frá fólki sem ég átti ekki beint von á að fá frá... en það var nú bara gaman að því... veit ekki um neina manneskju sem gleymdi mér... enda eins gott fyrir þá!! hehe neinei segi nú bara svona! eða jú reyndar... mamma gleymdi því... fattaði það svo 20 mínutum eftir að ég var vöknuð... er það nú sko... hmm.. :D svaka stuð í skólanum í dag... sungið fyrir mann og alles í sálfræðitímanum sem lífgaði reyndar svolítið uppá langann tímann.... svo þegar ég kom heim byrjaði heimasíminn líka að hringja... algert símavændi mætti halda.. :D svo komu gestir og þegar þeir voru farnir dró mamma mig með í búðarleiðangur til að finna afmælisgjöf handa mér... ( fann nú ekkert spes samt) og svo um kvöldið bauð mamma mér og Eddu út að borða... rosa fínt allt... svo bara tók ég því óeðlilega rólega miðað við að þetta er nú ég... horfði á idolið og svo komu Haffi og Krissi með pakka handa mér, geðveikt flott enda er ég ekkert smá ánægð með hann ;) thanx guys!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli