föstudagur, nóvember 21, 2003
Sálfræðikennarinn vildi endilega að við færum að tjá tilfinningar okkar meira... semsagt að við færum að segja "ég elska þig" við vini og fjölskyldu og svo náttúrlega líka við kærasta og maka! svaka pæling á bakvið það sko... magnað samt ef ég pæli útí það, að ég hef bara sagt þetta við örfáa útvalda... hef aldrei sagt þetta við neinn í fjölskyldunni minni sem mörgum finnst örugglega frekar skrýtið en mér finnst það í raun bara allt í lagi því ég var bara alin þannig upp.. svo þegar þetta hefur verið sagt við mig, hefur það ekki heldur komið frá neinum í fjölskyldunni... það finnst mér reyndar svolítið skrýtnara sko... en that's my family...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli