Við Dóra og Heiða skelltum okkur í aukatímann í jóga áðan og er það eitthvað sem ég á EKKI von á að við munum endurtaka... allavega þarna sko... allar konurnar þarna voru yfir fimmtugt og kennarinn var ekkert smá spes ! við áttum FREKAR bágt með að halda hlátrinum niðri en það tókst þó nokkurn vegin, allavega þangað til við komum útúr tímanum... eina góða við þennan tíma var að við réðum alveg þokkalega við æfingarnar, enda voru þær nú ætlaðar öllum þessum eldri konum ! :D
Meðan ég var að bíða hjá lækninum í dag og skoða slúðurblöð fór ég að velta fyrir mér hvort ég ætti að lita hárið á mér dökkt... jafnvel svart.... hugsa að breytingin yrði nokkuð mikil og er þetta AÐALpælingin í augnablikinu hjá mér .... huxi hux.... :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli