sunnudagur, júlí 04, 2004

Þá er gæsunin búin og það sem ég náði að vera með í var alveg frábært ! fór bara strax eftir vinnu í baðhúsið til að finna mig til og hitti svo stelpurnar á pottinum og pönnunni þar sem við fengum okkur gott í gogginn. Eftir að hafa farið svo í hópferð í hagamel að fá okkur ís lá leiðin heim til Guggu þar sem við horfðum á A night at the Roxbury sem er náttúrlega bara snilldarmynd ! Eftir hana var eitthvað sötrað og hitað upp fyrir kvöldið framundan... Svo löbbuðum við brjálæðingarnir niðrí bæ og skórnir að drepa hérna meirihlutann en við komusmst þó á Nasa þar sem í svörtum fötum var að spila, með stemninguna í lagi ! þetta var semsagt alveg heví skemmtilegt allt og Fjóla gæs rosalega ánægð með daginn skildist mér :)

Engin ummæli: