Já góðann daginn segi ég nú bara ! maður hefur verið heldur duglegur að djamma í sumar og er allt gott um það segja en núna fer það ábyggilega minnkandi þar sem skólinn fer senn að byrja... en það er spurning hvort ekki sé bara hægt að sameina þetta einhvern veginn, vera bara mega duglegur í skólanum þannig að maður getur kíkt með góðri samvisku á djammið svona einstaka sinnum allavega... maður spyr sig, eins og Rúnar orðar svo skemmtilega ;) Menningarnótt er allavega um helgina og þá verður tekið almennilega á því, svona rétt áður en skólinn byrjar, það er alveg klárt !! Búin að setja nokkrar myndir inná myndasíðuna sem teknar hafa verið á sólon...
Svo kláraði ég sálfræðina og fékk 7 í lokaprófinu, alveg eins og ég var búin að spá og var frekar sátt við það... þessar einingar létta ótrúlega mikið fyrir mér í haust og núna er ég eiginlega pottþétt að útskrifast um jólin... :)
Skólinn byrjar víst á mánudaginn en ég ætla að reyna að sækja stundatöfluna mína á fimmtudaginn og er ég frekar spennt að fá hana í hendurnar... þetta verður ágætis önn held ég, er í einu lokaprófi og það er próf sem ég get tekið hvenar sem er á önninni, þess vegna strax í september ef ég verð dugleg...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli