Var að skoða niðurstöður úr einhverju gömlu persónuleikaprófi sem Annika gerði einu sinni á mig í sálfræði og niðurstöðurnar voru eftirfarandi : ég er meðal rólynd - ekkert eigingjörn - frekar félagslynd - meðal ákveðin - ekkert forvitin - frekar sjálfsörugg - frekar metnaðargjörn - frekar jákvæð og mjög víðsýn! Þetta passar allt alveg ágætlega fyrir utan einn punkt... ég er nefnilega ÓTRÚLEGA forvitin og það vita allir sem ég þekkja :D hehehe! En annars er ég alveg afskaplega hamingjusöm manneskja enda ekki annað hægt þegar ég á yndislegann kærasta, frábæra fjölskyldu, æðislega vini, er í skemmtilegri vinnu, er við mjög góða heilsu og líður bara ótrúlega vel í lífinu! Er hægt að biðja um meira?! held nú ekki !!! ;) Ég ætla mér allavega að njóta lífsins í núinu með mínum nánustu sem mér líður best með og hvet aðra að gera slíkt hið sama!
luv ya :*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli