já það ótrúlega hefur svo sannarlega gerst fyrir hana auði hérna! hún fékk æluna nokkrum sinnum í nótt takk fyrir! hef ekki fengið gubbupest síðan 19??... ef ég man rétt... en já er samt alveg sæmilega hress núna, smá flökurleiki og svona eins og í gær bara en þó engir beinverkir eins og voru að plaga mig í gær...
þrátt fyrir smá slappara þá skellti ég mér samt á idolið í smáralind enda sleppur maður því ekki ef manni er boðið á annað borð ;) þar var bara ferlega gaman, miklu skemmtilegra að horfa á þetta þarna en að sjá þetta í sjónvarpi! ætluðum að fá okkur að borða á pizza hut fyrir keppnina en þá var búið að taka allan staðinn í einhvern tíma þannig að fridays' varð bara fyrir valinu... ég er eiginlega alveg hætt að fíla þann stað, fannst hann einu sinni mjög fínn en hefur fallið mjög í einkunn hjá mér eitthvað... við mættum allavega um sex leytið og þá var strax komnar nokkrar 10-12 ára stelpur að bíða í röð eftir idolinu... sumar hafa greinilega EKKERT annað að gera :D hehehe! en þetta var mjög fínt allavega!
svo styttist óðum í árshátiðina hjá mér og stefni ég á MEEEGA tjútt bara! fattaði reyndar að það er frekar stutt í hana og ég ætlaði að skella mér í strípur og jafnvel klippingu fyrir hana, en stofan sem ég fer alltaf á lokar um sex og ég er náttúrlega alltaf að vinna til korter í fimm þannig að það væri ekki fræðilegur möguleiki að ná því... þannig að ég þarf nauðsynlega að komast að næsta laugardag því annars næ ég því ekki! það væri svo sem ekkert end of the world eða neitt svoleiðis ef ég kæmist ekki en alltaf gaman að fara sem fínust á árshátið ;)
er búin að fá að vita hvenar leikskólinn minn lokar og mun það vera akúrat yfir verslunarmannahelgina! lucky me! ;) hann lokar semsagt 18. júlí og opnar aftur 2. ágúst... ég sem ætlaði að biðja um frí á föstudeginum þarna fyrir versló til að komast fyrr til eyja... hehehe.... slepp allavega við það :) annars er bara rosalega góð stemning fyrir þjóðhátíð þetta árið heyrist mér... lítur út fyrir að það verði bara fjölmennt í eyjum sem er MJÖÖÖÖG gott ;) the more the merrier!
á morgun er planið að skella sér á háskólakynninguna með völu og kynna sér betur hvað kemur til greina fyrir mann í haust... er eiginlega alveg hætt við íþróttakennarann, allavega í bili... það átti reyndar að opna nýjan skóla á suðurnesjum ef ég man rétt en hef ekkert heyrt meira um það þannig að það er bara að bíða og sjá... allavega er svo margt annað sem mig langar að læra þannig að vandamálið hjá mér er að velja úr því! vona að maður fái aðeins nánari upplýsingar um hitt og þetta á morgun! :)
anyways.... ég kveð að sinni... over & out! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli