þriðjudagur, mars 29, 2005

-það ótrúlega kom fyrir í dag... ég var heima frá vinnu enda með ódæmum slöpp... ég sem verð aldrei veik! :D maður á greinilega aldrei að segja aldrei! en þetta var seriously einn lengsti dagur sem ég hef upplifað í langann tíma en ég náði þó að sofa þetta mest úr mér held ég svei mér þá... en þetta á engann við mig, svona heimavera í heilann dag, alveg búin að sjá það :D

-við vala fórum í bíó í gær á miss congeniality 2... þessi mynd er alveg ágæt svosem, ekkert til að hrópa húrra yfir, en vel hægt að horfa á hana... ekta svona mynd sem þægilegt er að horfa á videó meðan maður liggur í þynnku.... :D langt síðan maður hefur kíkt í bíó áður en maður skellti sér á þessa... reyndar fórum við ottó á sideways einhvern tímann í febrúar ef ég man rétt og hún var sko góð... annars er tíminn svo fljótur að líða að maður veit varla hvaða mánuður er lengur... jólin rétt liðin og allt í einu eru páskarnir líka búnir! en nú styttist líka óðum í sumarið og þeirri dásemd sem fylgir því... ;)

læt þetta duga í bili...
Auður :)

Engin ummæli: