vikan er vægast sagt búin að fljúga áfram... brjálað að gera í vinnunni og allt eitthvað öfugsnúið fyrir utan vinnuna... samt mikið búið að róast núna þegar nær dregur að helginni sem betur fer segi ég nú bara... svo er ég að deyja úr kuldahrolli núna og er bókstaflega að krókna þó ég sé í tveimur peysum og undir flísteppi! :D en já þannig að ég tók þá gáfulegu ákvörðun að sleppa dansinum núna í kvöld... frekar fúlt að missa af tíma enda finnst mér þetta svo skemmtilegt, en það verður bara að hafa það... við skafti vorum einmitt að tala um að hann ætti bara að fara og taka með sér kústskaft og dansa við það til að viðhalda danskunnáttunni! :D
annars er edda systir að fara til new york og verður þar í þrjár vikur... fer í júní og kemur aftur í júlí...! hefði ekkert á móti því að vera í hennar sporum en ég er jafnvel að pæla í að skella mér eitthvað út áður en skólinn byrjar þannig að þetta reddast nú ábyggilega allt ;)
annars er næsta mál á dagskrá... hvað mun verða fyrir valinu í haust... hugsa að ég fari í skóla en eins og áður þá er íþróttakennarinn enn á hold en núna er eftirfarandi það sem kemur til greina...
- sálfræði, 3 ár + 2 eða þrjú viðbótar ár til að útskrifast sem sálfræðingur... myndi þá ábyggilega fara eitthvert út að klára námið eftir þessi fyrstu 3 ár
-uppeldis og menntunarfræði, kemur ágætlega vel til greina, 3 ár í B.S.
-félagsráðgjöf, er frekar heit fyrir þessu líka... 3 ár og myndi útskrifast sem félagsráðgjafi
-viðskiptafræðin er dottin niður um nokkur sæti
-svo er kennó enn inni í myndinni en ekki eins ofarlega og áður...
en þetta er svo breytilegt núna í augnablikinu... ætla að skoða fleira og kynna mér betur málin áður en ég ákveð mig alveg... :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli