- Þá er enn ein helgin að taka enda og ný vinnuvika að hefjast, reyndar er þetta bara stutt vinnuvika vegna sumardagsins fyrsta þannig að það er bara ágætt :) annars er ég byrjuð að vinna aukalega við úthringingar, semsagt að taka fólk í kannanir sem er í gangi núna og er það mjög afslappað starf... eina sem maður þarf að kunna í rauninni er að lesa, því það stendur ALLT fyrir framann mann á skjánum :D þetta er alveg mjög fínt... er að vinna við þetta nokkrum sinnum í viku eftir vinnu eða um helgar, fjóra tíma í senn...
- Á föstudaginn var svo innflutningspartíið hjá Ásrúnu og Helga og vá hvað þau eru búin að gera þetta huggulegt og flott! það er ekkert smávegis :) manni er nú farið að langa að flytja í sitt eigið húsnæði og hefja næsta kafla lífsins, er alveg ótrúlega spennt fyrir því en sé það samt ekki alveg að gerast á næstunni... bæði það að íbúðarverð er sjúklegt í augnablikinu og svo eru nú líka ýmsir aðrir hlutir sem þarf að íhuga vel.... en það kemur nú allt með kalda vatninu ;)
- Nú fer senn að líða að sumrinu og að ég fari aftur í skóla og er ég bara nokkuð spennt fyrir því... Hildur reyndar aðeins búin að hræða mig en maður verður bara að gera sitt allra besta og leggja sig alla í þetta ef maður ætlar að komast í gegnum þetta og ljúka þessu af! svo er stefnan ennþá að klára námið einhvers staðar úti í löndum en það er bara að finna rétta landið og auðvitað skólann... veit ekki hvort ég klári alveg BA gráðuna hérna eða fari fyrr út ... Veit að Vala Rún ætlar líklega að fara út eftir eitt ár í háskóla hér og halda svo áfram úti sem er alveg frekar sniðugt en vá ég veit svei mér þá ekki hvað ég á að gera!
Annars er bara allt það besta að frétta af mér enda voðalega hress og kát með lífið og tilveruna eins og vera ber! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli