föstudagur, apríl 29, 2005

Haldiði ekki bara að hún Auður hérna hafi loksins fundið jakkann sem hún er búin að leita af forever nánast! eða svona næstum :D allavega var ég eitthvað að rölta í kringlunni í dag, ekki í neinum fataleiðangri eða neitt, og kíkti aðeins í retro og þar hékk hann og beið bara eftir mér! bara svona svartur léttur og sætur sumarjakki sem ég er búin að leita af svolítið lengi... við erum reyndar að tala um ansi mikið dýra flík en þetta kostar allt sitt :) svo var strákurinn svo klikkað almennilegur og hress og það getur haft svo rosalega mikið að segja hvort manni langi að kaupa flíkina í viðeigandi búð eða ekki fattiði... :) svo keypti ég mér eyrnalokka og læti þannig að ég var bara að spreða peningum í dag... ég sem er ekki einu sinni búin að fá útborgað :D

Engin ummæli: