-Mamma og Pabbi komu heim frá Danmörku áðan og komu með heil ósköp með sér eftir bara fimm daga... þau voru víst ekkert að spara enda eru þau nú ekki beint þekkt fyrir það þegar þau skella sér eitthvað út! :D Allavega fékk ég boli, rosa fína Nike skó, eyrnalokka, keramík sléttujárn, nammi og klikkuð nærföt :) ein ekkert SMÁ ánægð! en vá það liggur við að ég sé búin að fá fleiri hluti núna síðusta mánuðinn úr utanlandsferðum heldur en maður fær á afmælisdaginn eða um jólin! mamma gaf mér slatta þegar hún kom frá Glasgow, Edda gaf mér líka böns þegar hún kom frá Bandaríkjunum og svo þetta núna frá mömmu og pabba! og svo er bróðir minn að koma í þokkabót núna í lok júlí! :D híhíh... en þetta er bara stuð, allavega meðan þau hafa gaman af þessu... dytti samt ekki í hug að vera að biðja fólk um að kaupa hina og þessa hluti fyrir mig þegar það fer í ferðalög! veit hvað tíminn er dýrmætur þegar maður er að ferðast eitthvað og þá sérstaklega til útlanda :)
-Lost... í síðustu viku þegar þátturinn endaði með að ólétta stelpan kom aftur, var ég alveg viss um að ég hafði ekki séð neina bumbu, og það voru fleiri að tala um þetta, en það var greinilega bara eitthvað rugl í mér þar sem hún var alveg kasólétt í þættinum í gær! Annars finnst mér þetta allt orðið rosalega drungalegt eitthvað... Einhver ísbjörn á eyjunni í þarsíðasta þætti og svo Claire alveg orðin minnislaus þegar hún kom aftur í gær, alveg er ég líka viss um að kínverski kallinn skilji og tali jafnvel ensku eins og kona hans gerir...
-3 vinnudagar í sumarfrí og 17 dagar í endalausa gleði og hamingju... eða svona um það bil ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli