DÍSÚS!!!!! fyrsti LOST þátturinn var sýndur í USA í fyrradag og við Ottó horfðum á hann í gær og maður er bara algerlega lost! Eftir þennan þátt vakna þvílíkar spurningar og maður veit bara ekkert í sinn haus lengur... Magnaður þáttur, ekkert smá spennandi og ég á erfitt með að þurfa að bíða í viku eftir næsta :D vil bara fá að sjá þá alla í einu þess vegna... heheh... en já, þannig að þið lost fans hafið eitthvað mikið til að hlakka til ... segi ekki meir :P
Fór til tannsa í morgun og er með alveg einstaklega fínar og glansandi tennur núna :D þetta var bara almenn skoðun, eitthvað púss og svo var hún að hreinsa tannsteinana og tók reyndar eina mynd en þetta mun ég hafa borgað tæplega 8000 kr fyrir takk fyrir! jebbs... held að ég hafi verið undir korteri þarna inni... fáranlegt hvað allt svona er dýrt í dag, en það er lítið sem maður getur gert í því þannig að maður verður bara að borga og brosa ef maður er að þiggja þessa þjónustu á annað borð... :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli