Á nokkrum dögum er ég búin að fara tvisvar í bíó takk fyrir... og það er alveg frekar mikið þar sem ég fer nú ekki það oft í bíó! allavega á sunnudaginn fórum við að sjá strákana okkar sem var nú alveg þokkaleg bara, mörg atriði sem hægt var að hlæja yfir og svo önnur atriði sem voru ekki alveg að gera eins góða hluti.... þeir sem hafa séð myndina vita hvað ég er að tala um :D heheh
Já og svo í gær vann vinur Ottó nokkra miða á the 40 year old virgin, einhver sérstök FM sýning, og vá erum við að tala um fyndna mynd eða hvað?!?! :D það liggur við að maður sé með harðsperrur í maganum því maður hló svo mikið, mæli pottþétt með henni enda frábær gamanmynd þar á ferð!
Svo er saumaklúbbur í kvöld og í þetta skiptið verður hann í boði Ásrúnar og verður það væntanlega rosalega gaman, á nú ekki von á öðru, vona bara að flestar sjái sér fært um að koma :)
Ég er að búa til nýja myndasíðu með nýju/nýlegum myndum þannig að bíðið spennt ;) ég er samt búin að vera ritskoða myndirnar mínar sem ég ætla að setja inn á, enda ekki annað hægt í sumum tilfellum! :D heheh... en ég er enn að vinna í þessu, er mikið að velta fyrir mér hverjar ég á nú að setja inná... en það kemur nú í ljós innan tíðar :)
Jæja heimadæmin kalla.... see ya :*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli