laugardagur, október 29, 2005

Þá er maður búin í prófinu og gekk það alveg ágætlega leyfi ég mér að fullyrða :D allavega verð ég illa svekkt ef ég fell... þannig að ég er bara bjartsýn á þetta :)
Það er enginn smá léttir að vera búinn með þetta próf, en manni gefst varla tími til að anda því nú verð ég að byrja að læra á fullu fyrir prófið sem er næsta laugardag... svo þarf ég að fara að laga til og gera húsið hreint... eða allavega mitt herbergi, sem er nú ekkert grín að laga til í...

Úff það er sko ekkert grín að vera að keyra núna á sléttum dekkjum, allavega ekki á mínum enda eru þau nú líka alveg sléttari enn allt slétt og með lítið sem ekkert grip... fann alveg fyrir því þegar ég var keyra í þessu brjálaða veðri sem var í gær... bíllinn minn, tja eins og flestir hinir í umferðinni líka, átti erfitt með að halda sig á götunni enda þvílík lúmsk hálka sem var búin að myndast... en það stendur nú alveg til bóta, verð komin á nagla eftir helgi :) alveg greinilegt að veturinn er genginn í garð!

Jæja varð bara að koma frá mér hvað mér er létt að vera búin með þetta próf... allavega... million things to do... hafið það sem best ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ takk fyrir mig á sunnudaginn :) roda gaman að hitta þig.. :)
ÉG ætla að klukka þig í leiðinni.. sérð á síðnnu :)

kv.
Vala