sunnudagur, október 02, 2005

Þessi helgi hefur eiginlega alveg snúið um lærdóm hjá mér... það var náttúrlega prófið í gær og gékk það svona lala, á mjög erfitt með að reyna að átta mig á hvernig mér gekk... frekar tvísýnt, en það kemur bara í ljós bráðum, óþarfi að vera að stressa sig yfir einhverju svona ;) svo eftir prófið tóku ritgerðarskrif við og náði ég að skrifa eitthvað smá niður... tók mér svo smá pásu og við Ottó skelltum okkur á pizzu á trocadero sem mér fannst by the way alveg gargandi snilld! mæli með þeim :P en já svo horfðum við á Sin City sem er alveg snilldarmynd, mögnuð! Svo var bara farið í háttinn í fyrra lagi svona miðað við laugardagskvöld, ég átti reyndar mjög erfitt að segja nei við djamminu með stelpunum en ákvað að sýna smá metnað í þessa ritgerð sem ég er svo gott sem ekki byrjuð með :S en það verður sko tjúttað næsta föstudag stelpur mínar, ójá ;) en já, svo var bara vaknað í fyrri kantinum eldhress og til í slaginn, og er maður aftur byrjaður á ritgerðarskrifum :) stuð og fjör...! heheh :D

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvernær fær maður að sjá frænku svo??? kv frændi

Nafnlaus sagði...

Ef þú ert í fríi um helgina og ætlar á djamm þá ættiru allavega að geta séð mig þá ;)

Nafnlaus sagði...

Koddu frekar og djammadu med mer i Stokkholmi;) hihihi