mánudagur, október 10, 2005
Föstudagurinn var all svakalegur get ég sagt ykkur! fór þarna í einn tíma og hentist svo niður í Odda þar sem við mæting var fyrir í vísindaferðina... Fórum þaðan rúmlega fimm og brunuðum í Mastercard þar sem var tekið rosalega vel á móti okkur, rauðvín, hvítvín eða bara kaldur Carlsberg sem klikkar náttúrlega aldrei, svo fengum við svona pinnamat ;)
Eftir dágóðann tíma og þegar maður var orðin VEL hress var farið á Októberfest og það var alveg einstaklega gaman á þessari hátíð! ekki það að ég muni nærri því allt en það sem mig man eftir var heví stuð! kynntist alveg fullt af fólki enda var ég alveg að standa mig í hressleikanum þar sem alkóhólið var í fyrirrúmi :D
Meðfylgjandi mynd sem er víst bara ein af nokkrum sem lýsir hressleikanum, en mér finnst þetta klikkað töff mynd af Anniku, Palla og mér! ;) held að Karó hafi verið bakvið myndavélina í þetta skiptið :)
Hitti svo Ottó og við fórum bara heim í fyrra laginu enda alveg komið ágætt þetta kvöldið, röltum aðeins niður í bæ í rólegheitunum áður en við héldum heim á leið.
Laugardagurinn rann svo upp í þvílíkri þynku :S fórum svo að sækja bílinn minn og kíktum aðeins í kringluna og svo var bara farið að læra. Kíkti aðeins í smáralindina seinna um daginn og eitthvað, en keypti samt ekkert sérstakt, bara einhverja smáhluti :)
Um kvöldið gerði ég mest lítið enda átti ég eftir að lesa alveg böns fyrir prófið sem var í dag. Þannig að ég var bara að lesa, með GÓÐUM pásum reyndar en las þó :D ég er engan vegin að fýla það að þurfa að lesa á laugardagskvöldum þannig að ég ætla að reyna að skipuleggja mig betur framvegis svo ég sleppi við þá kvöl... heheh.... Sótti svo ottó sem var að spila póker með strákunum, og skutlaði strákunum í bæinn en við ottó fórum svo bara heim eftir eina slice á devitos :D
Svo var bara meiri lestur í gær, kíkti reyndar aðeins út í góða veðrið og skellti mér jú world class sem var heví gott :)
Prófið í dag gekk þannig að ég veit eiginlega ekkert hvernig mér gekk... en það kemur bara í ljós :) svo fáum við einkunnirnar úr almennu prófinu á morgun... ég bíð sko VEL spennt...
en nú eru engin próf eða skilaverkefni í smá tíma þannig að nú getur maður farið að anda aftur... allavega smá, annars ætla ég að reyna að vera dugleg að lesa jafnóðum og reyna að standa mig í þessum lestri :)
Skrifa aftur bráðlega... hafið það gott elskurnar :*
3 ummæli:
Rosa stuð senst... verð að fá að taka þátt í því einhverntíma :)
Já endilega! skellir þér þokkalega með næst ;)
hey kemur bara á djamm með okkur auði á föstudagin honýs! ;) AUÐUR, MUNDU AÐ ÞAÐ ER DJAMM Á FÖSTUDAGINN ;)
Skrifa ummæli