Mánudagur og rigning er ekki að gera góða hluti... eins og mánudagar eru nú alls ekki mínir uppáhaldsdagar þá verða þeir ennþá leiðinlegri þegar það er ausandi rigning....
Allavega... helgin endaði ekki alveg nógu skynsamlega :( ég sem ætlaði sko aldeilis að læra helling, opnaði varla bók! núna þarf ég virkilega að taka á honum stóra mínum og fara að hella mér í lestur!
Laugardagskvöldið fór í afmælispartí hjá Ella kallinum og var það mjög fínt bara, hitti einmitt Kötlu sem ég hef ekki séð í þónokkurn tíma, en þá kynntust þau úti á spáni í sumar og hafa haldið sambandi síðan... talandi um lítinn heim! en já þetta var semsagt nokkuð gott kvöld, fórum reyndar heim í fyrra lagi eða um 1 en það var alveg passlegt enda var nú alveg tekið hressilega á því kvöldið áður ;)
Annars er það bara lærdómur og meiri lærdómur framundan... og jú kannksi vísindaferð á föstudaginn en við sjáum aðeins til með það ;) heheh...
Allavega... þangað til næst... ciao :*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli