sunnudagur, nóvember 20, 2005

Þá er þessi helgi búin og næst síðasta kennsluvikan að fara að líta dagsins ljós! Ég kíkti í smá búðarstúss í gær, ok kannksi ekki alveg "smá" þar sem það dróst í hátt fimm tíma en anyways, þetta er nú ég... :P en allavega, þá var líka kíkt á þrjá markaði sem voru reyndar ekkert spes... einn af þeim minnti mann einna helst á sjabbí bás í kolaportinu! þar var hægt að finna gamalt skran, glingur sem var farið að falla verulega á, ábyggilega notuð barnaleikföng (semsagt ekki í pakkningum), hræðilega ljóta skó, gamlar amatör klámmyndir og svo mætti lengi telja... og viti menn... ekkert kostaði meira en 300 kall! fyndið samt að fara á svona markaði! :D
Svo var bara farið heim að læra smá og svo skelltum við Ottó okkur reyndar aðeins í Smáralindina. Ætlunin var reyndar að kíkja í vínsýninguna sem var í vetragarði en þar sem klukkan var orðin það margt þá tók það því varla. Þetta er einmitt sama vínsýningin og við fórum á í fyrra en þá var hún haldin á Nordica hótel og fengum við vínglös að gjöf og alles! allt voða fínt :)
Um kvöldið var kíkt í bíó með Bigga og Írisi og kíktum við á Two for the money sem var alveg nokkuð fín bara. Reyndar smávegis öðruvísi en ég bjóst við en slapp samt vel, enda ekki annað hægt þegar ofurkroppurinn Matthew McConaughey er í aðalhlutverki! ;) heheh! eftir myndina tókum við Ottó bara einn laugarveg enda loksins búið að opna hann á ný, en svo var bara farið heim að kúra. :)

Við sváfum til eitthvað um 11 í morgun og naut ég þess endalaust í botn enda verður lítið um það að geta sofið út á komandi vikum. Sunnudagar fara yfirleitt alltaf í eitthvað voðalega rólegt og dagurinn í dag er engin undantekning á því :) fór aðeins í ljós áðan og er núna eins og tómatur í framan en það er bara gaman að því!
Svo er það saumó í kvöld... stuð og fjör! og vona ég að sem flestir komist! :)

Engin ummæli: