Ég var víst ekki búin að koma inn á það að ég komst inní HÍ þannig að maður er aftur að fara að setjast á skólabekk. Mér hlakkar nú bara til verð ég að viðurkenna :) svo náttúrlega verða vísindaferðirnar teknar með trompi, enda verðum við Annika öflugar í þeim ef ég þekki okkur rétt :D
En já ég er semsagt mjög spennt að byrja aftur í skóla, ekkert betra að vera alltaf að bíða með þetta og svo enda á því að læra aldrei neitt meira... Mér er búið að langa í sálfræði í þónokkurn tíma þannig að afherju ekki að prófa það?! Aftur á móti geri ég mér alveg grein fyrir því að þetta verður ekkert endilega alveg eins og ég hafði vonað og kannski er þetta bara alls ekkert fyrir mig eftir allt saman en maður kemst varla að því nema að prófa, er það nokkuð? þannig að ef allt fer á versta veg fer maður bara í eitthvað annað... það er nú ekkert flóknara! :)
Hugsa að maður verði eitthvað að vinna með skólanum, verð þá bara í símavinnunni 2-3 daga í viku, bara 4 tíma í senn... mjög þægileg vinna með skóla, annars sé ég bara til þegar nær dregur :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli